Áttum við að skella Vestfjörðum í lás?

Sennilega eru Vestfirðir sá landshluti á Íslandi, þar sem áhrif af innflytjendum hafa orðið mest og samfelldust síðustu tvo áratugi.

Ef andstaðan gegn því hefði orðið til þess að ekkert af því erlenda fólki frá Evrópu, Asíu og Afríku,sem ílentist vestra, hefði fengið að gera það, hefði atvinnulífið þar stöðvast og orðið algert hrun byggðarinnar. 

Nú vinnur erlent fólk og heldur uppi atvinnustarfsemi víða um land, sem svipað á við um og hefur verið á Vestfjörðum, að Íslendingar fást ekki til að vinna þessi störf, sem þó verður að vinna og eru undirstöðustörf, burtséð fá launakjörum. 

Kröfur um að við skellum landinu hreinlega í lás í þessu efni eru stundum hlálegar hjá þeim, sem jafnframt vilja "spara milljarða" með því að sporna við barneignum og minnka þannig "óþarfa" útgjöld, helst að refsa peningalega fyrir að eignast og ala upp börn. 

Þeir horfa alveg framhjá því að barneignir Íslendinga hafa minnkað svo stórlega, að þær nægja ekki lengur til að viðhalda þjóðinni og sjá um nauðsynlega endurnýjun þeim hluta hennar sem er á þeim aldri, sem leggur mest til þjóðrteknanna. 

Enn einu sinni má sjá á bloggsíðum vitnað í skoðanakannananir á Útvarpi Sögu sem sýni glögglega að 90% þjóðarinnar vilji ekki taka á móti 55 flóttamönnum, sem verið er að fjalla um. 

Aðferðin, sem notuð ér á Útvarpi Sögu og Bylgjunni, að varpa fram spurningu og gefa fólki kost á að hringja inn svar, er í besta falli samkvæmisleikur en í raun ekki aðeins kolröng, gagnslaus og villandi aðferð, sem ekkert alvöru skoðanakannanafyrirtæki notar, heldur getur þessi aðferð verið beinlínis skaðleg. 

Sem dæmi um fyrri niðurstöður hjá Útvarpi Sögu má nefna, að fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014 voru Framsókn og flugvallarvinir með meirihluta í borginni í skoðanakönnun í kosningabaráttunni og í forsetakosningunum í fyrra stefndi í yfirburðasigur Sturlu Jónssonar.

Því var hampað svo mikið að þegar úrslitin urðu allt önnur ýjaði vesalings Sturla eðlilega að því að hann myndi láta kanna, hvort rétt hefði verið talið eða brögð verið í tafli.  

 


mbl.is Án innflytjenda væri velmegun minni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Millistéttarfólkið ræður oftast úrslitum.

Barack Obama vissi alveg hvað hann söng 2008 þegar hann sagði það hvað eftir annað í kosningabaráttunni að hann höfðaði til millistéttarinnar í Bandaríkjunum og nefndi hvað eftir annað að yfir 90% fyrirtækja landsins mjög lítil fyrirtæki, oft fjölskyldufyrirtæki. 

Sigmundur Davíð reri á svipuð mið í kosningunum hér 2013 og lofaði millistéttinni ásamt því hátekjufólki, sem hafði tekið stærstu lánin fyrir hrun, gulli og grænum skógum upp á hundruð milljarða króna. 

Þótt engin leið væri að efna svo hrikegt og augljóslega óframkvæmanlegt loforð varð upphæðin samt um 80 milljarðar brúttó í formi að mestu í formi lækkaðs höfuðstóls, en vegna þess hve stór hluti þessarar eftirgjafar var í raun sóttur í ríkissjóð, lendir kostnaðurinn við þetta að stórum hluta á skattgreiðendum, meðal annars þeim sem fengu eftirgjöfina. 

Nýir flokkar hafa margsinni áður hlotið talsvert fylgi hér á landi með því að höfða til þess allt of stóra hluta þjóðarinnar sem býr við óviðunandi lág kjör og allir hafa lofað að hrista upp í skiptingu þjóðarteknanna, meðal annars með "nýjum vinnubrögðum" í stjórnmálum:  

Dæmi:  Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1971, Bandalag jafnaðarmanna 1983, Þjóðvaki 1994, Frjálslyndi flokkurinn 1999, Vinstri græn og Samfylkingin 1999, Borgarahreyfingin 2009 og Björt framtíð og Flokkur fólksins 2016.

Björt framíð er komin í ríkisstjórn og þar með orðin hluti af ríkjandi ástandi í hugum 97,3% þeirra sem gefa upp afstöðu í skoðanakönnunum.

Flokkurinn lofar réttlátari skiptingu þjóðartekna og útrýmingu fátæktar of stórs hluta þjóðarinnar, sem er blettur á íslensku samfélagi.

En til þess að koma þessu í kring stendur flokkurinn frammi fyrir svipuðu vandamáli og allir fyrirrennarar hans, sem hefur ekki tekist þetta, að finna raunhæf ráð til að koma þessu í kring, að koma fram með raunhæfar og framkvæmanlegar tillögur og fá meirihluta fyrir þeim á þingi og í ríkisstjórn.   

Þar strandar ekki aðeins á praktiskum framkvæmdaatriðum, heldur undir niðri á þvi sem nefnt var í upphafi þessa pistils: Millistéttin og hátekjustéttin eru meirihluti þjóðarinnar en lágstéttin er í minnihluta. 

Það hlýtur að vera undirliggjandi ástæða fyrir því, að lök kjör þeirra verst settu, hefur ekki verið svona slæmt svona lengi nema vegna þess að þeir, sem hafa það skárra, eru í meirihluta. 

Það er einn af göllum lýðræðisins, að það eitt gefur enga tryggingu fyrir réttlæti. Engu að síður hefur ekki fundist skárri stjórnarfarskostur. 


mbl.is Flokkur fólksins með 11%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband