Hógvær snillingur.

Helgi Tómasson er einn af bestu sonum Íslands eins og sést á sessi San Francisco-ballettsins í balletheiminum.

Ég hef áður orðað þá hugmynd að stytta af honum verði reist framan við Þjóðleikhúsið í ballettstellingum og styttur af Björk og Vigdísi á viðeigandi stöðum. 

Á sínum tíma var Helgi í fremstu röð ballettdansara heimsins. Eitt sinn er hann kom til heimalandsins, spurði fjölmiðlaamaður hann: "Hver er besti ballettdansari heims? Er það Nurejev?" 

Helgi svaraði hógværlega: "Það er ekki hægt að svara svona spurningu. Við erum fjórir." 


mbl.is Helgi risi í ballettheiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband