Munið þið eftir hrafninum sem flaug?

"Það er of kalt, of hvasst, of dimmt, of blautt, of hráslagalegt, of innilokað, of einangrað, mikið öðruvísi..."

Allar þessar fyrrum mótbárur gegn því að íslensk kvikmyndagerð væri á vetur setjandi hafa hrunið á undanförnum árum.

Smá glufur mynduðust tvívegis í þennan vegg fullyrðinga um "eitthvað annað" sem síðan lokuðust að nýju svo að gömlu klisjurnar um vonleysi íslenskrar kvikmyndagerðar réðu ríkjum áfram.

Þetta voru myndirnar "Hrafninn flýgur" og Börn náttúrunnar." 

"Börn náttúrunnar" náðu að vísu á þröskuld Óskarsverðlauna, en áfram hélt bölmóðssöngurinn.

Þegar Hrafn Gunnlaugsson gerði kvikmyndina "Hrafninn flýgur" gekk honum allt í mót.

Verst var íslenska veðrið því að í stað póstkortasólskins og heiðs himin, sem var hin almenna krafa, var súld og suddaveður flesta tökudagana.

Hrafn gat ekki frestað kvikmynduninni og myndin var gerð við þau skilyrði, sem lenska var að kalla "ömurlegar aðstæður."

En þegar hún birtist síðan á tjaldinu kom í ljós að einmitt þessi umgerð myndarinnar gaf henni þá hrollvekjandi dýpt, spennu og óhugnanlegt yfirbragð, sem þurfti til að hún varð jafn áhrifamikil og vel heppnuð og raunin varð.

 

 


mbl.is Ófærð heldur áfram að heilla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Höfum unnið fullan sigur í öllum málum frá því við byrjuðum að gapa hér fyrir níu árum.

Einungis eftir smá ágreiningur á milli okkar Vesturbæinga og Austurbæinga.

En hann verður leystur með fullum sigri okkar Vesturbæinga eins og í öllum öðrum málum, Ómar minn.

Þorsteinn Briem, 8.3.2016 kl. 16:00

2 identicon

Einhverjir þáttagerðarmenn á sjónvarpsstöðunum hafa sjálfsagt kvartað yfir veðrinu. En fyrir kvikmyndaiðnaðinn var veðrið ekki vandamál. Gömlu klisjurnar um vonleysi íslenskrar kvikmyndagerðar höfðu ekkert með veður að gera. Þær voru fjárhagslegar. Ekkert var gert til að laða að erlenda kvikmyndagerðarmenn og fjármagn naumt skammtað í innlenda framleiðendur. Oftar en ekki töpuðu framleiðendur aleigunni þegar innkoman hefði átt að fjármagna næstu mynd. Þannig urðu fyrstu verk ungra kvikmyndagerðarmanna þeirra síðustu og þeir fóru aftur í almenna vinnu til að borga skuldirnar. Það var kaldur veruleiki Íslenskrar kvikmyndagerðar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 8.3.2016 kl. 16:32

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Veðrið nefni ég aðeins sem dæmi um það sem nefnt var til að tala íslenska kvikmyndagerð niður en það, sem þú nefnir, Hábeinn, var líka hindrun, eins og þú bendir réttilega á.

Ómar Ragnarsson, 8.3.2016 kl. 23:21

4 identicon

Veðrið hér hefur sitt að segja eða hafið þið prófað að taka upp hljóð, tala nú ekki um tal, í hávaðaroki? Það var næstum ógerningur alveg þangað sú einfalda tækniframför sem „jóhanna“ var utan um hljóðnemana kom fram. Og kræst hvað lífið varð miklu einfaldara. :-)

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 9.3.2016 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband