Álíka gaga og GAGA.

Áróður firrtra ráðamanna Norður-Kóreu og villtar hótanir um árásir á Suður-Kóreu og Bandaríkin eru galnar, já, gaga. Flestum býður við þeim, því að þessir spilltu valdhafar virðast til alls vísir. 

En þó er þessi hegðun útaf fyrir sig ekki meira gaga en GAGA, "Gagnkvæm altryggð gereyðing allra" (MAD, "Mutual assured destruction") sem er forsenda kjarnorkuvopnabúra Bandaríkjamanna og Rússa sem búa yfir getu til að eyða öllu mannkyni.

Sú kenning í framkvæmd með notkun gereyðingarvopnabúranna er eins og nafnið bendir til margfalt skelfilegri en það að Norður-Kóreumenn grípi til sinna vopna.

Það eina sem getur gert gaga-stefnu Norður-Kóreumanna jafn slæma og hið stóra GAGA er að við treystum frekar ráðamönnum Bandaríkjamanna og Rússa til að komast hjá því að nota sín skelfilegu vopn.

En það er samt gaga í ljósi þess hve litlu hefur munað og má muna til að allt fari í bál og brand fyrir mistök.  


mbl.is Sýna kjarnorkuárás á Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Landsbankinn ráðlagði..."

Sumir þurfa aldrei að kvíða neinu, hvorki fjárskorti né vantrausti.

Þar var smá von um að á páskadag yrði tveggja daga hlé á Tortólumálinu, en 12 blaðsíðna aflátsbréf hins kvíðalausa kom í veg fyrir það.

 

Þegar stefndi í efnahagshrun á Íslandi 2007-2008 þurftu sumir ekki að kvíða því. "Landsbankinn ráðlagði.." segir í þessu eftirtektarverða aflausnarbréfi. 

"Banki allra landsmanna" reyndist banki sumra landsmanna og ráðlagði útvöldum en ekki almúganum að koma fé sínu fyrir í aflandsfélagi á stað, sem þá var kallað skattaskjól og felustaður af því tagi að núna erum við Íslendingar aðilar að alþjóðlegu átaki gegn slíku. 

En nú er okkur sagt að staðurinn hafi breyst og sé bara ósköp venjulegur geymslustaður fyrir fé og að fullir skattar séu greiddir af fénu, sem "Landsbankinn ráðlagði" útvöldum að koma burtu úr íslenska krónuhagkerfinu í tæka tið á sama tíma sem krónan var, - og er reyndar enn, - mærð fyrir það hve vel hún hefur reynst okkur alla tíð. 

Má furðu gegna að á sama tíma séu þeir sömu og það segja um Tortólu heilshuga aðilar að alþjóðlegri "aðför" að svo göfugum stað.

Og mikið má sauðsvartur almúginn vera þakklátur fyrir að skattar skuli greiddir af fé sem sumir fengu í leyni að halda óskertu á sama tíma og aðrir, sem Landsbankinni ráðlagði ekki, misstu mestallt eða allt sitt og geta engan skatt borgað af því.

Orðin "í leyni" eiga við um það að Landsbankinn og gæludýr hans leyndu því fyrir öðrum en útvöldum hvernig hægt væri að komast kvíðalaust í gegnum Hrunið á meðan hann ráðlagði öllum almenningi að festa féð í krónuhagkerfinu hér heima og tapa því síðan að meira eða minna leyti og taka á sig 72% hrun krónunnar.

Tvær þjóðir virðast búa í þessu landi. Önnur þarf aldrei að kvíða neinu og hefur alltaf allt sitt á þurru, af því að hún býr í erlendu hagkerfi á meðan hin þjóðin býr við allt önnur kjör.

Og talsmaður yfirþjóðarinnar segir ekki aðeins að allt sé þetta löglegt, heldur líka að það sé siðlegt.

Svona til öryggis til þess að máta fyrirfram þann, sem dettur í hug að bera sér fræg orð Vilmundar heitins Gylfasonar í munn.   

 


mbl.is Kvíðir ekki vantrauststillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband