Hægt að leita í blogginu aftur í tímann.

Það hefur komið fyrir að fólk hefur viljað geta flett aftur í tímann í blogginu mínu til að finna umfjöllun um eitthvert tiltekið atriði. 

Með góðri aðstoð Láru Hönnu Einarsdóttur setti ég í kvöld upp línu efst vinstra megin fyrir ofan nafnið mitt þar sem hægt er að slá inn leitarorði.

Ég prófaði til dæmis að slá upp nafninu "Sauðárflugvöllur" og fékk strax upp á skjáinn þær færslur helstar sem fjalla um hann.  

Þökk fyrir hjálpina, Lára Hanna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ómar þú meinar Moggablogginu mínu. Bloggar þú ekki líka á Eyjunni? Leitarfúnksjónir eru góðar. Leita oft í mínu eigin bloggi og svo er boðið upp á global leit á Moggablogginu. Hefur bara ekki dottið í hug að aðrir vildu leita í mínu bloggi en þetta er sniðugt. Ætti að standa til boða með einföldum hætti. Margt má bæta á Moggablogginu. Viðmótið þar er samt ágætt.

Sæmundur Bjarnason, 6.1.2010 kl. 02:29

2 identicon

Mér finnst nú google alltaf best... til að leita á blogginu hans Ómars er farið á google... finna allt um Kárahnjúka, setja þetta í leitarbox.

Kárahnjúkar site:omarragnarsson.blog.is

Finna allt sem Sæmi hefur skrifað um Icesave
Icesave site:saemi7.blog.is

Njótið...

DoctorE (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 09:58

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég lét nægja að byrja með leitarforrit fyrir aðra á moggablogginu mínu. Veit ekki hvort þetta er hægt á eyjunni.

Ómar Ragnarsson, 6.1.2010 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband