Ekkert nýtt við kulda á þessum tíma árs.

Þegar Bretar hernámu Ísland 10. maí 1940 fylgir það lýsingunni á því að það voru slydduél loðandi við nágrenni Reykjavíkur, rétt eins og var í kvöld.

En stóra yfirlitskortið í veðurfréttum Sjónvarpsins´sýnir, að kalda tungan, sem teygir sig úr norðri suður yfir Ísland er ekki breið og er að víkja.

Þar með er ekki sagt að við séum laus við það að lenda í slíkri tungu eða kuldapolli í vor.

Enn er í minni Jónsmessuhretið frá því hér um árið og 1959 dundi ískalt norðanveður yfir landið og skemmdi stífluna, sem þá var verið að reisa við suðurenda Þingvallavatns.  


mbl.is Umskipti á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það eru einmitt líkur á talsverðu norðanhreti á sunnudag og mánudag - vonandi því síðasta á þessu vori.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.5.2012 kl. 00:07

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég keyrði frá Reyðarfirði til Reykjavíkur í gær og fékk sýnishorn af ýmsum veðrum á leiðinni. Ég tók skemmtilegt video af hreindýrum í Lóni, sjá hér

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2012 kl. 13:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er nú ekkert!

Ég var fermdur um miðjan júní í stórhríð í Svarfaðardal.

Halda átti fermingarbarnamót í Hrísey en því var aflýst vegna veðurs.

Bekkjarbróðir minn, Hjöri á Tjörn, aftari helmingurinn á Hundi í óskilum, lét hins vegar ekki ferma sig, enda kommúnisti.

Þorsteinn Briem, 9.5.2012 kl. 13:15

4 identicon

....Hjöri á Tjörn, aftari helmingurinn á Hundi í óskilum......

Snilld!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband