Var hægt að gera þetta þrefalt ódýrara.

Eftir að ég og fleiri Íslendingar skoðuðu Ólafshöllina í Þrándheimi fyrir mörgum árum vorum við sannfærðir um að við gætum lært af því samfélagi erlendis sem líkast er okkar og byggt hér alhliða tónlistar-, leik-  og óperuhús fyrir aðeins um þriðjung eða fjórðung af því sem Harpa á að kosta.

Meðal íslenskra kunnáttumanna, sem kynnst hafa húsinu eru Sveinn Einarsson, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri, sem setti þar upp óperuverk og lét afa vel af húsinu. 

Enginn virðist hafa skoðað þá staðreynd þegar farið var af stað með Hörpu, að í Osló og Kaupmannahöfn risu á undan jafn stór og jafnvel betri hús sem keppa þyrfti við ef menn ætluðu að vera gjaldgengir á þeim samkeppnismarkaði sem ákveðið var að fara út í. 

Þegar ég ræddi þessar staðreyndir við íslenska ráðamenn á sínum tíma var svarið: En Reykjavík er höfuðborg en Þrándheimur ekki. 

Í svona svari kemur fram ákveðið oflæti sem oft ræður hér ríkjum. Þess er krafist að Reykjavík sé jafn þéttbýl og með jafn stórum byggingum og milljónahöfuðborgir Evrópu í stað þess að sætta sig við þá staðreynd að Reykjavík er ekkert stærri við það að kallast höfuðborg. 

Eða hvað gætu þá Færeyingar og Grændlendingar sagt um Þórshöfn og Nuuk? 

Ekkert svæði í heiminum svipar jafn mikið til suðvesturhorns Íslands hvað snertir stærð, breiddargráðu, loftslags, menningar og þjóðfélagsaðstæðna og Þrándheimur og Þrændalög. 

En í stórlæti okkar teljum við okkur ekki geta lært neitt af þessum norsku frændum okkar, heldur lítum niður á þá af því að Þrándheimur telst ekki vera höfuðborg. 


mbl.is Harpa stendur vart undir vaxtakostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Það þyjir ekki fínt að gera eitthvað eins og norðmenn gera. Hér þarf allt að vera miklu flottara og dýrara en það sem þeir gera, þó þeir séu mörgu sinnum ríkari en aumingjarnir hér.

Mikilmennskubrjálæðið ræður öllu hér, og menn halda að peningarnir vaxi á trjánum.

Það er líka óskiljanleg ákvörðun að ríkið skyldi yfirtaka þennan kofa og eyða tugmilljörðum í þetta snobbhús. Betra hefði verið að jafna það við jörðu og moka upp í holuna, og jarða þannig Björgólfsminnismerkið.

Hamarinn, 20.5.2010 kl. 08:22

2 identicon

Hönnunin á húsinu er úr hausnum á Björgólfi Guðmundssyni og var aldrei ætlað annað en að vera einsog fallegt skraut við aðalstöðvar Landsbankans sem áttu að rísa á sama svæði.

Ég er viss um að í framtíðinni verður tónlistarhúsið álitið minnismerki um megalómaníuna sem hér reis hæst á árinu 2007 og að núverandi borgarstjóri og núverandi menntamálaráðherra skuli setja stafina sina undir þetta er þeim til vansa.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 09:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hefur nú lítið upp á sig varðandi Hörpu að segja núna að hægt hefði verið að reisa hér tónlistar- og ráðstefnuhús fyrir minna fé.

Byggingin var það langt komin haustið 2008 að ekki var aftur snúið með stærðina en ákveðið var að hafa húsið ódýrara en áætlað var í upphafi og vera þar einnig með óperusýningar.

Hér var fyrir löngu kominn tími til að reisa tónlistarhús og hingað koma mörg þúsund ráðstefnugestir frá Evrópu allt árið, enda þótt mun styttra sé fyrir þá að fara til Þrándheims og Kaupmannahafnar.

Ráðstefnugestir í Reykjavík gista á hótelum, fara margir á Þingvelli, að Gullfossi, Geysi, í Bláa lónið og jafnvel í lengri ferðir, til dæmis til Vestmannaeyja.

Þess vegna velja Evrópubúar að koma á ráðstefnur hér. Ósló og Kaupmannahöfn hafa ekki upp á neitt sambærilegt að bjóða.

Harpa verður opnuð á næsta ári og stórt hótel við hlið hennar árið 2013.

Kvosin og næsta nágrenni, Miðbærinn í Reykjavík, aflar mesta gjaldeyris á landinu með verslunum, hótelum, CCP, Fiskkaupum, Lýsi og HB Granda. Þar er langmesta botnfiskaflanum landað hérlendis og jafnvel í öllum heiminum.


Tónlistarhús eflir einnig tónlistar- og menningarlífið almennt, þannig að öllu samanlögðu er engan veginn hægt að líta eingöngu til þess hvort rekstur hússins standi undir sér, frekar en til að mynda rekstur Borgarleikhússins.

Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 20.5.2010 kl. 11:41

5 Smámynd: Hamarinn

Steini.

Hvað hefur Reykjavík upp á að bjóða sem Oslo og Kaupmannahöfn hafa ekki?

Hamarinn, 20.5.2010 kl. 20:08

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er miklu lengra síðan en 2008 að ég benti á fordæmið í Noregi. Í Ólafshöllinni er allt það sem þarf, hótel, ráðstefnuaðstaða, verslunarmiðstöð o. s. frv. enda gengur rekstur hússins vel.

Ég hef aldrei talið að opinber leikhúsrekstur eða rekstur óperu og sinfóníuhljómsveitar þurfi að bera sig. 

Það hljóta hins vegar að vera takmörk fyrir því hve mörg svona battarí eigi að vera í gangi á sama tíma í ekki stærra borgarsamfélagi en Reykjavík er. 

Ómar Ragnarsson, 20.5.2010 kl. 20:16

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hamarinn.

"Ráðstefnugestir í Reykjavík gista á hótelum, fara margir á Þingvelli, að Gullfossi, Geysi, í Bláa lónið og jafnvel í lengri ferðir, til dæmis til Vestmannaeyja."

Lærðu að lesa. Það getur komið sér vel.

Þorsteinn Briem, 20.5.2010 kl. 20:21

8 Smámynd: Huckabee

Það var frjór jarðvegur fyrir bruðl  þegar húsið var hannað auðvelt hefði verið fyrir núverandi stjórnvöld að gera breytingar til að lækka kostnað við húsið sérstaklega gler stuðlana sem er flókin og dýr framkvæmd og vonandi stenst það veðurfarið .

Við getum þakkað fyrir að þetta fólk stjórnar ekki flugvélum þar sem það hvorki getur snúið við eða endurmetið í tíma  sama hver er ráðherra  kerfið stjórnar  

Huckabee, 20.5.2010 kl. 20:26

9 Smámynd: Hamarinn

Steini Róaðu þig aðeins.

Reykjavík hefur ekki upp á Þingvelli eða Vestmannaeyjar að bjóða frekar en Oslo.

Hefur þú einhvern tíma komið til Noregs?

Kon Tiki, Víkingaskipin gömlu, Fram,Munk safnið,Holmenkollen ásamt ofboðslegri náttúrufegurð.Er þetta ekki eitthvað. Noregur hefur upp á að bjóða mun meira en Ísland. Kynntu þér málin.

Hamarinn, 20.5.2010 kl. 20:34

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson.

Það er ekki neitt "svona battarí" í Reykjavík. Hins vegar var Batteríið skammt frá Hörpu og þar stendur nú Seðlabankinn.

Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið eru
leikhús en ekki tónlistarhús.

Í mörgum tilvikum eru hús fljótlega orðin of lítil og menn óska sér þess að þau hefðu verið reist stærri í upphafi, þar sem dýrt og óhagkvæmt getur verið að stækka þau.

Gert er ráð fyrir að ráðstefnum og ferðamönnum almennt muni fjölga hér mikið á næstu árum, eins og undanfarin ár, að meðaltali um 7% á ári síðastliðin tíu ár, þannig að þeir verði tvöfalt fleiri eftir tíu ár, um ein milljón árið 2020.

Um 5% erlendra ferðamanna hér koma á ráðstefnur, um 25 þúsund manns á ári, fleiri á veturna en sumrin, og ef þetta hlutfall helst verða þeir um 50 þúsund árið 2020.

Mikill áhugi er á íslenskri tónlist erlendis, útlendingar kaupa íslenska tónlist í i stórum stíl í verslunum hér og þeir koma hingað þúsundum saman ár hvert á Iceland Airwaves.

Íslenska óperan, Sinfóníuhljómsveit Íslands og aðrir íslenskir tónlistarmenn koma fram í Hörpu, sem er sérstaklega hönnuð til tónlistarflutnings, þannig að húsið verður mjög vel nýtt frá upphafi.

Þorsteinn Briem, 20.5.2010 kl. 21:17

11 Smámynd: Hamarinn

Ekkert svar Steini?

Hamarinn, 20.5.2010 kl. 21:43

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hamarinn.

Erlendir ferðamenn koma aðallega til Íslands til að sjá og njóta hér eldvirkra svæða, til að mynda í Landnámi Ingólfs Arnarsonar, sem náði frá Ölfusá að botni Hvalfjarðar. Á þessu eldvirka svæði eru til dæmis Bláa lónið, Hveragerði og Þingvellir. Og skammt þar frá eru Gullfoss og Geysir.

Erlendir ferðamenn dvelja hérlendis að meðaltali í viku og þeir fara flestir í miðbæinn í Reykjavík, en ekki til að mynda Kringluna, og í miðbænum gista þeir á hótelum, snæða á veitingahúsum íslenskt sjávarfang og landbúnaðarvörur, til dæmis lambakjöt, sem er þá í raun útflutningur. Og á krám drekka þeir íslenskt öl.

Á Umferðarmiðstöðinni, sem einnig er í 101 Reykjavík, fara erlendir ferðamenn með rútu að Bláa lóninu, Gullfossi, Geysi og Þingvöllum, sem er dagsferð. Og sumir þeirra fara á þessa staði í leigubíl frá Reykjavík.

Erlendir ferðamenn sem gista á hótelum í Reykjavík skoða því mun fleiri staði en Reykjavík eina en þar fara þeir í hvalaskoðunarferðir frá Gömlu höfninni, með bát út í Viðey, hestaferðir, skoða Höfða, Þjóðminjasafnið og íslensku handritin, fara í sund með heitu vatni úr jörðinni, á tónleika með íslenskum hljómsveitum og kaupa hér tónlist með þeim á geisladiskum, svo fátt eitt sé nefnt.

Af öllum þessum vörum og þjónustu er greiddur virðisaukaskattur og þeir sem starfa á hótelum, veitingahúsum, krám og í annarri ferðaþjónustu greiða að sjálfsögðu útsvar og tekjuskatt.

Frá Reykjavík
fljúga erlendir ferðamenn til nokkurra annarra staða á landinu en mestan áhuga hafa þeir á öðrum eldvirkum stöðum og svæðum, til að mynda Snæfellsjökli, Heklu, Vestmannaeyjum, Þórsmörk, Landmannalaugum, Öskju, Herðubreið, Mývatni, jarðböðunum í Mývatnssveit, Ásbyrgi, Hljóðaklettum og Dettifossi.

Undirritaður hefur búið til að mynda í Svíþjóð, Eistlandi og Rússlandi og dvalið í Ósló hjá ættingjum í föður- og móðurætt.

Ósló hefur ekki eldvirk svæði við bæjardyrnar, heitt vatn úr jörðinni, sem hægt er að baða sig í í heimahúsum, hótelum, sundlaugum og Bláa lóninu.

Íslenska hesta
hafa Norðmenn hins vegar keypt í stórum stíl frá Íslandi, líkt og fleiri Evrópuþjóðir. Þúsundir erlendra ferðamanna kaupa hér íslenskt lambakjöt í stórum stíl á veitingahúsum og fara í hvalaskoðunarferðir frá Reykjavík.

Íslensku handritin
eru að mestu leyti í Reykjavík og þar er skráð saga Noregs og Noregskonunga af Íslendingum, löngu fyrir daga Holmenkollen.

Þorsteinn Briem, 20.5.2010 kl. 23:31

13 Smámynd: Hamarinn

Átti þetta að vera fyndið hjá þér Steini.

Bláa lónið er manngerð subbuskál sem þeir láta plata sig ofaní.

Baðstrendur hafa jú norðmenn margar í Oslo.Væntanlega gista útlendingar líka á hótelum í Oslo, borða þar dýrindis Elgkjöt, einnig bestu jarðarber sem eru til ásamt hreindýrakjöti sem ekki kostar tugþúsundir að snæða.

Svo fara þeir í flugvélum til staða á landsbyggðinni, skoða hinn magnaða Geirangursfjörð og hina hrikalegu firðina.

Þegar á allt er litið hafa norðmenn upp á allt að bjóða, nema heita vatnið (sem mjög margir kvarta yfir lyktinni af) sem við getum boðið upp á.

Þessi endalausi rembingur í íslendingum um að við séum mestir og bestir, og að hér sé allt flottast, kom okkur nú aldeilis í koll hér fyrir 2 árum. Ætla menn aldrei að læra að hér býr smáþjóð sem hefur ekki upp á neitt að bjóða sem aðrir hafa ekki.

Hamarinn, 21.5.2010 kl. 00:12

14 Smámynd: Hamarinn

Steini.

Hvaðan kom íslenski hesturinn upphaflega samkvæmt sögunni?

Það eru til svona litlir hestar af norsku kyni í norður Noregi.

Hamarinn, 21.5.2010 kl. 00:17

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hamarinn.

Erlendir ferðamenn koma hingað aðallega til að sjá og njóta eldvirkra svæða en ekki til að mjólka elgi.

Íslendingar eru hvorki betri né verri en til að mynda Norðmenn eða Rússar og skammt er í að Óslóbúar af erlendu bergi brotnir verði fleiri en þeir sem eru af norskum uppruna.

Rúmlega eitt þúsund Íslendingar búa í Ósló og hérlendis býr svipaður fjöldi Norðmanna, flestir í Reykjavík, þannig að hlutfallslega fleiri Norðmenn búa í Reykjavík en Íslendingar í Ósló. Í Ósló búa 575 þúsund manns en 118 þúsund í Reykjavík.

Eurovision
í næstu viku verður í Gamle Snarøyvei 21 í Bærum. Samt halda langflestir sem ekki búa í Noregi að keppnin verði haldin í Ósló.

Gestir Bláa lónsins voru tæplega hálf milljón í fyrra
, flestir erlendir, en starfsmenn um tvö hundruð og heildartekjur Bláa lónsins voru 1,26 milljarðar króna árið 2006.

Árið 1987 var opnuð þar baðaðstaða fyrir almenning og 1992 var Bláa lónið hf. stofnað. Árið 1994 tók það yfir rekstur baðstaðarins, í kjölfarið var opnuð þar göngudeild fyrir psoriasis- og exemsjúklinga og fyrstu Blue Lagoon-húðvörurnar komu á markað.

Efnasamsetning
vatnsins skiptir mestu máli fyrir Evrópubúa en hitastigið hins vegar fyrir Japani og Bláa lónið hefur fengið verðlaun sem besta náttúrulega heilsulind í heiminum.

Tillaga um aðgang að hinum gríðarstóra Þríhnúkagíg, sem er í Reykjanesfólkvangi í lögsögu Kópavogs, birtist í grein í Morgunblaðinu 4. janúar 2004. Þar er lagt til að aðgengi að gígnum verði um 200 metra löng göng inn á svalir í gígnum.

Svalirnar stæðu út í rýmið í miðjum gígnum á 64 metra dýpi og í 56 metra hæð frá gígbotninum. Útsýni niður í gígpottinn yrði æði mikilfenglegt og tvö 20 hæða hús myndu komast fyrir neðan svalanna.

Ef Þríhnúkagígur fengi sömu aðsókn og Bláa lónið, um hálfa milljón gesta á ári, en aðgangseyrir að gígnum yrði tvisvar sinnum lægri, tvö þúsund krónur, yrðu tekjur þar af aðgangseyri um einn milljarður króna á ári og kostnaðurinn við framkvæmdirnar greiddur upp á einu ári en hann er um 900 milljónir króna.

Aðgengi Þríhnúkagígs - Nóvember 2009, sjá bls. 48

Þorsteinn Briem, 21.5.2010 kl. 03:35

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Turn Holmenkollen-skíðastökkpallsins, sem er 60 metra hár, kæmist tvisvar sinnum fyrir inni í Þríhnúkagíg, þar sem gíghvelfingin er 120 metrar á hæð og þvermálið á botninum er 50 metrar, sem er mesta breidd Hallgrímskirkju.

Turn Hallgrímskirkju, sem er í 101 Reykjavík, er um 75 metra hár og hún er fjölsóttasti ferðamannastaðurinn í Reykjavík.

Aðgengi Þríhnúkagígs - Nóvember 2009, sjá teikningu á bls. 10


Holmenkollen ski jump
"Today's tower extends 60 meters above ground, and 417 metres above sea level. The current record of 139.5 meters was achieved by Andreas Kofler of Austria on 14 March 2010."

Þorsteinn Briem, 21.5.2010 kl. 06:32

17 Smámynd: Hamarinn

Vá maður, það er sennilega ekki til álíka land í heiminum eins og hrunsögueyjan Ísland.

Hamarinn, 21.5.2010 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband