"Að missa sig" eins og 2007?

Þegar ártalið 2007 er nefnt, hringja oft bjöllur.

Lokalag Áramótaskapsins var með þá undiröldu, að sú hætta gæti legið í leyni að þjóðin væri að missa sig eins og hún gerði á gróðærisárunum í aðdraganda Hrunsins.

Í fréttum RUV nú rétt í þessu voru tvær fréttir um fyrirbæri, sem minnia á 2007, annars vegar stórfelldan innflutning á erlendu vinnuafli næstu árin, og hins vegar fjárfesting lífeyrisjóðanna erlendis.

Síðan bætist við tengd frétt á mbl.is um mikinn vöxt innflutnings á bílum sem nálgast það sem gerðist 2007.

Vegna hins síðastnefnda verður að hafa í huga, að óeðlilega fáir bílar hafi verið fluttir inn síðustu fimm ár og þessvegna verður fjölgun nýrra bíls ævintýralega há í prósentum talið. 

Einnig hefur innflutningur bíla verið svo langt undir því sem eðlilegt er og nauðsynlegt, að bílaflotinn hefur elst og orðið dýrari í rekstri og meira mengandi og eyðslufrekari en annars hefði orðið.

Sömuleiðis ekki eins öryggir og nýir bílar.

Gagnlegt væri hins vegar að vita um samsetningu innfluttra bíla og hverjir kaupa þá. 

Varla er það fátækir öryrkjar og lífeyrisþegar sem standa að baki stórauknum innflutningi stórra lúxusbíla? 

Og haldi sú þróun áfram má kannski fara að spyrja að því hvort það stefni aftur í að þjóðin fari að missa sig.

 


mbl.is Bílasalan nálgast ástandið 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband