Dýrðar haustdagar um allt land.

Það er fleira en hin óviðjafnanlegu norðurljós, sem dýrðarveður haustdaganna hefur kallað fram. 

Skreppitúr til Siglufjarðar og til baka í dag bauð upp á myndamótív hvert sem litið var, eins og þessi mynd, sem tekin var nálægt bænum Höfða á Höfðaströnd á bakaleiðinni. 

Raunar hefur sumarið allt og haustið fram að þessu boðið upp á alvega einstaklega rólegt og blítt veðurfar, sem hefur veitt okkur þráðan Höfðavatn, 28.9.16sumarauka. 


mbl.is Slökkt á götuljósum vegna norðurljósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var mikið!

Allt frá því um 1965 og samfell frá 1990 hafa álver verið trúaratriði hér á landi, álver í Eyjafirði til að "bjarga Akureyri," álver á Keilisnesi, álver í Reyðarfirði, álver á Bakka, álver í Hvalfirði, álver í Þorlákshöfn, álver í Helguvík, álver suður af Skagaströnd! 

"Árangur áfram, - ekkert stopp!" var slagorð Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2007. Nýbúið var að taka fyrstu skóflustunguna í Helguvík fyrir komandi risaálveri, sem myndi krefjast samfellds virkjananets frá Reykjanesi um Reykjanesskagann endilangan austur í Skaftafellssýslu og upp á miðhálendið. 

Svo kom Hrunið, en þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, var fyrsta forgangsverkefnið á fyrstu vinnudegi í iðnaðarráðuneytiinu að lýsa yfir því, að ríkisstjórnin stefndi "einróma" að því að reisa álver í Helguvík. 

Í fyrra lét þáverandi forsætisráðherra stilla sér upp í miðjum hópi manna, sem voru búnir að handsala það við Kínverja að reisa álver suður af Skagaströnd.

Kaupfélagsstjórinn í Skagafirði var búinn að kaupa helstu jarðir sem virkjanir í Skagafirði yrðu reistar í.

Að vísu er ekki beint nefnt í kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins gamla góða slagorðið "Árangur áfram - ekkert stopp", það hljómar svolítið ankannalega með tilliti til kosningaósigurs Framsóknar 2007, en söm hefur ætlunin verið.

Það er fyrst nú sem Bjarni Benediktsson kveður upp úr með það að álver séu ekki lengur á dagskrá og skilur Framsóknarmenn eftir með sárt ennið.

Það var mikið!   


mbl.is Bjarni: Álverum muni ekki fjölga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hvað er eiginlega að ske?"

"Hvað er eiginlega að ske?" spurði Prins Póló í samnefndum texta. Hann myndi áreiðanlega spyrja þannig á ný ef hann sæi jafn stórt stökk upp á við í skoðanakönnun og Sjálfstæðisflokkurinn tekur nú á nánast einum degi þegar hann rýkur úr rúmlega 20% í einni könnun upp í tæplega 35% fylgi þeirri næstu.

Að sönnu svarar aðeins helmingur þeirra, sem spurðir eru, spurningunni, en engu að síður er þetta ansi mikill munur.

Skoðanakannanir hafa oft sýnt talsverðar sveiflur fram og til baka, og má sem dæmi nefna aðdraganda kosninganna 1995, þar sem Alþýðuflokkurinn var kominn niður fyrir pilsnerfylgi á tímabili, en hífði sig upp fyrir 10 prósent í kosningunum sjálfum.

Píratar hafa hingað til komið verr út í kosningunum sjálfum en í skoðanakönnunum fyrir þær.

Nú er að bíða og sjá hvað gerist í næstu skoðanakönnun.

"Þið hafið aldrei haft það svona gott" var slagorð, sem Íhaldsflokkurinn breski byggði á þegar hann stjórnaði Bretlandi fyrir hálfri öld.

Ef meirihluti kjósenda finna slíkt á veskinu sínu skiptir ekki máli í kosningunum þótt minnihluti sem ber sannarlega mjög skarðan hlut frá borði eins og aldraðir, öryrkjar og láglaunafólk gerir nú, taki þetta ekki til sín.

Of ef leitað er að orsök velmegunar meirihlutans, blasir ferðaþjónustan við hér á landi nú, rétt eins og almenn uppsveifla í Evrópu gerði á árunum í kringum 1960, fyrir þá, sem "láta veskið ráða."  


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband