Samgöngubylting.

Lítum á nokkra minnisverða áfanga í samgöngum til og frá Íslandi.

Ekki er vitað hvenær fyrst var siglt til Íslands, en reglubundnar siglingar hófust eigi síðar en á níundi öld. 

Slíkar siglingar urðu svo nauðsynlegar, að eitt af aðalatriðum Gamla sáttmála 1262 er að Noregskonungur tryggi þær. 

Þær urðu afar stopular yfir veturinn eins og sést af því að allt fram á síðari hluta nítjándu aldar gátu liðið nokkrir mánuðir án þess að Íslendingur vissu, að þjóðhöfðingi landsins væri látinn og annar tekinn við.

1924 var í fyrsta sinn flogið til Íslands.

Þegar stríðinu lauk 1945 voru komnir flugvellir og tvö íslensk flugfélög hófu millilandaflug og samkeppni var í millilandaflugi fram á áttunda áratuginn.

Þá tók við einokun þegar flugfélögin tvö sameinuðust og það ástand stóð fram til ársins 2003 þegar samkeppni hófst að nýju. 

Ég held að fáir hafa áttað sig á því hvað þetta var mikil bylting. Ef við berum samann ástandið 2002 og það sem verður á þessu ári er í raun um samgöngubyltingu að ræða, sem hefur gagnger áhrif á kjör og menningu þjóðarinnar. 

Menn geta leikið sér að því að finna ókosti þess að fólk hefur nú frelsi til að fara til og frá landinu og á því auðveldarar með að flytja héðan, bæði sjálft sig og starfsemi sína. 

En kostirnir eru miklu fleiri. Víðsýni eykst og þótt hugtakið "útrás" hafi á sér fremur neikvæða merkingu um sinn og að tengja megi hana við samgöngubyltinguna 2003 af því að hvort tveggja hófst á sama tíma, megum við ekki draga okkur inn í skel einangrunar. 

Þetta er hliðstætt því þegar menn fundu upp eldinn og stóðu andspænis honum eins og börn. 

"Brennt barn forðast eldinn" segir máltækið, en það á við um eðlilega varúð við að beisla hann og nota. 

Þegar litið er á hinn gríðarlega vöxt ferðaþjónustu síðustu árin og margt annað gott sem hefur leitt af sér er ástæða til að fagna henni en ganga samt hægt um gleðinnar dyr. 


mbl.is Þrettán erlend flugfélög með flug hingað í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vafasamt að segja hvorir kostirnir vegi meir, einangrun eða samgöngur.  Það verður að líta á þetta úr stærra samhengi, Ísland var einangrað í þúsund ár og á meðan Ísland var fátækt land, þá voru þeir ekki eltir og drepnir, eða hengdir fyrir að skjóta hjört, eða stela eppli sér til ætis.  Íslendingar áttu nógan fisk að éta, á meðan Svíar sultu drottni sínum og flúðu til Ameríku sér til björgunar.

Um allan heim finnast leifar af gömlum þjóðum, sem þar hafa í eina tíð verið.  Þó svo að stærsti mismuninn sé að finna Asíu, þar sem Asíumenn og Evrópubúar mættust.  Þá er sama á tengnum meðal allra þjóða, og þjóðarbrota.

Því þarf ætið að gæta varúðar ... án þess að vera of hræddur, til að þreifa eftir dyrum og gættum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 12:17

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki er það nú alls kostar rétt að Íslendingar hafi ekki þurft að glíma við hungurvofuna, því að mörg hallæri riðu hér yfir þar sem fjöldi fólk svalt.

Refsingar fyrir sauðaþjófnað voru hér afar harðar og gáfu ekki eftir svipuðum refsingum í öðrum löndum. 

Fróðlegt var að heyra Illuga Jökulsson rekja í útvarpi hvernig það varðaði refsingu og fangelsun ef fólk í vistarbandi dirfðist að fara inn á afrétt án leyfis húsbænda sinna langt fram eftir 19. öld. 

Ómar Ragnarsson, 2.3.2011 kl. 21:11

3 identicon

Þar sem ég er suðurstrendingur verð ég að árétta það, að sjófang var hér engan veginn í neinum gnægtum heilt árþúsund. Og það útræði sem stundað var af strönd kostaði margt mannslífið,- þá helst þá yngstu og hraustustu.

Nú kunna menn að segja að það sé bara smá svæði sem býr við þetta, - en þetta er nú bara mjög stór hluti af strandlengjunni, - frá Stokkseyri og meira og minna til Hornafjarðar. Og á þeim tímum bjuggu þarna nokk margir.

Allt fram á stríðsár var oft bras með ferskan mat, og fiskur oft ekki fáanlegur nema brimsaltaður 3.flokks. Þar sem ég bý nú (rétt hjá Hvolsvelli) var eina áreiðanlega ferska fæðan í boði bara gamla góða kúamjólkin, - allt annað var saltað, reykt, eða þá kartöflur. Þetta gilti fram yfir 1940. Að veturlagi þ.e.a.s.

Mamma mín fékk reyndar appelsínur 1943, - frá Amerískum hermönnum. Það þótti heldur betur magnað. Heil 6 stykki.

Ekki voru menn nú eltir og drepnir hér um slóðir fyrir að reyna að bjarga sér, og ýmislegt var etið sem enginn myndi leggja sér til munns, t.a.m. "Hraun" sem var vel-kæstur kýrhaus og étinn með skeið, o.þ.h. En reyndu menn að bjarga sér með þjófnaði, þá gátu þeir fengið snöruna, og í Hvolsgilinu voru hengdir Þjófar á 19. öld.

Hér var sultur og seyra. Það var einokun í vöruskiptum. Tíðarfar var um langa hríð erfitt, - litla ísöld, og svo eldgos. Það var hungur á Íslandi, fólk svalt og fraus í hel sitt á hvað.  Skortur á almennilegum málmum, timbri og amboðum var þjóðinni gífurlegur Akkílesarhæll, svo og það að hafa nánast ekkert vald yfir vöruskipta-verðmætum. 

Því verð ég að segja, Bjarne, að saðhæfing þín um vel-fisk-alda Íslendinga er tómt kjaftæði, og reyndar pistill þinn allur. Algert bull. Íslendingar dingluðu sitt-hvoru-megin við 50 þúsundin árhundruðum saman eftir söguöld, og ástæðan var einfaldlega fóðurfræðilegs eðlis. Skerið gaf ekki á meira til matar en það. Þetta breyttist ekki fyrr en á 20. öld að marki. Þar eru byltingar í amboðum, útgerð og aðföngum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband