Grímsstaðir, Jökulsárlón, - hvað næst?

Einar Þveræingur benti á það þegar rætt var um að gefa þáverandi Noregskonungi Grímsey, að enginn vissi hvaða menn arftakar hann myndu hafa að geyma.

Löngu verðskulduð frægð einstæðrar íslenskrar náttúru hefur nú opnað gáttir fyrir því að sum af verðmætustu náttúruverðmætum landsins komist í einkaeigu, jafnvel í eigu útlendinga.

Í Bandaríkjunum, landi frelsisins, er engin áhætta tekin þeim efnum, - helstu náttúruperlur landsins eru innan þjóðgarða í ríkiseign.

Enn sem komið er er ekki staf að finna í íslenskri stjórnarskrá um þjóðareign náttúruauðlinda.

Valdaöfl hafa barist á móti því með kjafti og klóm að slíkt verði stjórnarskrárbundið og fróðlegt verður að sjá hver afdrif lemstraðrar útgáfu stjórnarskrárnefndar verða.

Sem betur fór var ekki sú eftirspurn eftir eignarrétti útlendinga á íslensku landi, sem EES-samningurinn hafði í för með sér.

Að minnsta kosti ekki fyrstu árin.

En nú kunna hraðar breytingar að vera að skella á.  

Ekki var og ekki hefur enn verið drattast til að setja inn hamlandi ákvæði um slíkt á borð við þau sem Danir og Svíar hafa sett og landareignir útlendinga.

Fáránlegt er að lónin við jaðar Vatnajökuls skuli ekki tilheyra Vatnajökulsþjóðgarði.  

Vísa Flosa Ólafssonar kemur í hugann, þegar sinnuleysi Íslendinga um mestu verðmæti landsins og komandi kynslóða ræður ríkjum.

Seljum fossa og fjöll!  / 

Föl er náttúran öll!  /

Og landið mitt taki tröll! 

 


mbl.is Stjórnvöld grípi inn í sölu Jökulsárslóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

They know the price of everything, and the valur of nothing. Oscar Wilde.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 12:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

Þorsteinn Briem, 14.4.2016 kl. 12:54

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, bls. 77-79:

"Varanlegar undanþágur og sérlausnir:"


"Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í ríki sem sækir um aðild að Evrópusambandinu er reynt að leysa málið með því að semja um tilteknar afmarkaðar sérlausnir.

Eitt þekktasta dæmið um slíka sérlausn er að finna í aðildarsamningi Danmerkur árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.

Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur."

"Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku."

Í þessu tilviki "er í raun um að ræða frávik frá 56. grein stofnsáttmála Evrópusambandsins, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns."

"Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að Evrópusambandinu hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar sambandsins og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum, sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkjanna [í þessu tilviki einnig Danmerkur]."

Þorsteinn Briem, 14.4.2016 kl. 13:13

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 14.4.2016 kl. 13:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 14.4.2016 kl. 13:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Til­raun­ir kín­verska fjár­fest­is­ins Huangs Nu­bos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hef­ur jörðin verið aug­lýst til sölu á Evr­ópska efna­hags­svæðinu."

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.

Þorsteinn Briem, 14.4.2016 kl. 13:21

7 identicon

Já, það væri illa komið fyrir okkur ef erfingjar Noregskonungs hefðu eignast jörð í Grímsey, og jafnvel fengið heimild til að byggja þar hrökkbrauðsverksmiðju eða reisa sumarhús....

Útlendingar sem kaupa lendur um allt Ísland eru undir Íslenskum lögum. Sveitarstjórnir fara með skipulagsmál og því er ekki reistur hænsnakofi án þess að hann falli að skipulagi og sé samþykktur. Lög kveða á um frjálsa för almennings um lönd sem ekki eru ræktarland og því geta útlendingarnir ekki lokað fyrir aðgang nema hefja ræktun. Finnist auðlind þá er nýting auðlinda úr jörðu háð leyfi Orkustofnunar. Og gerist þess þörf þá heimila lög upptöku jarða.

Hvert er þá vandamálið með það hvers lenskur skráður eigandi sé? Fyrir þjóðina er enginn munur á því hvort eigandi er Íslenskur, Kínverskur eða Danskur. Ekkert nema einhver ástæðulaus meðfædd eða áunnin útlendingahræðsla.

Davíð12 (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 17:48

8 identicon

vilja menn ekki að ísland gangi inní evrópubandalagið ef ekki um framdyrnar þá um bakdyrnar skiptir nokkru máli hvernig er farið að. set stórt spurníngarmerki við að setja milljarða í kaup á svona landi menn eiga að setja lög um nítíngu á svona svæðum. skildi vera hægt að virkja jökulsána það virðist vera nokkur straumur fyrir virkjunaróða íslendínga 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband