Ringulreið í baráttu um rými.

Bílastæðadeilan við Kringluna er birtingarmynd baráttu um rýmið á malbiki höfuðborgarsvæðisins.

Á mörgum sviðum þessarar baráttu ríkir ákveðin ringulreið vegna þess að því fer fjarri að búið sé að vinna úr þeim vandamálum sem hún skapar.

Einkabílar á höfuðborgarsvæðinu eru varla færri en 100 þúsund, og ef meðallengd þeirra er 4,5 metrar, eru myndu þeir þekja 450 kílómetra ef þeim væri raðað "stuðara í stuðara."

Ef hver þessara bíla þarf bílastæði sem er sex metra langt og 2,5 metra breitt, eða 15 fermetrar, þarf allur þessi einkabílafloti 1,5 milljónir fermetra í bílastæði, eða einn og hálfan ferkílómetra.

En öll bílastæði þurfa aðkeyrslu og þá er flatarmálið orðið allt að þrír ferkílómetrar.

Í Japan hafa menn farið í átt að lausninni með því að setja ívilnandi reglur um bíla sem eru á stærð við minnstu bílana, sem nú eru á markaðnum hér á landi.

Engan veginn er hægt að segja að þessir bílar séu þröngir og óþægilegir, þótt farangursrými sé ekki mikið í sumum þeirra.Suzuki Alto´2014

Bíll sem er 3,4 metra langur og 1,5 metra breiður þekur rúma 5 fermetra í stað 4,5 x 1,8 = 8,1 fermetri.

Oft er hlálegt að sjá hvernig eindæma leti ræður hegðuninni hjá okkur, svo sem þegar bílum er lagt ólöglega til að spara gönguvegalengd um nokkra metra í stað þess að leggja í löglegt bílastæði rétt hjá.

Og magnað að bílastæðahús skuli vera hálftóm á sama tíma og slegist er í bílastæðunun uppi á götunum við þau.

Á meðfylgjandi mynd er bíll, sem var einfaldasti og ódýrasti bíllinn þegar hann var keyptur haustið 2014, en rýmið frammi í honum gefur miklu stærri bílum ekkert eftir, 1,32 metra breitt rými fyrir tvær manneskjur sem eru 0,90 metrar öxl í öxl, þ. e. laust rými á breiddina upp á tæplega hálfan metra.   


mbl.is Verslingar í hart við Kringluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munið þið eftir hrafninum sem flaug?

"Það er of kalt, of hvasst, of dimmt, of blautt, of hráslagalegt, of innilokað, of einangrað, mikið öðruvísi..."

Allar þessar fyrrum mótbárur gegn því að íslensk kvikmyndagerð væri á vetur setjandi hafa hrunið á undanförnum árum.

Smá glufur mynduðust tvívegis í þennan vegg fullyrðinga um "eitthvað annað" sem síðan lokuðust að nýju svo að gömlu klisjurnar um vonleysi íslenskrar kvikmyndagerðar réðu ríkjum áfram.

Þetta voru myndirnar "Hrafninn flýgur" og Börn náttúrunnar." 

"Börn náttúrunnar" náðu að vísu á þröskuld Óskarsverðlauna, en áfram hélt bölmóðssöngurinn.

Þegar Hrafn Gunnlaugsson gerði kvikmyndina "Hrafninn flýgur" gekk honum allt í mót.

Verst var íslenska veðrið því að í stað póstkortasólskins og heiðs himin, sem var hin almenna krafa, var súld og suddaveður flesta tökudagana.

Hrafn gat ekki frestað kvikmynduninni og myndin var gerð við þau skilyrði, sem lenska var að kalla "ömurlegar aðstæður."

En þegar hún birtist síðan á tjaldinu kom í ljós að einmitt þessi umgerð myndarinnar gaf henni þá hrollvekjandi dýpt, spennu og óhugnanlegt yfirbragð, sem þurfti til að hún varð jafn áhrifamikil og vel heppnuð og raunin varð.

 

 


mbl.is Ófærð heldur áfram að heilla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorboðinn ljúfi?

Nú eru aðeins sex vikur eftir af vetrinum, birtutími sólarhringsins orðinn lengri en rökkurtíminn og jafndægri á vori eftir tæpar tvær vikur.

Sólin jafn hátt á lofti núna og viku af september.

Mikil úrkoma, asahláka og bleyta eru því vorðboði, þótt ekki sé víst að öllum þyki hann ljúfur.

Enda er fyrsti hressilegi vorboðinn oft ekki nema skammgóður vermir, páskahretin eru oft á sínum stað og kuldaköst fram í maí.


mbl.is Vara við asahláku og stormi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ísland er engu öðru landi líkt".

Kverkfjöll. Efri-HveradalurHin breiða samstaða, sem speglaðist í stórglæsilegri athöfn í gær við undirritun viljayfirlýsingu 20 samtaka um stóran þjóðgarð á miðhálendi Íslands, hefði verið óhugsandi fyrir áratug, og er því mikilsverður atburður.Kverkfjöll, Ferðastiklur

A miðhálendinu er að finna lang stærsta, magnaðasta og fjölbreyttasta eldfjallasvæði jarðar, eina svæðið á þurrlendi hnattarins þar sem slík fjölbreytni fyrirbæra ber vitni um rek meginlandsflekanna frá hver öðrum.

 

Úr laginu "Við eigum land":

 

"Í djúpri þögn

Drottni þig færa nær

óræð dularmögn,

fegurðin kristaltær.

Úti í auðninni

öðlast þú algleymi

sem einn í alheimi."Herðubreið,Jökulsá á Fjöllum

 

"Ísland er engu öðru landi líkt" ( Iceland is a land like no other.") segir í upphafi lýsingar á hinum  eldvirka hluta Íslands, sem er í vandaðri erlendri bók um 100 merkustu undur veraldar, þar sem sjálfur Yellowstone þjóðgarðurinn kemst ekki á blað.

Rúmlega 40 fyrirbæranna eru náttúrugerð en ekkert þessara 100 fyrirbæra fær svona lýsingu.

 

Ísland er engu öðru landi líkt.

Um lönd og álfur er ei til neitt slíkt.

Frá sköpun jarðar skýra ótal teikn,

sem skarta hálendisins miklu feikn.  

 

Þrátt fyrir hina miklu samstöðu sem speglaðist í athöfninni í ráðhúsi Reykjavíkur í gær hnígur ekki alveg allt í þessa átt.

Í dag rennur út frestur til að senda stjórnarskrárnefnd athugasemdir um drög hennar að tveimur nýjum stjórnarskrárgreinum um vernd náttúru og umhverfis, og um náttúruauðlindir í þjóðareign.

Í nýja textanum er meðal þess úr texta frumvarps stjórnlagaráðs, sem ekki var talið rétt að sé minnst á í texta stjórnarskrárnefndar, "óbyggð víðerni", og heldur ekki talið rétt að minnast á að "fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum" í landi, þar sem landbótastarf er nauðsynlegra en í nokkru öðru landi.  

 

 


mbl.is „Tímamótasamstaða um náttúruvernd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vindurinn ræður oft miklu í eldsvoðum.

Þegar eldurinn að Grettisgötu 87 gaus upp í kvöld var strekkingsvindur á suðaustan í Reykjavík og fór vindurinn í 19 metra á sekúndu í hviðum.

Stundum getur mikill vindur gert slökkvistarf erfitt og aukið hættu á að eldurinn breiðist út, en á móti kemur að reykurinn dreifist hraðar og lengra.

Á tíunda tímanum lægði mikið og þegar aðgerðir slökkviliðsins fara að vinna á eldi eykst reykurinn yfirleitt dreifðist hægar heldur en þegar vindurinn blés meira

Þá getur reykurinn orðið erfiðari fyrir þá sem inni í honum lenda, eins og virðist hafa orðið raunin í þessum eldsvoða.


mbl.is Mikill eldur á Grettisgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband