Eldvirknin hefur farið sínu fram, og gerir það nú og framvegis.

Fyrir um aldarfjórðungi var Axel Bjðrnssyni jarðeðlisfræðingi falið að gera tillögur um hugsanlegar varnaraðgerðir gegn hugsanlegum umbrotum á Reykjansskaga.  

Axel hóf starfið á því að skipta svæðinu í tvennt, annars vegar sunnan Hafnarfjarðar og hins vegar norðan. 

Hann skilaði bráðabirgðaáliti og fékk þau svör, að byrjað yrði á vinnu við suðursvæðið en norðursvæðiðið yrði látið bíöa, vegna þass að þar væri miklu meira af mannvirkjum og fólki en á suðursvæðinu!  

Dæmigert fyrir stjórnmálamenn, að víkja verkefninu sem lengst frá sér, og því lengra sem hægt er að víkja viðfangsefninu, því betra.  

Þegar skoðuð er eldvirkni á línunni frá Ögmundarhrauni og norður undir Óbrinnishóla sunnan Kaldársels, sést að hún hefur komið fram í eldgosum og hraunstraumum úr mörgum gígum á um hundrað kílómetra löngu svæði og meðal annars runnið til sjávar við Straumsvík og Vellina í Hafnarfirði. 

Þegar jarðvísindamenn benda á þetta núna fá þeir skömm í hattinn hjá stjórnmálamönnum, sem sýnir að framsýnin hefur ekkert skánað síðasta aldarfjórðunginn. 


mbl.is Engir varnargarðar ráðgerðir um Hafnarfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband