Þegar vanmat á mönnum lyftir þeim til hæstu hæða.

Sigurganga Donalds Trumps stafar ekki síst af stórkostlegu vanmati keppinauta hans á þessum mikla orðháki.

Þeir eru heldur ekki búnir að greina til fulls ástæðuna fyrir þessari sigurför.

Þegar svona háttar til virðast fá takmörk hvað menn geta komist langt.

Mörg dæmi um slíkt er að finna í veraldarsögunni og hinir vanmetnu, stefna þeirra og gjörðir eru eins ólíkar og þeir eru margir.

Á Winston Churchill var litið sem áhrifalausan utangarðsmann á fjórða áratug síðustu aldar, en hann reis samt til mikillar virðingar og áhrifa á stríðsárunum.

Harry S. Truman, Jimmy Carter og Bill Clinton skutust óvænt upp til æðstu valda.

En kannski er Adolf Hitler magnaðasta dæmið um að stórkostlega vanmetinn maður rísi til fádæma valda.

Þegar hann seildist til valda naut hann þess að forystumenn annarra flokka vanmátu hann stórlega og litu niður á hann.

Hindenburg forseti kallaði hann austurríska liðþjálfannn og hafði hina mestu skömm á honum.

Von Papen og aðrir, sem voru með Hitler í fyrstu ríkisstjórninni, sem nasistaforinginn sat í, töldu að þeir myndu eiga auðvelt með að fást við valdaþorsta hans.

Þar skjátlaðist þeim hrapallega, því að nasistar fengu þau ráðherraembætti sem gáfu þeim aðstöðu til hægfara valdaráns með harðri valdbeitingu.

Að lokum fór svo að Hindenburg varð að skipa litla austurríska liðþjálfann í embætti kanslara, og átta árum síðar hafði Hitler gersigrað Frakka í leifturstríði með litlu mannfalli og réði yfir Evrópu frá Atlantshafi austur til miðju Póllands, og frá Krít á Miðjarðarhafi norður til Nordkap í Noregi.

Í lok þessara útþensluára var Foringinn dýrkaður að miklum meirihluta þýsku þjóðarinnar.

Hann naut þess að kreppan mikla reitti fólk til reiði gegn ríkjandi valdhöfum, almenningur fann til vanmáttar gegn atvinnuleysi og fátækt og var því tilbúið að styðja "sterkan" mann sem gæti endurreist það öfluga Þýskaland sem verið hafði svo sterkt í byrjun 20. aldarinnar.

 

 


mbl.is „Valdalitlir“ vilja Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðhálendisnefnd einróma um iðnaðarsvæðið Gjástykki.

Árið 2000 kom Bob Zubrin, nýkominn úr viðtali í stórri umfjöllun Time um marsferðir, til Íslands og flaug yfir Kverkfjöll norður til Mývatns til að kynnast þeirri samsvörun við mars sem íslenska hálendið er.Gjástykki. Sköpun jarðarinnar 1.

Tveimur árum síðar valdi sérstök nefnd alþjóðasamtaka um marsferðir svæði í Gjástykki sem hentugt ævingasvæði fyrir marsfara, á svipuðum forsendum og framkvæmt var 1967 við Öskju fyrir komandi tunglfara.

Á myndinnihér við hliðina stendur ferðafólk á þeim stað þar sem nýtt Ísland kom upp haustið 1984 þegar gjá opnaðist við það að fleki ameríku, til vinstri, færðist frá fleka Evrópu, til hægri.Gjástykki. Sköpun. Hraunleki

Myndin fyrir neðan er tekin norðar við sömu sprungu, þar sem hraunið, sem kom upp úr sprungunni sunnar, rann á einum stað ofan í hana aftur. Að þessu voru vitni og teknar af því myndir, og þessi staður á engan sinn líka í víðri veröld, heldur ekki á Íslandi.  

En nefnd um skipulag miðhálendisins hefur samþykkt einróma að Gjástykki verðí iðnaðarsvæði í líkingu við svæðið sem Hellisheiðarvirkjun er á.

Askja hefur öðlast frægð og dregið að sér ferðamenn, sem vilja upplifa eitthvað svipað og tunglfarar.

Ég spurði Hamilton sl. föstudag hvort hann teldi líklegt að Gjástykki gæti notið svipaðrar frægðar vegna komandi marsfara, sem þær reyndu að upplifa mars innan um kerfi af gufuleiðslum, háspennulínum, vegum og tilheyrandi, þar á meðal stöðvarhúsi og skiljuhúsi.

Hann taldi það ólíklegt en nefndin um skipulag miðhálendisins var greinilega ósammála þvi, sem og meirihluti landeigenda Reykjahlíðar.

Ég fór með tveimur fulltrúum úr landeigendafélaginu fyrir nokkrum áru til þess að sýna þeim æfingasvæðið, sem nefnd alþjóðasamtakanna hafði valið fyrir marsfara, og breytti það engu um þá skoðun þessara ferðafélaga minna, að þarna skyldi rísa jarðhitaorkuver.  


mbl.is Ísland einstök hliðstæða Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömul og úrelt viðhorf um svæði og árstíðir.

Ferð til Lapplands í febrúar 2005 breytti sýn minni á gildi ferðamannasvæða eftir árstíðum.

2005 komu fleiri ferðamenn til Lapplands yfir vetrarmánuðina en allt árið til Íslands.

Ástæðan var sú að í Lapplandi voru seld fjögur fyrirbæri, sem þóttu hins vegar afleit á Íslandi í hugum Íslendinga: Þögn, myrkur, kuldi og ósnortin náttúra.

Einnig var mótbáran á Íslandi sú að land okkar væri of langt frá fjölmennustu markhópunum vesturhluta Evrópu.

En Lappland er enn lengra frá hinum stóru markhópum þar en Ísland, þannig að allar þessar mótbárur Íslendinga stönguðust á við það sem ferðamálafrömuðir í Lapplandi sögðu og gerðu.

Það má snúa þessu við um skíðasvæði, sem okkur hættir til að telja einskis virði á sumrin.

Benda má á Bláfjöll í því sambandi. Það eru verðmæt náttúrufyrirbæri eins og eldgígur og eitt besta útsýni á Suðvesturlandi í 700 metra hæð á toppnum, þar sem gæti verið útsýniskaffihús með góðum vegi alla leið upp.

Íslendingar ömuðust við þúsundum bréfa til jólasveinsins á Íslandi sem evrópsk börn sendu hingað og bægðu jólasveininum frá landinu.

Nú er jólasveinninn eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar Rovaniemi í Lapplandshluta Finnlands.


mbl.is Vilja nýta Hlíðarfjall allt árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband