"Ring generalship".

Ofangreint hugtak er notað í hnefaleikum varðandi stigagjöf og lýtur að því að sá keppenda, sem ræður ferðinni og bardagaaðferðinni í viðureigninni, nýtur þess í stigagjöf.

Besti flokkurinn sýndi "ring generalship" í borgarstjórnarkosningunum á ýmsan hátt, til dæmis með því að velja sér algerlega nýja aðferð spaugs og gríns sem keppinautarnir vissu ekki hvernig ætti að bregðast við. 

Þeir höfðu greinliega aldrei búist við að fást við slíkt og fundu ekki svar. Sama átti við um fjölmiðla. 

Þegar Jón Gnarr setti fram stefnumálin varðandi hvítflibbafangelsi og hvítabjörn í Húsdýragarðinum, gjaldtökuhlið milli Reykjavíkur og Seltjarnarness og fleira í þessum dúr, hafði hvorki neinn fjölmiðla né keppinauta fyrir því að kanna þessi mál. 

Kannski af því að þau áttu hvort eð er að vera grín eða vegna þess að það var ómögulegt að vita hvort þau væru grín. 

Þegar síðan Jón Gnarr er að taka við borgarstjórastöðu og heldur fast við þessi mál og segir, að auðvitað hafi þetta verið alvara, fara menn fyrst að kanna þau eins og raunar hefði átt að gera strax í upphafi. 

Besti flokkurinn var sem sagt "hershöfðinginn í hringnum" í aðdraganda kosninganna, réði ferðinni, umræðuefnunum, bardagavettvangi og bardagaaðferðum. 

Keppinautarnir áttu hvorki plan A eða plan B um viðbrögð og niðurstaða kosninganna varð eftir þessu. 


mbl.is „Tóku fjölmiðla með áhlaupi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alröng þvæla hjá Þorbirni Broddasyni. Sigur Besta flokksins fólst eingöngu í að fólk hafnaði fjórflokknum. Frammistaða Besta flokksins í fjölmiðlum var ekkert spes.

valdimar (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 06:58

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Ómar og Þorbjörn eru nokkuð sammála um að "sá sem heldur um stjórnartaumana" stjórnar umræðunni. Það er spurning hvort þetta á í ríkara mæli við sitjandi meirihluta eða ríkisstjórn, eða þann sem nær bestum árangri í að fanga athygli fjölmiðla og almennings.

Þorbirni er ekki ljúft að viðurkenna ágæti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem hrífandi stjórnmálamanns, þar sem hún er í röngum flokki

Undirritaður vill halda því til haga að hún hafi með framgöngu sinni unnið flokknum mikið gagn, flokki sem er illa skaðaður eftir "laissez-faire" stjórnun landsmálanna síðustu misserin fyrir hrun.

Flosi Kristjánsson, 11.6.2010 kl. 11:32

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ljóst af viðbrögðum margra að Hanna Birna kom á óvart í embætti borgarstjóra og skoðanakannanir sýndu að án framgöngu hennar hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið minna fylgi en hann fékk.

Ómar Ragnarsson, 11.6.2010 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband