Þurr aska eða blaut.

Vegna þess að Hekla getur gosið hvenær sem er og búast má við aukinni gosvirkni í Vatnajökli næstu áratugi þarf að stunda nýja fræðigrein af kappi með bestu fáanlegu tækni og tækjum, fræðigrein sem gæti heitið öskuflug.

Öskuflugið getur skipst í nokkra flokka.  Eitt er það flug sem stundað var á flugvöllum landsins í dag, en það var að mestu sjónflug í afar góðum skilyrðum, heiðríkju og eins björtu vorveðri og hugsast getur. 

Á slíkum dögum sjá flugmennirnir hvort þeir eru að fljúga í öskumettuðu lofti og því fráleitt að láta tölvur í London segja mönnum að flugleiðirnar liggi í gegnum öskuský. 

Öðru máli gegnir um flug í skýjum og rigningarúða. Þá er askan leðjukennd og þar að auki ekkert skyggni hjá flugmönnum, þannig að þeir geta ekki varast öskuský. 

Sé loftið þurrt og engin ský ættu flugmenn að eiga auðvelt með að meta hvort öskumistur sé meira en framleiðendur hreyflanna gefa upp sem mörk þess sem hreyflarnir þoli. 

Samkvæmt mælingu í fyrradag virðist mega miða við að sé skyggni meira en 5 kílómetrar í öskumettaða loftinu sé óhætt að fljúga í gegnum það á þotu. 

Á flugi mínu austur yfir Grímsvötn í kvöld var rigningarúði og lélegt skyggni á hluta leiðarinnar. 

Þar flaug ég á einum stað í gegnum dökka rigningarskúr og mátti þá greina örlitla gráa slikju á framrúðunni, sem þvoðist reyndar strax aftur í burtu enda beygði ég vélinni til að fljúga inn í ljósari hlutann af þessari skúr. 

Það hefur verið ánægjulegt að fljúga með mælingarmenn fyrir Isavia í dag til þess að halda flugvöllum landsins opnum, því að ella hefði þeir verið lokaðir í samræmi við það sem tölvurnar í London segja. img_0036.jpg

Að vísu virðast ekki allir ánægðir. Í athugasemd manns nokkurs við blogg mitt gagnrýnir hann mig harðlega fyrir að vinna að því að etja fólki út í lífshættulegt flug og hefði raunar átt að vera búið að taka af mér flugréttindin fyrir löngu fyrir fífldjarft flug.

Þúsundir flugfarþega, sem flugu um íslenska flugvelli í dag hafa líklega ekki gert sér grein fyrir því "fífldjarfa" flugi sem það stundaði í heiðríkjunni og ekki heldur áttað sig á því að íslensk flugmálayfirvöld skyldu vera að véla það út í lífshættulegt flug sem gæti kostað mörg mannslíf. 

Kannski var eitthvað af þessu fólki farþegar í innanlandsflugi í fyrra þegar mesta öskufall og öskumistur sögunnar mældist í Reykjavík en var alveg pallrólegt því að í tölvunum í London var loftið hreint og tært. 


mbl.is Öskuskýin dreifast víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tjuhh, ég skal sko skondra með þér aftur Ómar minn ef pláss er og gef ekki mikið fyrir fífldirfsku-skilgreininguna.

Nú fer vonandi að styttast í það að hægt verði að skoða Grímsvötn almennilega. Þetta hlýtur að vera rosalegt þarna. Verst að þetta er góðum 120 km lengra en Eyjafjallajökull....frá mér ;)

60 gráður, 160 km, og cruising alt hva, - 8000 fet?

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 10:26

2 identicon

Hérna er nýlegt um málið frá BBC

http://news.bbc.co.uk/today/hi/today/newsid_9496000/9496065.stm

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband