Hefur verið í gangi í áratug.

Fyrir tíu árum hófst að sumarlagi talsverð skjálftavirkni við Upptyppinga, sem eru fyrir austan Öskju. Skjálftakort 28.11.17

Virknin færði sig síðan til norðausturs í svonefnda Álftadalsbungu, en færði sig síðan veturinn og vorið eftir norður Krepputungu og síðar í Herðbreiðartögl sem er fyrir sunnan Herðubreið. 

Bárðarbunga hafði sýnt af sér ýmislegt síðan rúmum tíu árum fyrr og var skrifuð fyrir gosinu í Gjálp fyrir sunnan hana 1996 auk hugsanlegs kvikuinnskots við Hamarinn þar áður. Askja.Herðubreið.Wattsfell

Þegar Bárðarbunga fór síðan að skjálfa hressilega í miðjum ágúst 2014 höfðu jarðfræðingar talið að skjálftar norðan Dyngjujökuls væru á áhrifasvæði Öskju og Þorvaldshraun og Holuhraun milli Dyngjujökuls og Öskju mætti skrifa á Öskju. 

En Holurhraunsgosið leiddi annað í ljós, og það kann jafnvel að vera spurning, hvort Bárðarbunga eigi meiri hlut í öllum gosum norður úr til Herðubreiðar og jafnvel Sveinagjár en hingað til hefur verið haldið. 

Á korti veður.is sést vel kunnugleg lína, sem nær frá Bárðarbungu allt norður fyrir Herðubreið með skjálftum. 

Á neðri myndinni er horft að haustlagi til norðaustur yfir nyrðri enda þess skjálftasvæðis, sem sést á kortinu fyrir ofan, Öskjuvatns og Öskju til Herðubreiðar. 

Það viðist undirbúningur í gangi fyrir eitthvað, en um það gildir hluti úr þekktu jólalagi: 

"Hvað það verður, veit nú enginn, 

vandi er um slíkt að spá..."


mbl.is Jarðskjálftahrina í Öskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúin á hin algeru átakastjórnmál skín í gegn.

Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson tók við embætti forsætisráðherra í fyrra, blasti við að taka þyrfti upp nýja stjórnarhætti samræðustjórnmála til þess að geta haldið kosningar farsællega á tilsettum tíma í október. 

Hinn algeri skotgrafahernaður á kostnað viðleitni til samvinnu, samræðna og samráðs var látinn víkja. 

Þessi vinnubrögð gáfu þjóðinni von um að ný tegund stjórnmála, lík því sem gerist á öðrun Norðurlöndum, væru að sjá dagsins ljós í þeim farsa karphússtjórnmála, sem hefur helst dregið úr trausti almennings á Alþingi. 

Þetta virðist sá, sem var forsætisráðherra á undan Sigurði Inga vera fyrirmunað um að skilja, úr því að hann fordæmir svipuð samræðustjórnmál eru viðhöfð þessa dagana við samsvarandi verkefni og fyrir ári, að samþykkja fjárlög og brýnustu aðgerðir í tæka tíð fyrir áramót.

Auðvitað er það eðli stjórnmála að tekist sé á um helstu prinsipp í þeim, en trúin á svo gegnumgangandi ósætti, að aldrei megi leita að málamiðlunum í einu eða neinu áður en neyðst er til að láta sverfa til stáls, er bæði óskynsamleg og til tjóns.  


mbl.is „Met í pólitískri óákveðni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband