Eldvörp, - hvað um umboðsmann komandi kynslóða?

Einu sinni setti Davíð Oddsson fram hugmyndina um umboðsmann skattgreiðenda og á þeim tíma mátti finna gildar ástæður fyrir því.Eldvörp, syðri hluti

Skattgreiðendur og skjólstæðingar umboðsmanna Alþingis og umboðsmanns barna eru lifandi fólk, en lang stærsti hagsmunahópurinn, komandi kynslóðir, er ófæddur, og á því ekki möguleika á að rísa til varnar ef stórlega er gert á hluta hans með framkvæmdum eða aðgerðum, sem hafa mikil neikvæð og óafturkræf áhrif á umhverfi eða kjör hinna ófæddu.

Þessi hópur er margfalt stærri en nú núlifandi fólk, og áhrif sumra gerða núlifandi fólks eiga eftir að bitna á miijónum ófæddra.  img_3384_1187229

Set hér inn sem dæmi um slíka gjörð, tvær loftmyndir af hinni rúmlega tíu kílómetra löngu gígaröð, Eldvörpum norðan við Grindavík, þar sem á að fara að reisa virkjun á stærð við Kröfluvirkjun og gera svæðið, allt til sjávar, - en Gridavík og hafið sjást í fjarska, - að iðnaðarsæði.

Efri myndin er af syðri hluta gígaraðarinnar.

Uppgefin ástæða: Orkuskortur eftir tvö ár vegna okusölusamninga.

Raunveruleg ástæða: Orkan er byrjuð að minnka vegna rányrkju á henni á svæðinu Eldvörp-Reykjanes.

Eldvörp og Svartsengi eru með sameiginlegt orkuhólf og Eldvarpavirkjun er því það sama og að pissa í skó sinn til að halda á sér hita og mun einungis verða til þess að orkan úr hinum sameiginlega orkugeymi verður öll tæmd fyrr en ella og neikvæð óafturkræf umhverfisspjöll verða miklu meiri heldur en þau verða ef gígasvæðinu verður þyrmt.

Hvergi á þurrlendi jarðar finnast gígaraðir nema á Íslandi. Til að finna jafnoka Eldvarpa þarf að fara austur að Lakagígum eða norður í Mývatnssveit og í Gjástykki. 

Sjá nánari umfjöllun á facebook síðu minni með tengil í bloggpistil hér á síðunni 16. janúar 2013.

 

 

 

 


mbl.is Vilja umboðsmann flóttamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægt að gera miklu betur næst.

Það blasti við í eldgosunum 2010 og 2011 að mikil brotalöm var á varúðarviðbrögðum flugyfirvalda. Þau voru hvað eftir annað kolröng og ollu miklu meiri og kostaðarsamari röskun á flugsamgöngum en efni stóðu til.

Mörg dæmi má nefna um þetta, svo sem þegar til stóð að loka flugvöllunum við Faxaflóa á sama tíma og bjartviðrið var slíkt að skyggni var ótakmarkað og Snæfellslökull blasti víð úr flugturnunum í Reykjavík og Keflavík. 

Nútímatækni á að vera orðin það mikil og fjölbreytt að betur takist til næst þegar svipaðar aðstæður koma upp vegna eldgoss.


mbl.is Æfa viðbrögð við eldgosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptabönn bitna alltaf á einhverjum.

Viðskiptabönn bitna alltaf á einhverjum, og viðskiptabönn á milli þjóða koma oftast niður á afmarkaðri starfsemi á meðan aðrir sleppa að mestu. Og yfirleitt er það afar ósanngjarnt að sumum blæði á meðan allir aðrir sleppa.  

Sem dæmi má nefna að nýjustu viðskiptaþvinganirnar, sem Rússar beita Tyrki, koma harkalega niður á afmarkaðri starfsemi í Tyrklandi og einnig á rússneskum fyrirtækjum.

Þeir sem skaðast eru að sjálfsögðu afar ósáttir við að allt tjónið vegna viðskiptaþvingana skuli koma niður á þeim á meðan allir aðrir sleppa nær alveg. 

Rússar hafa krafist afökunarbeiðnar frá Tyrkjum vegna þess að rússnesk orrustuþota var skotin niður, en Tyrkir neita og telja sig hafa verið í fullum rétti við að verja lorthelgi sína og fullveldi.

Vegna skorts á óyggjandi sönnunargögnum er erfitt að upplýsa málið til fulls.

Á meðan Tyrkir neita að játa sök og deila þjóðanna er óleyst mun fjöldi tykneskra fyrirtækja verða fyrir mjög óverðskulduðu tjóni.  


mbl.is Eiga ekki einir að bera hitann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brýn þörf á að kryfja þetta mál til mergjar.

"Það verður að vera regla á hlutunum", "ordnung muss sein" er setning, sem oft er hermd upp á Þjóðverja.

Agi og reglusemi hafa löngum verið aðalsmerki landsmanna.

Í samræmi við það er brýnt að rannsaka árásirnar á nýársnótt með þýskri nákvæmni og grípa til ráða sem duga.

Fréttir af árásunum voru misvísandi í fyrstu, enda árásarmennirnir taldir vera um þúsund og erfitt að alhæfa um uppruna þeirra fyrr en eftir eins ítarlega rannsókn og möguleg er.

Samt voru margir sem töluðu um þetta eins og endanlega upplýst. 

Sagt hefur verið að forsprakkarnir hafi verið af norðurafrískum og arabiskum uppruna og eiga að baki langan vandræðaferil.

Þess vegna er á fyrsta stigi rannsóknar erfitt að samsama þá beint þeim flóttamönnum, sem eru nýkomnir til landsins.

Milljónir múslimskra innflytjenda, einkum tyrkneskra, hafa flust til Þýskalands síðustu hálfa öld og þeir voru og eru undirstaða þess, sem kallað var hið þýska efnahagsundur.

Voru ómissandi vinnuafl við störf, sem Þjóðverjar vildu ekki vinna sjálfir í þeim mæli sem nauðsynlegt var.

Það kallar á spurningar. Hvers vegna hefur ekkert svipað gerst áður, þar sem menn af tyrkneskum úppruna voru taldir gerendur úr því að múslimatrú er tengd við þessa nýjustu viðburði? 

Þúsund drukknir ofstopamenn er að sönnu há tala. En þó brot úr prósenti af múslimum, sem flust hafa til Þýskalands um áratuga skeið, löngu áður en Angela Merkel varð kanslari.

En hún verður að fást við þetta erfiða mál af yfirvegun og röggsemi.

 


mbl.is Olía á eld andstæðinga Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband