Samfelld björgunarafrek. Þurfti ekki Guð til.

Í Kastljósþætti í Sjónvarpinu að kvöldi 20. desember 2001 sagði einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins um endemis úrskurð Sivjar Friðleifsdóttur þáv. umhverfisráðherra vegna Kárahnjúkavirkjunar að hún hefði "bjargað þjóðinni."

Í hvert skipti sem farið var út í stóriðju- og virkjanaframkvæmdir auk annara aðgerða í samræmi við skefjalausrar græðgisstefnu var verið að "bjarga þjóðinni."

Þessi björgunarafrek voru unnin eins oft og í eins stórum stíl á árunum 2002-2008 og þáverandi valdhafar höfðu orku og aðstöðu til.

Þegar afleiðingar græðgisstefnunnar birtust í banka- og efnahagshruninu í október 2008 var stærsta björgunarafrekið unnið að mati fráfarandi formanns Samtaka iðnaðarins þegar Geir H. Haarde bjargaði Íslandi. "Takk fyrir að bjarga Íslandi" segir Helgi í ræðu í dag.

Geir bað reyndar Guð um að bjarga Íslandi í síðustu orðum frægrar Hrun-sjónvarpsræðu sinnar: "Guð blessi Ísland."  

Nú er ljóst að það var alger óþarfi hjá honum.  Geir gerði sér litið fyrir, bjargaði landinu sjálfur og fór létt með það. Það þurfti ekki Guð til.  

 


mbl.is „Takk fyrir að bjarga Íslandi!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband