"Heilög vé" í Bandaríkjunum - ekki hér.

Á málþingi í tilefni af 10 ára afmæli Ísor flutti einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna, sem var þar gestur, fyrirlestur um stöðu jarðvarmanýtingar í Bandaríkjunumví, og sýndi helstu svæðin á stóru korti, sem hringlaga bletta, sem voru misstórir og í mismunandi gulum og rauðum litum, eftir því hve áætluð orka var mikil.Eldvörp, syðri hluti

Hann lýsti helstu svæðunum, en var í lokin næstum búinn að gleyma langstærstu og eldrauðustu kúlunni við Klettafjöllin.

Bætti við þegar hann benti á kúluna: "Þetta er Yellowstone, langöflugasta jarðvarmasvæði Norður-Ameríku, heilög vé, sem verða aldrei snert."

Svæði á stærð við Ísland umhverfis Yellowstone verður heldur aldrei snert.

Samt kemst Yellowstone ekki á blað sem eitt af helstu náttúrundrum eins og hinn eldvirki hluti Íslands.

Vísa í blogg mitt og facebook um þetta mál í gær.  


mbl.is Átökin um Eldvörp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt borgarsamfélag: Borgarnes-Þjórsá-Suðurnes.

Svæðið frá Borgarnesi austur að Þjórsá og suðvestur um Suðurnes er samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu það sem kallað er "virkt borgarsamfélag" ("Functional Urban Area"), skammstafað "FUA".

Tvð skilyrði verða að vera fyrir hendi;

1. Minnst 15.000 íbúar.

2. Ekki meira en 45 mínútna ferðatími frá jöðrum svæðisins inn að miðju.

Án þess að gera sér grein fyrir þessu verður mat manna á aðstæðum  og byggðamálum oft afar bjagað og úr takti við tímann.

Sem dæmi má nefna að atkvæði hvers kjósanda á Akranesi hefur tvöfalt meira vægi en atkvæði hvers kjósanda í Vallahverfinu syðst í Hafnarfirði.

Selfoss og Reykjavík eru á sama atvinnusvæði, innan sama borgarsamfélags, og algengt er ínnan innan svæðisins að menn eigi heimili á jöðrum svæðisins og vinnustað á höfuðborgarsvæðinu,- eða öfugt.

FUA eru tvö á Íslandi: Annars vegar Suðvesturhornið og hins vegar Eyjafjarðarsvæðið, frá Öxnadalsheiði langleiðina til Húsavíkur og Mývatnssveitar þegar Vaðlaheiðargöng verða komin.

Þess má geta, að á meðan Reykjavíkurflugvðllur er í Vatnsmýri og nýju Dash Q400 vélarnar verða komnar í gagnið á næsta ári uppfylla Akureyri og Reykjavik vestan Kringlumýrarbrautar skilyrðin um sérstakt virkt borgarsamfélag.

 


mbl.is Plastiðjan flytur til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband