Að þekkja sinn vitjunartíma.

Ef Hosni Mubarak hefði nú bara þekkt sinn vitjunartíma og afsalað sér völdum fyrir nokkrum árum eftir að hafa undirbúið vandlega það sem tæki við. Sennilega hefur hann aldrei heyrt talað um að grafreitir heimsins séu fullir af ómissandi fólki.

Ef Davíð Oddsson hefði nú bara þekkt sinn vitjunartíma eftir átta ára setu í valdamesta embætti landsins og alls 17 ára samfellda sigurgöngu í stjórnmálum og byrjað að skrifa þær frábæru bækur, sem hann hefði getað skrifað. 

Stjórnmálaferill hans 1982-1998 hefði orðið einstæðum ljóma vafinn. 

Ef Muhammad Ali hefði nú bara þekkt sinn vitjunartíma eftir þriðja bardagann við Ken Norton 1976 og sleppt því að láta höggharðasta hnefaleikara sögunnar, Earnie Shavers, berja sig jafn mikið og fast og tugir annarra hnefaleikara höfðu gert á undan honum.

Ef Joe Louis hefði bara staðið við yfirlýsingar sínar um að hætta 1947 eftir langlengstu meistaratíð sögunnar og flesta bardagana, þar sem hann hafði varið titil sinn. 

Ef De Gaulle hefði hætt tveimur árum fyrr o. s. frv. o. s. frv....

Sagan geymir óteljandi dæmi um rangt val manna, sem gátu valið um að setja punktinn við glæastan feril og hafið jafnvel annan í staðinn en mátu stöðuna ekki rétt.

En auðvitað er hægara um að tala en í að komast. 


mbl.is Mubarak fékk hjartaáfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viss um að þetta atferli manna, að halda völdum með öllum tiltækum ráðum, flokkist undir einhverskonar sjúkdóm skildum heilkenni.

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 20:49

2 identicon

Hugsið ykkur þá Churchill. Hann var eiginlega heppinn að tapa kosningu eftir seinna stríð, en ferillinn var ekki aldeilis búinn eftir það. Og Klemens kallinn sem tók við eftir stríðið var kannski akkúrat rétti maðurinn við þær kringumstæður.

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 08:01

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ef Ómar Ragnarsson hefði nú sleppt því að fara út í pólík ...

Fyrirgefðu, ég gat bara ekki stillt mig. Hef í raun ekkert út á það að setja að þú hafir ákveðið að láta til þín taka í stjórnmálum. Sakna bara skemmtikraftsins og fréttamannsins.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.4.2011 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband