Taka þeir "íslensku aðferðina"?

Íslendingar voru áratugum saman með sérstakan sumartíma, sem hlaut nafnið "hringlið með klukkuna." Síðan fórum við með klukkuna yfir á Greenwich-tíma, sem kom til góða á sumrin á þann hátt að fólk fékk eina viðbótarklukkustund síðdegis með aðeins hærri sól til að njóta góðviðrisdaga.

Á móti kom sem óhagræði, að með færslunni lengist sá tími á veturna sem menn eru að paufast til vinnu og hefja vinnudaginn í myrkri.  

Það hafði líka áhrif á þessa ákvörðun okkar að samskipti við Evrópu voru auðveldari þegar vinnutími okkar færðist einni klukkstund nær þeirra vinnutíma.

Svipuð rök virðast nú uppi á Bretlandi fyrir því að flýta klukkunni þar með svipuðum rökum og við færðum fyrir okkar færslu á sínum tíma.

Vilhjálmur Egilsson flutti tillögu um það að við flýttum klukkunni um tvær klukkustundir í staðinn fyrir eina, og ef Bretar færa sína klukku, fær Vilhjálmur kannski auka rök fyrir sinni tillögu.

Þá fer ástandið kannski að vera líkt því sem var hér varðandi tímasetningu kvöldfréttatímanna, sem fyrir daga sjónvarpsins voru í útvarpinu klukkan átta, en nú hefur útvarpsfréttatíminn færst um hvorki meira né minna en tvær klukkstundir og sjónvarpsfréttatímarnir um eina klukkustund.

Í rökræðunni hér heima töldu andmælendur "hringls með klukkana" að skólar og vinnustaðir ættu einfaldlega að færa sína tíma til í stað þess að skekkja daginn.

Þessa röksemd hefur ekki verið að heyra í upphafi þrefsins um klukkana í Bretlandi, hvað sem síðar verður.


mbl.is Mögulega nýr tími í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reykjavík er 24x4 mínútur á eftir London.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband