Ógæfa Pólverja.

Ógæfa Pólverja um aldir var sú að vera á milli tveggja af stórþjóðum Evrópu, Þýskalands og Rússlands og grimmdarmorðin í Katynskógi, sem Stalín fyrirskipaði, var aðeins lítið brot af þeim hörmungum sem návist stórveldanna tveggja ollu í þessu hrjáða landi. 

Það að hafa Prússa og Rússa sem næstu nágranna á hvora hönd leiddi til þess að á átjándu öld skiptu Þjóðverjar (Prússar)  og Rússar Póllandi á milli sín í þremur áföngum og eftir það urðu Pólverjar alteknir af draumnum um að endurheimata frelsi sitt.

Það varð að veruleika í við lok heimsstyrjaldarinnar 1914-1918 og öll utaríkisstefna Pólverjja miðaðist við það að halda fengnum hlut.

En með griðasamningi Hitlers og Stalíns 23. ágúst 1939 voru örlög Póllands innsigluð í fjórðu uppskiptingu landins á milli Þjóðverja og Pólverja.

Ein af ástæðunum fyrir því að ekki samdist með Vesturveldunum og Rússum um bandalag gegn Þjóðverjum var Rússahræðsla (Russophobia) Pólverja. Eina leiðin til þess að hjálpa Póverjum beint í yfirvofandi innrás Þjóðverja var sú að rússneskur her fengi að fara um Pólland til þess að takast á við Þjóðverja.

Rússar óttuðust líka (sem kom á daginn) að Vesturveldin hefðu enga sóknaráætlun gegn Þjóðverjum á vesturlandamærum Þýskalands þannig að niðurstaðan yrði sú að Rússar einir þyrftu að bera nær allan þungann af því að standa gegn Hitler.

Auk þess var Rauði herinn lamaður eftir hræðilegar hreinsanir Stalíns.

Ofan á þetta vantreystu þeir Bretum og Frökkum eftir að þeir höfðu án nokkurs samráðs við Rússa gert hinn illræmda Munchenarsamning við Þjóðverja sem gaf þeim í raun veiðileyfi á Tékkóslóvakíu og þar með að hreyfa sig til austurs.

Pólverjar misstu hlutfallslega flesta í styrjöldinni, alls um sex milljónir manna og voru síðan undir járnhæl Rússa langt fram eftir öldinni.  

Sem dæmi um það hve seint sárin gróa má nefna, að á bílaverkstæðinu Knastási vann Pólverji sem hafði gaman af að gera við pólsku ör-Fiatana mína sem voru þjóðarbíll Póllans eins og Trabant hjá Austur-Þjóðverjum, Bjallan í Vestur-Þýskalandi og Mini í Bretlandi.

Eitt sinn kom ég á verkstæðið á frambyggðumm Rússajeppa (ódýrasta húsbíl á Íslandi) , sem ég á og hélt að Pólverjinn hefði gaman af að sjá hann. 

En það var nú eitthvað annað. Hann varð þungur á brún og bað mig þess lengstra orða að láta aldrei sjá mig þarna aftur á þessum "helvítis bíl".

Þá áttaði ég mig á því að í hans augum var þessi bíll, sem við á Vesturlöndum sáum í sjónvarpsfrétum um hernám Rússsa í Austur-Evrópu og Afganistan, tákn um rússneska herinn og kúgunina sem fylgdi honum og herjum Rússa síðustu 300 árin.

 


mbl.is Minntust fórnarlamba Stalíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum ekki gleyma Rússnesku byltingunni, og þeim lögum sem þessir talmudisku kommissaranna komu á eða Anti- Semitic lög, er bönnuðu alla gagnrýni gegn þessum Khazar talmudisma  Ashkenazi fólksins (sem kallar sig Gyðinga) er ofsótti Kristið fólk og ekki nóg með það hóf þessa byltingu, heldur fjármagnaði það hana einnig og því tókst að myrða meira en 66 milljónir (PDF) af kristnu mönnum í þessum fangabúðum sem það stjórnaði. Þetta fólk hélt reyndar alla sína Gyðingalegu hátíðisdag, en bannaði kristnu mönnum halda sína, auk þess sem það bannaði Kristna trú algjörlega. Nú þetta Ashkenazi Khazar fólk stútaði öllum kirkjum og/eða eyðilögðu þær, en ekki eina einustu Synagogu. Þetta Ashkenazi Khazar fólk stjórnaði öllu fangabúðunum og aftökum á kristnum mönnum. Í bókinni "The Plot Against Christianity eftir hana Elizabeth Dilling ,sem segir einnig frá öllum þessum kommissarum og hvað þetta fólk fagnaði þessari byltingu já og í blöðum eins og NY Times 3/24/1917 "..the Red Russian Revolution as the greatest feat of the sons and daughters of Israel.." Einnig er hægt að lesa um þetta í bókinni "Jewish-Run Concentraion Camps in Sovet Union" eftir Dr. Hermann Greife. eins og nafnið segir , þá var það þetta Ashkenazi Khazar fólk sem stjórnaði þessum fangabúðum, aftökum og allt í skjóli þessara Anti-Semitic laga. Sjá einnig Jewish Killers Massacre 66 million in Soviet Gulag PDF - eftir Aleksandr Solzhenitsyn,  I. - The Russian Revolution, Secret Facts - Soviet & Jews

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 21:59

2 identicon

Pólskur vinnufélagi minn sá notaðann bíl auglýstann í Fréttablaðinu. Hann varð spenntur fyrir honum og bað mig um að hringja og forvitnast fyrir sig. Í símann svaraði rússi og við áttum langt samtal á ensku.  Fór ég síðan með upplýsingarnar til pólverjans, allt leit vel út og hann var hinn spenntasti. En um leið og ég minntist á að rússi ætti bílinn missti hann allann áhuga og sagði við mig, að sama hversu bíllinn væri góður þá myndi hann aldrei kaupa eitt eða neitt af rússa.

Villi (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband