Þarf marga áratugi í viðbót?

Þegar komið verður fram yfir miðja þessa öld verða flestir þeirra fallnir frá sem Guðmundar- og Geirfinnsmál snertu á einhvern hátt.

Svo viðkvæmir eru margir fletir á málinu, að óvíst er að það verði jafnvel fyrr en seint á 21. öldinni sem endanlega verður hægt að segja að þetta mesta sakamál síðustu alda á Íslandi hafi verið til lykta leitt.

75 ár eru liðin frá því að ástandsmálin svonefndu brunnu á þjóðinni og það er ekki fyrr en fyrst nú, sem þau koma upp á yfirborðið á þann hátt að marga setur hljóða.

Ekkert bólar á því að þær konur sem lentu í þessari hakkavél mannréttindabrota verði beðnar afsökunar þótt seint sé. 75 ár virðast ekki vera nóg.

Það virðist sem samfélag okkar sé of fámennt og nábýlið of mikið til þess að við getum lokað svona málum til fulls.

Í Suður-Afríku gátu menn gert það þótt sakarefnin væru margfalt umfangsmeiri en hér, - kúgun meirihluta í landi þar sem búa 50 milljón manns, 170 sinnum fleiri en á Íslandi.


mbl.is Setur Geirfinnsmálið ekki í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæm landkynning úr sögunni.

Beint í kjölfar fréttar um þá góðu landkynningu sem Brit-verðlaun Bjarkar Guðmundsdóttur fela í sér, kemur frétt um að hætt verði við stórhvalaveiðar Íslendinga í sumar.

Þessar veiðar hafa almennt verið slæm landkynning, hvaða skoðun sem menn hafa annars á hvalveiðum.

Tímabundin atvinna 150 manns við þær að sumarlagi hefur ekki verið nein réttlæting fyrir því að land og þjóð, sem þarf á velvild og viðskiptavild að halda á alþjóðlegum vettvangi á tímum vaxandi virðis ferðaþjónustunnar, þurfi að dragnast með þau vandræði í alþjóðlegum samskiptum sem þessar veiðar hafa valdið.  


mbl.is Engar stórhvalaveiðar næsta sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björk og Vigdís.

Við Íslendingar erum dvergþjóð sem kæmist fyrir í úthverfi í erlendri borg.

Hvílíkar gersemar eru þær Björk Guðmundsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir fyrir þjóð sem okkur.

Þær varpa ljóma á landið.

Hvílíka hauka í horni eiga tvö mestu verðmæti landsins, mannauðurinn og einstæð íslensk náttúra, þar sem þær eru.


mbl.is Björk hlaut Brit-verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband