Langlífur bjarmi frá dögum Nýsköpunarstjórnarinnar.

Ólafur Thors vann stjórnmálalegt afrek þegar hann myndaði Nýsköpunarstjórnina 1944.

Íslensk stjórnmál höfðu verið í þvílíkri pattstöðu síðan "eiðrofsmálið" svonefnda olli trúnaðarbresti milli hans og Hermanns Jónassonar 1942, að aldrei geri fyllilega um heilt á milli þessara formanna tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna.

Ólafi tókst að ávinna trúnað við forsvarsmenn Sósíalistaflokksins og "fiffaði" krata til þess að koma með í þriggja flokka stjórn, þar sem hann veifaði svo miklum umbótum í almannatryggingarmálum framan í kratana, að þeir gátu ekki hafnað að fara inn í þessa stjórn.

Ekki dró úr, að engin stjórn Íslandssögunnar fékk í hreina vöggugjöf aðrar eins fjárhæðir í erlendum gjaldeyri stríðsgróðans til að spila úr.

Bjarminn af þessari stjórn hefur oft birst á ný í kringum kosningar á Íslandi.

Styrmir Gunnarsson skrifaði um slíkt módel stjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags í umrótinu haustið 1979, enda þekkti hann vel til í báðum flokkum, til dæmis í gegnum tengslin við Finnboga Rút Valdimarsson, bróður Hannibals.

Gunnar Thoroddsen og félagar hans tóku Styrmi á orðinu, þó á annan veg en Styrmir hafði viljað.

Svipaður klofningur hafði raunar orðið tímabundið í flokknum 1944, en þá var það meirihluti sem vildi fara í stjórn með sósíalistum, en 1980 var það minnihluti þingmanna sem fór í stjórn.

Svona hugmyndir hafa aftur blossað upp síðan, til dæmis eftir Alþingiskosningarnar 2007 og borgarstjórnarkosningarnar 2006.    


mbl.is Segir VG opna á samstarf við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn flokkanna fjögurra inn og út í skoðanakönnunum.

Fyrir kosningarnar 2007 ríkti spenna varðandi það hvort þáverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu haldið áfram stjórnarsamstarfi. 

Alla kosningabaráttuna var mjótt á munum og svo mjótt var það á endanum, að Framsóknarflokkurinn tapaði svo miklu og stjórnarflokkarnir fengu samanlagt svo nauman meirihluta að þeir treystu sér ekki til að halda áfram. 

Og stjórnarandstöðuflokkarnir voru í naumum minnihluta. 

Niðurstaðan varð því stjórnarmynstur tveggja stærstu flokkanna, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 

Núna virðst stjórnarflokkarnir eiga litla möguleika á að halda velli, hvað þá að ná tryggum meirihluta á þingi. 

Ef svo á að verða, yrði Björt framtíð og Samfylking að detta niður fyrir 5% þröskuldinn og fylgi þeirra þar með að detta dautt niður. 

Eins og 2007 getur stefnt í annað stjórnarmynstur en annað hvort núverandi stjórnarflokka eða núverandi stjórnarandstöðuflokka. 

Þetta verður spennandi. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fær 24,7% hjá MMR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Heimtur" Pírata geta ráðið úrslitum. Framsókn með í stjórn?

Það er þekkt fyrirbrigði á þeim tíma sem vandaðar skoðanakannanir hafa verið haldnar hér á landi að á vissum tímabilum helst flokkum misvel á því fylgi sem þeir fá í könnununum. 

Á tímabili gilti þetta um Sjálfstæðisflokkinn þegar hann hvað stærstur, og var í könnunum DV "leiðrétt" við þessu á þann hátt, að þær kannanir stóðust betur en kannanir Gallup. 

Fylgið, sem Píratar höfðu í síðustu kosningum benti til þess að það myndi skila sér mun betur ef kosið yrði með netkosningu heldur en á þann  hátt, að fylgismenn þyrftu að hafa fyrir því að fara á kjörstað. 

Núna er fylgi Pírata að vísu svo miklu meira en þá, að óvissa ríkir um það, hvort nýja fylgið sé með þessu einkenni. 

Ef svo er, og niðurstaða kosninganna verður sú að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir fái ekki meirihluta verður samt dálítið erfitt fyrir Viðreisn að tryggja núverandi stjórnarflokkum áframhaldandi setu í ríkisstjórn. 

En vegna sterkrar stöðu Viðreisnar gæti orðið hugsanlegt að flokkurinn gæti stungið upp á vinstri-miðjustjórn þar sem Framsókn yrði með en jafnvel einhver fjórflokkanna úti. 


mbl.is Ný könnun sýnir Viðreisn í lykilstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband