Gjaldþrot "stórkarlastefnu" í landbúnaði.

Þegar Hitler skrifaði Mein Kamph var eitt af lykilatriðunum "drang nach Osten - lebensraum" eða þörf þess fyrir Þjóðverja að tryggja "lífsrými" sitt með sókn til austurs, allt austur að Úralfjöllum.

Lykillinn að þessu voru svæði sem þá var litið á sem kornforðabúr, einkum í Suður-Rússlandi og Úkraínu.

Stalín innleiddi landbúnaðarstefnu sem ég vil kalla samheitinu "stórkarlastefna", það er, að taka jarðnæði af smábændum og koma á stórkarlalegum ríkisvæddum samyrkjubúskap.

Griðasáttmáli Stalíns og Hitlers 23. ágúst 1939 var mikill sigur fyrir Hitler, því að nú gat hann einbeitt sér að því að afgreiða Vesturveldin fyrst áður en hann réðist til atlögu við Rússa.

Tvennt hafði reynst Þjóðverjum erfiðast í fyrri heimsstyrjöldinni. Annars vegar að þurfa að berjast á tvennum vígstöðum. Hins vegar að vera nærri því að verða sveltir til bana.

Samingurinn við Stalín tryggði Þjóðverjum á friðsamlegan hátt næg matvæli og auk þess frið við austurlandamærin.

Á síðustu áratugum kommúnismans í Rússlandi beið "stórkarlastefnan" skipbrot. Landið, sem áður var "kornforðabúr Evrópu" varð nú háð innflutningi á korni.

Sama hefur nú gerst í Norður-Kóreu.

En þetta er líka að gerast á heimsvísu, því að alþjóðleg stórfyritæki ryðja nú burtu dreifðu eignarhaldi í landbúnaði  og valda vaxandi tjóni í landbúnaðarframleiðslu og verslun með landbúnaðarvörur.

Til lítils er að hafa ákvæði um tryggt fæðuframboð í stjórnarskrám 22ja landa ef hungurvofan læsir krumlum sínum um hvert landið af öðru.


mbl.is Leggja mat á hungursneyð N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hitler kallinn hafði nú fleira uppi í erminni en þetta, enda snerust viðskipti við Sovétmenn um margt annað mikilvægara en mat.

Hann þekkti vel hvernig þetta var fyrir stríð og í því fyrra, og tók því þann pól í hæðina að tryggja ákveðið fæðuoryggi. Það var t.a.m. farið vægt í herskyldu gagnvart bændafólki.

Tengdafólk mágkonu minnar (þýskrar) og svo foreldrar þeirra voru upp til hópa bændur, og enginn úr þeirri fjölskyldu skyldaður í herinn.

Ekki dugði þetta þó alveg til, þannig að hernumdu ríkin í V-Evrópu urðu næsta matarkista Hitlers, og tryggði nokk af mat eftir að stríðið við Sovétmenn hófst. Ekki urðu nú nasistar vinsælir fyrir þetta.

Fyrir vikið, fór hungur ekki að sverfa að Þjóðverjum að ráði fyrr en 1943 með skömmtunum og slíku, en Bretar, sem voru háðir innflutningi langt um, þurftu að fara að skammta vorið 1940, og það nokkuð þröngt.

En talandi um stórkallastefnu í þessu, þá voru Sovétríkin sálugu rétt fyrir hrun orðin háð korninnflutningi frá kornbýlum Bandaríkjanna, og það eru nokkuð stórar framleiðslueiningar sko....

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 15:05

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Islendingar- meira að segja heildsalar sem vilja fella niður landbúnað til að hagnast á innflutningi- hljóta að sjá fyrr eða síðar að að það verður kannski ekki altaf hægt að flytja allt inn.

 Við getum ræktað þetta land milli fjalls og fjöru og ef Orkan er nytt til gróðurhúsa getum við lifað á að flytja út vistvæn matvæli. En íslendingar eru að reyna að verða ríkir á öðru- væri ekki gott ef þessir prangarar færu að reyna að flytja vörur út í staðinn fyrir inn ?

   Þeir sem ætla að kaupa erlenda vöru vera allavega að eiga gjaldeyri fyrir henni.

En við eigum allt her heima- vantar ekkert frá öðrum.

Erla Magna Alexandersdóttir, 17.10.2011 kl. 18:10

3 Smámynd: Sævar Helgason

Fáar atvinnugreinar eru jafnháðar innflutning og landbúnaður. Við höfum grasið,vatnið og bóndann og skepnurnar-allt annað sem til þarf við nútíma landbúnað er innflutt. Mest er innflutt vegna svína og kjúklingaiðnaðar. Olía og vélar vega þyngst.

Sævar Helgason, 17.10.2011 kl. 18:25

4 identicon

Kim Jong Il er of upptekinn að láta þjóðina undirbúa athafnir eins og á Arirang leikvanginum en að huga að matvælaframleiðslu

Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=_Fjv0TrqqK4 

http://en.wikipedia.org/wiki/Arirang_Festival

Ari (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 18:27

5 identicon

Satt er þetta Sævar.  Við höfum reyndar landið, vatnið, bústofninn og svo þessa fækkandi þrjósku bændur fram að tefla. Allur tækjakostur og svo mikið af fóðri og sáðvöru er jú innflutt.

Maður spyr sig hversu "íslenskt" svína og hænsnakjötið sé. Fóðrið er að mestu innflutt (held að það séu 3 svínabú sem standa sig með glæsibrag í ræktun), búin undir bönkum, og flest án ræktunarmenningar (er ekki hellings svína-haugur sem fer í sjó?)

Slátrunin er þó íslensk, og við erum á mun betri salmonellustaðli en hinir....þannig að....ekki er allt til einskins.

Öðru máli gegnir um mjólk, lambakjöt, nautakjöt o.þ.h., - mest framleiðslan á innlendum grunni.

Tækjakostur hefur alla tíð að mestu verið innfluttur, enda eðlilegt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband