Sonarbetrungur.

Stundum er orðið föðurbetrungur notað um mann, sem tekur föður sínum fram. En um Bushfeðgana, sem voru forsetar Bandaríkjanna, má nota öfuga tengingu, - sá eldri er sonarbetrungur hins yngri.

Þar ekki annað en að skoða þann himinhrópandi mun sem var á því hvernig hinn eldri stóð að Flóastríðinu 1991 og síðan hvernig hinn yngri hagaði sér í Íraksstríðinu, sem hófst 2003 og sér ekki enn fyrir endann á. 

Ástæðan hjá báðum var hins vegar í grunnin hin sama, enda áttu þeir ekki aðeins þjóðarhagsmuna Bandaríkjanna að gæta, heldur sinna eigin. 

Bush eldri varð nefnilega milljónamæringur vegna olíugróða og lagði þar með grunn að velgengni þeirra beggja. 

Á sama tíma og CIA-menn (Bush eldri var á tímabili forstjóri CIA) þurftu nýja og nýja passa til að komast inn í Hvíta húsi, gengu æstu menn olíufélaganna út og inn með eilífðarpassa. 

Reagan fær yfirleitt allan heiðurinn af því að hafa unnið Kalda stríðið, en þegar hann fór frá í ársbyrjun 1989 kom það í hlut Bush að vinna úr því eldfima og viðsjárverða ástandi sem skapaðist og það gerði hann af mikilli stjórnkænsku. 


mbl.is George H.W. Bush fær orðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla nú aðeins að gefa smá innlegg og bæði að koma búska gamla til varnar, en samt gagnrýna hann.

Hann var nefnilega hinn mesti töffari á sínum sokkabandsárum, og flaug Grumman Avenger (TBM) flugvélum fyrir flotann. Kallinn var í sínu djobbi á Kyrrahafi og var skotinn niður ásamt nokkrum öðrum. Japanir náðu öllum nema hinum heppna Bush, sem fannst á reki af samlöndum sínum á kafbáti. Hinir, sjö voru þeir eða níu voru seinna afhausaðir af japönskum sið.

Litli búski varð orrustuflugmaður í flughernum, og sumir vilja meina að gamli hafi togað í spotta til að hann yrði ekki sendur til Víetnam, - hann var alltaf heima. Aðrir eru enn grimmari og benda á að sá gamli hafi togað í spotta til að sá stutti hafi fengið prófið, en hann hafi einfaldlega ekki verið nógu góður til að senda hann í eitthvað tusk. En illt er valið.

En hvað varðar Írak I. var ég alltaf viss um að gamli búskur hefði gert stór mistök, og það rættist við Írak II. Hann kláraði ekki málið, og bjó þar með til sama jarðveg og sáð var í eftir Versalasamningana. Þjóðverjar fengu þá flugu í hausinn að þeir hefðu eftir fyrra stríð verið ósigruð þjóð, bara sviknir af sínum mönnum og nágrönnum sínum. Og Írakar á sama hátt héldu meir að segja aðal-skúrkinum í stólnum. Sigrar þeirra voru gífurlegir, þar sem þeir náðu stundum að stinga haus upp úr holu án þess að hann væri skotinn af. Og enn þann dag í dag eru þeir að vinna þetta með því að tæta hvern annan í spað.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband