Þegar 66 ára gömul fyrirætlan mistekst, hvað þá?

Þegar stjórnarskrá lýðveldinsins var samþykkt fyrir 66 árum var það yfirlýst markmið að endurskoða hana og voru skipaðar nefndir til þess arna bæði þá og síðar. Þeim mistókst það ætlunarverk sitt að undanskildu því að kjördæmaskipan var tvívegis breytt og í síðara skiptið sett inn mannréttindaákvæði.

Það er rétt hjá Heimdellingum að léleg stjórnarskrá olli ekki Hruninu heldur fyrst og fremst siðrof í þjóðfélaginu. En stjórnarskráin hjálpaði ekki til og yfirgengilegt ofríki og nánast alræði framkvæmdavalds sem var í raun í höndum tveggja manna í upphafi okkar aldar ætti ekki að geta átt sér stað.

Fyrst margyfirlýstur vilji til að endurskoða stjórnarskrána fékk ekki framgang, hvað er þá að því að reyna aðra leið nú?

Meirihluti þingmanna er við hverjar kosningar í svonefndum "öruggum sætum" þegar kosið er og í raun ráða kjósendurnir engu um það í kjörklefunum.

Það fyllir því þessa þingmenn öryggisleysi ef kjósendur fá tækifæri til að raða sjálfir í kjörklefanum og hafa úrslitavald um röðunina.

Þetta er gert í nokkrum löndum og hefur reynst vel til að auka beint lýðræði. 

Á Stjórnlagaþinginu verður að taka persónukjör til skoðunar, að minnsta kosti að leyfa þeim framboðum sem það vilja, að viðhafa persónukjör á sínum listum á þeim eina stað þar sem það virkar best og beinast, í kjörklefanum sjálfum. 

Aukin mannréttindi, jafnrétti lýðræði og frelsi ættu að vera keppikefli í nýrri stjórnarskrá og finnst mér alveg sérstaklega dapurlegt að sjá gamaldags flokkshesta sjónarmið skína í gegnum ályktun ungs fólks eins og nú gerist hjá Heimdalli. 

Bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur, aukið þingræði og sjálfstæði dómsstóla, jöfnun atkvæðavægis, ákvæði varðandi rétt komandi kynslóða og sameining forseta- og forsætisráðherraembættins í eitt embætti þjóðhöfðingja, sem væri oddviti ríkisstjórna og kjörinn beint af þjóðinni, - maður hefði haldið að eitthvað af þessu tagi kæmi frá ungu fólki. 

Nei, það vill bara hafa allt í sama farinu á sama tíma sem ég, sem er á áttræðisaldri, vil beita mér fyrir því ef ég næ kjöri til Stjórnlagaþings að svona hugmyndir verði skoðaðar og ræddar þar af yfirvegun og stillingu.

 

 

 
mbl.is Heimdallur telur stjórnlagaþing skrípaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ómar, ég er alveg sammála þér að það þarf að auka beint lýðræði. Í dag erum við þó með nokkurs konar útfærslu af persónukjöri.

Kjósendur greiða flokkslistum atkvæði að en þingmenn geta þó haldið sæti sínu þó svo þeir skipti um flokka á kjörtímabilinu. Ef þeir geta ekki setið í skjóli þess flokks sem veitt þeim brautargengi eiga þeir að segja af sér þingmennsku en ekki svíkja kjósendur sína með þessum hætti. Mér finnst þettar öfugsnúið og í raun slæm útgáfa af persónukjöri

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.11.2010 kl. 16:05

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég bind frekar miklar vonir við þetta stjórnlagaþing. Vonandi tekst þetta vel og þeir sem fá kosningu vinna af hjarta og sál. Ég verð því miður að vera sammála þér í því að yngra kynslóðin er upp til hópa ekki nógu vel upplýst og kærir sig ekki um að setja sig inn í málin. En kynslóðin  eyðsluþjóðfélagsins á eftir að læra, það er alveg á hreinu.

Úrsúla Jünemann, 3.11.2010 kl. 17:17

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur, Ómar.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.11.2010 kl. 21:00

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það má eflaust breyta mörgu til betri vegar í stjórnarskránni, þó í meginatriðum sé hún góð. Skora á alla þá sem taka þátt í þessu blessaða stjórnlagaþingi( sem ég er reyndar hræddur um að þingheimur taki síðan takmarkað mark á) að beyta sér nú fyrir því að með einhverjum hætti verði fólki ekki heimilt með nokkru móti að sitja lengur en tvö til þrjú kjörtímabil á Alþingi samfellt og að að þeim tíma liðnum hafi það ekki rétt til frekari þingsetu. Með þessum hætti yrði tryggt að ekki yrðu til fleiri pólitískir óþverrar, kóngar eða drottningar á þingi sem telji sig yfir allt og alla hafna og maki sinn og sinna krók.

Halldór Egill Guðnason, 3.11.2010 kl. 21:30

9 Smámynd: Birnuson

Sammála Halldóri Agli: þingsetan má ekki verða ævistarf. Svo þarf að binda kosningarétt við þá sem hafa náð 25 ára aldri. Ábyrgðarlausir unglingar eiga ekki að kjósa stjórn landsins.

Birnuson, 4.11.2010 kl. 01:41

10 identicon

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni! Ég er hjartanlega sammála þér pabbi minn.

Ragnar Ómarsson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 20:24

11 Smámynd: Teitur Haraldsson

Birnuson:
Það er ekkert í núverandi stjórnarskrá sem telur ungmenni minni ríkisborgara en okkur eldri.
Í raun ættu allir að fá að kjósa, óháð aldri.

Mikið væri gaman að fá að vita hver afstaða þín er til forsetavalds Ómar?

Teitur Haraldsson, 16.11.2010 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband