Ekki sama hver á í hlut.

Nóbelskáldið fjallaði eitt sinn um það fyrirbæri hjá okkur Íslendingum að taka afstöðu í rökræðum eftir því hver segði eða gerði eitthvað frekar en að taka afstöðu eftir því hvað væri sagt eða gert.

Þetta fyrirbrigði er samt víðar að finna, eins og til dæmis sést á viðbrögðum við vopnaðri yfirtöku manna á náttúruverndarsvæði í Oregon í Bandaríkjunum.

"Getur nokkuð gott komið frá Nasaret?" var sagt um Jesú Krist.

Og umrætt fyrirbrigði á sér hliðstæður við ólíkar aðstæður.

Þannig var sagt frá þeim atburði í dagblaði á Akureyri hér um árið að hundur hefði ráðist á mann og bitið hann illa.

Í lok fréttarinnar sagði: "Tekið skal fram að um aðkomuhund var að ræða."  


mbl.is Kveikir umræðu um kynþátt og hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru "einhverjir úr hópunum" sama og allir í hópunum?

Neyðarfundur hefur verið haldinn hjá lögreglunni í Köln í Þýskalandi vegna að svo virðist sem skipulagðar hópárásir hafi verið gerðar á minnst 80 konur á nýársnótt í Köln og Hamborg.

Þúsund karlmenn stóðu að þessum árásum.

Er þetta nýtt fyrirbrigði og stóralvarlegt mál sem Þjóðverjar ætla að taka föstum tökum.

BBC hafði eftir lögreglustjóranum í Köln að árásarmennirnir væru af arabískum og norðuraafrískum uppruna.

Sjá mátti í bloggi um þetta að múslimatrúar hælisleitendur stæðu að þessu.

Er það að sjálfsögðu stóralvarleg hlið á flóttamannavandanum ef hælisleitendur fara um eins og úlfahjarðir með ránum og ofbeldi gegn konum á dæmalausan hátt.

Í tengdri frétt um málið á mbl.is segir að "einhverjir af" þessum árásarmönnum hafi verið hælisleitendur, en af fyrrnefndu bloggi um málið má ráða að ekki þurfi frekar vitnanna við,- þetta hafi verið flóttamenn.

Orðrétt hefst bloggpistill um þetta svona: "Flóttamenn frá Miðausturlöndum og Norðurafríku eru gerendur...."

Ekki minnst á hvort nokkrir aðrir hefðu verið gerendur.

   


mbl.is Hópárás í Köln vekur óhug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan okkar.

"Lögreglan okkar" gæti allt eins verið fyrirsögn á nýjum bloggpistli,sem af tæknilegum ástæðum lenti aðeins aftar í pistlaröðinni hér á síðunni og má sjá má hér fyrir neðan. 


Bloggfærslur 5. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband