Ósýnileg lögregla = stóraukið tjón vegna afbrota.

Eitt af höfuðatriðum góðrar löggæslu er sýnileg lögregla. Til þess að svo sé þarf að kosta til þess fé, tíma og fyrirhöfn.

Ég held að samanburðarsúlurnar með frétt mbl.is af akstri lögreglu eru meira sláandi en nokkur maður átti von á. Þetta er ekkert annað en hrun, afleiðing af aðalHruninu og góð tíðindi fyrir þjófa og misyndismenn en að sama skapi slæm tíðindi fyrir almenning og þjóðfélagið sjálft.  

Sparnaðurinn vegna þess að lögreglan er nánast hætt að hreyfa sig sést kannski í bókhaldi hennar, en tjónið fyrir þjóðfélagið er miklu meira en nemur þessum sparnaði. Umsvif lögbrjótanna stórvaxa.

Persónulegt tjón míns eins vegna tveggja þjófnaða á síðustu tveimur mánuðum nemur meira en einni milljón króna og fróðlegt væri að sjá hvert tjón þjóðfélagsins í heild er.

Kannski er það tilviljun að þetta dynur yfir á skömmum tíma en fyrir bragðið hef ég fengið tækifæri til að skyggnast örlítið inn í þann heim þjófagengja, sem blómstrar í takti við það að lögreglan verður fyrir barðinu á Hruninu.


mbl.is Útlitið dökkt í akstursmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu................

Helduru að þessi milljarður+ hefði ekki verið betur varið í að styrkja löggæsluna ?

VG hefur margt á sinni samvisku, en Samfylkingin þarf að fara í meðferð

ÖLL SAMAN !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 12:51

2 identicon

Fyrirgefðu Ómar.

Meinti þessi millarður+ sem hefur verið sóað í ónýta ESB umsókn.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 12:53

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verð á ýmsum hrávörum, til dæmis olíu, er skráð í Bandaríkjadollurum.

Og gengi Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni hefur frá ársbyrjun 2006 hækkað um 100%.

En gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur frá ársbyrjun 2002 hækkað um 47%.

Þorsteinn Briem, 24.3.2012 kl. 13:05

4 identicon

.....lögreglan er nánast hætt að hreyfa sig.......

En hvernig væri að hreyfa sig á tveimur jafnfljótum eða nota reiðhjól?

Kannski of þreytandi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband