Gömul og úrelt viðhorf um svæði og árstíðir.

Ferð til Lapplands í febrúar 2005 breytti sýn minni á gildi ferðamannasvæða eftir árstíðum.

2005 komu fleiri ferðamenn til Lapplands yfir vetrarmánuðina en allt árið til Íslands.

Ástæðan var sú að í Lapplandi voru seld fjögur fyrirbæri, sem þóttu hins vegar afleit á Íslandi í hugum Íslendinga: Þögn, myrkur, kuldi og ósnortin náttúra.

Einnig var mótbáran á Íslandi sú að land okkar væri of langt frá fjölmennustu markhópunum vesturhluta Evrópu.

En Lappland er enn lengra frá hinum stóru markhópum þar en Ísland, þannig að allar þessar mótbárur Íslendinga stönguðust á við það sem ferðamálafrömuðir í Lapplandi sögðu og gerðu.

Það má snúa þessu við um skíðasvæði, sem okkur hættir til að telja einskis virði á sumrin.

Benda má á Bláfjöll í því sambandi. Það eru verðmæt náttúrufyrirbæri eins og eldgígur og eitt besta útsýni á Suðvesturlandi í 700 metra hæð á toppnum, þar sem gæti verið útsýniskaffihús með góðum vegi alla leið upp.

Íslendingar ömuðust við þúsundum bréfa til jólasveinsins á Íslandi sem evrópsk börn sendu hingað og bægðu jólasveininum frá landinu.

Nú er jólasveinninn eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar Rovaniemi í Lapplandshluta Finnlands.


mbl.is Vilja nýta Hlíðarfjall allt árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vitleysan var ekki ein,
allt þarf það að laga,
jólasveinar mikið mein,
myrkrið var til baga.

Þorsteinn Briem, 2.3.2016 kl. 09:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 2.3.2016 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband