Málskotsréttur forseta er nauðsynlegur neyðarhemill.

Ef vel er á málum haldið og kjósendum gefinn kostur á að setja lög frá Alþingi innan ákveðinna takmarka í þjóðaratkvæði, minnkar þörfin á að leita þurfi til forseta Íslands með slíkt.

Það er gott fyrir forsetann og embætti hans.

Hins vegar eru settar ákveðnar takmarkanir við það hve hratt frumkvæði kjósenda þurfi að ganga fyrir sig og einnig takmörkun á þau málefni, sem tæk yrðu til þjóðaratkvæðis.

En komið gætu upp aðstæður, þar sem málavextir væru þannig, að forsetinn einn gæti notað málskotsréttinn, svo sem að mál bæri mjög fljótt að svo að ekki kjósendum gæfist ekki ráðrúm til aðgerða,  eða að takmarkanirnar á málskotsrétti kjósenda hömluðu inngripi á þann hátt að bagalegt væri.

Í slíkum tilfellum gæti málskotsréttur forsetans verið gagnlegur og jafnvel eina úrræðið, nokkurs konar neyðarhemill og þar með þörf á að viðhalda honum.


mbl.is Leið forsetans greiðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á 1955-56 og 77-78. SDG aftur forsætisráðherra?!

Fyrstu svonefndu "helmingaskipta-ríkisstjórnir Sjalla og Framsóknar voru við völd frá 1950-56 og 1974 til 1978.

Í bæði skiptin fóru Framsóknarmenn að hlaupa út undan sér í lok kjörtímabils árin 1956 og 1977.

Vandamálið í sambúðinni 1950-56 var það að trúnaðarbrestur ríkti milli formannanna, Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar og gat hvorugur hugsað sér að sitja í stjórn undir forsæti hins.

Þetta var leyst árið 1950 með því að Steingrímur Steinþórsson varð forsætisráðherra, Ólafur Thors sjávarútvegsráðherra og Hermann Jónasson landbúnaðarráðherra.

1953 varð niðurstaðan sú að Ólafur varð forsætisráðherra og Hermann Jónasson utan stjórnar.

Þetta var óheppileg niðurstaða eins og kom á daginn, en í upphafi stjórnarmyndunarviðræðna var látið í það skína að Alþýðuflokkurinn yrði líka í stjórninni svo að "lýðræðisflokkarnir" svonefndu væru saman en Sósíalistaflokkurinn og nýstofnaður Þjóðvarnarflokkur herstöðvaandstæðinga einir í stjórnarandstöðu.

Ekki varð úr þátttöku krata enda Hannibal Valdimarsson orðinn sterkur þar á bæ og komst í formannsstól. En þetta leiddi til þess að Ólafur Thors varð forsætisráðherra í áframhaldandi helmingaskiptastjórn, en Hermann utan stjórnar, hundóánægður með stöðu sína og flokksins.

Stjórnin hafði ekki setið nema tæp tvö ár þegar fór að fjara undan stjórnarsamstarfinu, enda gengu sögusagnir um "plott" Hermanns með bróður Hannibals, Finnboga Rúti Valdimarssyni, sem þótt mikill og djúpskyggn pólitískur refur.

Hannibal, sem var forseti ASÍ, klauf Alþýðuflokkinn og málfundafélag jafnaðarmanna, sem var skjól fyrir vinstri sinnaða krata, myndaði kosningabandalagið "Alþýðubandalagið" með Sósíalistaflokknum.

Í mars samþykkti þingmeirihluti vinstri manna ályktun um brottför varnarliðsins á Miðnesheiði og það sprengdi stjórnina og haldnar voru kosningar í júní.

Framarar og kratar mynduðu kosningabandalag sem nýta átti sér meingallað og óréttlátt kosningakerfi til að ná þingmeirihluta út á ca 36% atkvæða.

Það mistókst að vísu naumlega, einkum vegna fylgistaps Framsóknarflokksins, en Hermann varð forsætisráðherra vinstri stjórnar og "leikfléttan í pólitískri refskák" gekk upp.

1977 voru harðar vinnudeilur og þá varpaði Ólafur Jóhannesson því fram að lágmarkslaun yrðu að verða 100 þúsund á mánuði.

Magir Sjallar litu á þetta eins og að sprengju hefði verið varpað inn í stjórnarsamstarfið og ríkisstjórnarflokkarnir biðu sjaldgæfleaga mikið afhroð í kosningunu 1978.

En það leiddi til þess að vinstri stjórn tók við, - og með hverjum haldið þið við stjórnvölinn?  Jú formanni Framsóknarflokksins eins og 1956, Ólafi Jóhannessyni eftir hrikalegt fylgistap flokksins!

Ef svipað er í uppsiglingu nú skyldi þvi enginn afskrifa það að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði forsætisráðherra næsta ári eftir fylgistap Framsóknarflokksins!

Endalok á pólitískum refskákum verða nefnilega oft með miklum ólíkindum.   


mbl.is Framsókn komin í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef grundvallarröksemd fyrir Hringbrautinni er kolröng, hvað þá um hitt?

Bygging nýs Landsspítala er risavaxið mál sem nær langt inn í framtíðina. Þegar menn gera áætlanir þarf að horfa minnst hálfa öld fram á við, jafnvel út þessa öld, og skoða, hver kostnaður og ávinningur verður í lokin.

Þótt það kunni að virðast dýrt að halda áfram að byggja spítalann þar sem hann er nú en undirbúa jafnframt eins hratt og mögulegt er byggingu á endanlegum stað, mun ávinningurinn af því að vera með bestu gerð spítala á besta mögulega stað verða hugsanlega miklu meiri í lokin.

Þess vegna er nauðsynlegt að skoða málið frá grunni og fá úr því skorið með nægilegri framsýni hvor kosturinn er fýsilegri til langs tíma litið, Hringbrautin eða annar kostur.

Margir hafa verið tvístígandi í þessu máli þegar horft er á það til skamms tíma, þeirra á meðal ég, en ummæli á Eyjunni sl. sunnudag urðu til þess að setja málið í grafalvarlegt ljós. 

Ég varð fyrir áfalli þegar forsvarmaður byggingar við Hringbraut sagði blákalt í umræðum á Eyjunni án þess að depla auga að það hefði alls staðar reynst illa erlendis að byggja nýjan spítala frá grunni á auðri lóð.

Þetta sagði hann blákalt þótt það blasi við í Noregi að þar var þetta þveröfugt þegar byggðir voru tveir spítalar, annars vegar frá grunni á auðri lóð í Osló og hins vegar hræðilegur "bútasaumur" í Þrándheimi.

Í fréttaferð minni á þessa staði 2005 bar öllum viðmælendum mínum, norskum læknum og íslenskum læknum við störf ytra, saman um að spítalinn í Osló vær stolt Norðmanna og hugsanlega best heppnaði spítali Evrópu, en spítala-bútasaumurinn í Þrándheimi væri "víti til varnaðar."

Þess má geta að engin byggð í heimi er jafnmikil hliðstæða við höfuðborgarsvæðið og Suðvesturland en Þrándheimur og Þrændalög.

Ef grundvallarröksemdan fyrir Landsspítalanum við Hringbraut er kolröng, hvað þá um allt hitt sem fært er fram sem rök fyrir byggingu spítala þar?

Ef það er svo mikil forsenda fyrir byggingu spítala við Hringbraut að Háskólarnir séu skammt frá, af hverju er það ekki sama forsenda erlendis?

Hópurinn sem stjórnað hefur umræðunni hér heima í 20 ár hefur tvívegis handvalið erlenda sérfræðinga til að ræða um spítalabyggingar við fjölmiðla, annars vegar sérfræðing í bútasaumi spítala í Ameríku og hins vegar manninn, sem hannaði bútasauminn í Þrándheimi!

Þetta hefur allt verið á sömu bókina lært og mál að linni.

 


mbl.is „Það er ekki oft sem manni blöskrar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband