Ekki það sama að fella og gróðursetja

Skógur hefur víðast þá sérstöðu sem náttúrufyribæri að jafnvel þótt hann sé felldur er  hægt að bæta fyrir það með því að gróðursetja aftur. Þannig er verknaðurinn ekki óafturkræfur en oftast er um að ræða mikið tilfinningamál fyrir þann sem gróðursetti trén og hans nánustu.

Svipað er að segja um hús sem hafa verið felld eins og gert var í Vesturbænum.  

Í þessum tilfellum sem verið hafa í fréttum að undanförnu hafa menn ekki leitað leyfis og sáttar um að eyðileggja hús eða tré. Þó  lofað sé að endurbyggja síðar eftir málaferli ber að hafa í huga það sem skáldið sagði, að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Einnig að fara að lögum í landinu. 


mbl.is Gunnar Nelson kærður til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grímsstaðir, Jökulsárlón, - hvað næst?

Einar Þveræingur benti á það þegar rætt var um að gefa þáverandi Noregskonungi Grímsey, að enginn vissi hvaða menn arftakar hann myndu hafa að geyma.

Löngu verðskulduð frægð einstæðrar íslenskrar náttúru hefur nú opnað gáttir fyrir því að sum af verðmætustu náttúruverðmætum landsins komist í einkaeigu, jafnvel í eigu útlendinga.

Í Bandaríkjunum, landi frelsisins, er engin áhætta tekin þeim efnum, - helstu náttúruperlur landsins eru innan þjóðgarða í ríkiseign.

Enn sem komið er er ekki staf að finna í íslenskri stjórnarskrá um þjóðareign náttúruauðlinda.

Valdaöfl hafa barist á móti því með kjafti og klóm að slíkt verði stjórnarskrárbundið og fróðlegt verður að sjá hver afdrif lemstraðrar útgáfu stjórnarskrárnefndar verða.

Sem betur fór var ekki sú eftirspurn eftir eignarrétti útlendinga á íslensku landi, sem EES-samningurinn hafði í för með sér.

Að minnsta kosti ekki fyrstu árin.

En nú kunna hraðar breytingar að vera að skella á.  

Ekki var og ekki hefur enn verið drattast til að setja inn hamlandi ákvæði um slíkt á borð við þau sem Danir og Svíar hafa sett og landareignir útlendinga.

Fáránlegt er að lónin við jaðar Vatnajökuls skuli ekki tilheyra Vatnajökulsþjóðgarði.  

Vísa Flosa Ólafssonar kemur í hugann, þegar sinnuleysi Íslendinga um mestu verðmæti landsins og komandi kynslóða ræður ríkjum.

Seljum fossa og fjöll!  / 

Föl er náttúran öll!  /

Og landið mitt taki tröll! 

 


mbl.is Stjórnvöld grípi inn í sölu Jökulsárslóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Frekar vera á höfuðbólinu en á hjáleigunni."

Guðmundur G. Hagalín rithöfundur var lengstum krati, og þótt mönnum því sérkennilegt að hann kaus eitt sinn Sjálfstæðisflokkinn.

En hann svaraði og sagði: "Ég vil frekar vera á höfuðbólinu en á hjáleigunni."

Þegar nýjustu fylgistölur skoðanakannana eru skoðaðar sést að Framsóknarflokkurinn hefur misst álíka mikið fylgi og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist.

Í meira en 80 ára sögu Sjálfstæðisflokksins hefur það oft valdið samstarfsflokkum hans í tveggja flokka samsteypustjórnum, Framsóknarflokknum eða Alþýðuflokknum, vandræðum af því að of margir fylltust hugsun Guðmundar Hagalíns. +

Þetta gerðist hjá krötum 1971 og 1995 og hjá Framsóknarmönnum 2007.

Svo rammt kvað að þessu á Viðreisnarárunun 1959-71 að talið var að vegna yfirburða skipulags Sjálfstæðisflokksins, sem ég kynntist vel tveggja kosninga árið 1959 í vinnu á kosningaskrifstofu hans í Reykjavík, nýttu Sjallar sér þetta með því hreinlega að "lána" krötum atkvæði til þess að þeir fældust ekki úr samstarfinu.

En 1971 dugði þetta ekki og Alþýðuflokkurinn beið sinn versta ósigur fram að því, hrundi niður í rúm 10% og það var aðalástæðan fyrir falli Viðreisnarstjórnarinnar.  


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband