"Við megum líka..."

Í þessum þremur orðum má forma orkustefnu Kína, Indlands og fleiri þróunarlanda, sem nú ætla að leggja sig fram um að hjálpa okkur Vesturlandabúum að klára hina takmörkuðu orkuauðlind, olíuna, sem allra fyrst og fá að eiga sanngjarnan hlut í þeim mikla en skammvinna auði.  

Við erum búin að fara okkar fram síðustu 60 ár með því að tvöfalda orkunotkun okkar á hverjum áratug frá stríðslokum. Sem þýðir ca 30 falda aukningu á hálfri öld. 

Þegar litið er á línurit yfir orkunotkun mannkyns í gegnum aldir og árþúsund sést, að olíuöldin reisir línuna upp í háan tind, sem þó spannar aðeins örlítið brot af tímalínunni.

Kynslóðir framtíðar munu undrast hvernig upplýst og meðvitað mannkyn hagaði sér á þessum tíma.

Lykilinn að hugsun okkar má finna í kenningu, sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagði frá að hefði verið sett fram á merkilegri ráðstefnu vestur í Bandaríkjunum. Hún er svona: "Við eigum ekki að gera neitt fyrir kynslóðir framtíðarinnar því að þær munu ekki gera neitt fyrir okkur."  


mbl.is Gríðarleg eftirspurn olíu í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það eru til ókjör af brennanlegum orkugjöfum, olíu, kolum og brúnkolum fyrir utan allan olíusandinn.

Spurning:

 "Kynslóðir framtíðar munu undrast hvernig upplýst og meðvitað mannkyn hagaði sér á þessum tíma".

Verður einhver til að undrast?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 14.3.2010 kl. 19:04

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar litið er yfir línuritið fyrrnefnda yfir sögu mannkyns með sinni steinöld og bronsöld, sést vel að þessi "ókjör" sem mönnum finnst vera, duga aðeins í örstuttan hluta af sögunni.

"Verður einhver til að undrast?" er spurt. Og svarið er það að fáar kynslóðir munu hafa jafnmikil völd í hendi til að hafa um það að segja að framtíð mannkynsins sé tryggð, þótt skin og skúrir muni skiptast á eins og ævinlega.

Ómar Ragnarsson, 14.3.2010 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband