Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur aftur ?

Ekki var annað að sjá á niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 en að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndu ná meirihluta á Alþingi ef úrslit yrðu í samræmi við fylgistölurnar og þeir fengu 32 þingmenn gegn 31 þingmanni annarra flokka.

Það myndi þýða að stjórnarmyndun yrði ekki möguleg án samstjórnar þessara flokka eða þátttöku annars þeirra í stjórn.

Það er ekki nýtt að ný stjórnmálaöfl skori hátt í fyrstu skoðanakönnun. Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar mældist með 27% fylgi í byrjun og Bandalag jafnaðarmanna og Þjóðvaki sigldu líka með himinskautum í fyrstu.

Hlutfall þeirra sem ekki gefa upp stuðning við neitt framboð er óvenju hátt, enda gætir þreytu í hjá almenningi gagnvart stjórnmálum og stjórnmálamönnum.


mbl.is Samstaða með 21% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ómar, er ekki líklegra að sjálfstæðisflokkur fari í sæng með samstöðu og fái mun gerlegri meirihluta?

Guðmundur Júlíusson, 11.2.2012 kl. 00:43

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Afstaða ellegar afstöðuleysi gagnvart Evrópusambandinu mun skipta sköpum í næstu þingkosningum, þar sem kjósendum mun ekki nægja afstöðuleysi flokka af eða á í þeim efnum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.2.2012 kl. 01:18

3 identicon

Minn kæri Ómar...ekki byrja með þennan útvatnaða hræðslufrasa sem þið vinstri mennirnir hafa keyrt svo lengi á... þessi dapri áróður "allt betra en íhaldið" hefur heldur betur tapað vægi sínu því undanfarin þrjú ár hafa sýnt okkur það kristaltært að til eru mun verri kostir en íhaldið !

Þið fenguð tækifæri...svo gott tækifæri til að sanna hið gagnstæða en misstuð allt niður um ykkur og það á mettíma.

Íhaldið var nánast borið með valdi út úr alþingishúsinu á sínum tíma, svo mikil var reiði almennings.

Þið vinstri menn, þið hafið á einungis þrem árum fengið menn til að hrópa sig hása eftir íhaldinu á ný.. verk ykkar vinstri manna voru/eru svo hrikalega slæm að menn kalla eftir gamla bullinu á ný..geri aðrir betur á ekki lengri tíma.

Vinstri flokkarnir þurfa eflaust að bíða lengur en 18 ár eftir öðru tækifæri að þessu sinni... ja hérna.

runar (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 13:26

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig getur það verið "hræðsluáróður" að benda á mikið fylgi þessara tveggja frábæru flokka?

Ómar Ragnarsson, 11.2.2012 kl. 14:00

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þar að auki hef ég aldrei skilgreint mig sem vinstri mann heldur sem frjálslyndan jafnaðarmann, örlítið hægra megin við miðjuna, ef endilega þarf að staðsetja sig, sem er raunar erfitt vegna þess að mínar stjórnmálahugmyndir verða ekki nema að litlu leyti njörvaðar niður í hægri-vinstri mynstrið.

Ómar Ragnarsson, 11.2.2012 kl. 14:02

6 identicon

Afsakaðu minn kæri Ómar.

Ég hef ALLTAF haft fulla virðingu fyrir þér og hef enn.

Mér finnst þú bara ekki vera í réttum flokki, ekki í góðum félagsskap, góður biti í hundskjaft er það fyrsta sem mér dettur í hug.

Það er auðvelt að tala á milli línanna, það er einmitt það sem þú varst að gera með spurningunni: Sjálfstæðis og framsóknarflokkur aftur ?

Verum alveg heiðarlegir í því vinur..

Þú ert úrvals einstaklingur og ég hef ætíð haft virðingu fyrir því hve heitt þú berst fyrir málstað þínum, jafnvel þótt ég sé ekki alltaf sammála skoðunum þínum.

Hugsjónamenn heilla mig mikið, sama hvar í flokki þeir standa !

Samfylkingin er flokkur hentistefnupésa sem haga seglum eftir vinsælum skoðunum hverju sinni, alvöru hugsjónamenn eiga ALDREI heimili í þesskonar félagsskap..aldrei.

Ég átta mig alls ekki á því hvað þú sérð að geti mögulega blómstrað úr þessum forar-pytti sem samfylkingin hefur sannað sig fyrir að vera...?

Líklega veist þú eitthvað meira en ég um þennan "flokk fólksins"...

Í það minnsta vona ég það minn kæri

runar (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband