Bjallan og Fiat 500 framhjóladrifnir, þó ekki Smart.

Þegar VW Bjallan og Fiat 500 voru endurvaktir var maður að vona að þeir yrðu afturhjóladrifnir eins og fyrirrennararnir. Af því varð þó ekki, því miður liggur mér við að segja, því að ég tek ekki gilda þá afsökun að aksturseiginleikarnir myndu þurfa að líða fyrir afturhjóladrifið.

Porche 911 er dæmi um að í höndum snillinga er hægt að gera kraftaverk með uppsetningu vélar og drifs sem ögrar öllum lögmálum.

BMW 1 hefur liðið fyrir það að vera ekki eins rúmgóður og framhjóladrifnu keppinautarnir. Það held ég að sé helst ástæðan fyrir því að nýjasti ásinn verði framhjóladrifinn. Þegar komið er niður í þessa stærð er minna svigrúm til að veita sér þann munað að fórna svolitlu rými fyrir það að hafa afturdrif eins og hægt er að gera í stærri bílum.

Annars er merkilegt hvað ruglað er með framhjóladrifið í hugum fólks. Ég sá á bílasölu í borginni Smart-bíl, sem var til sölu, en mig hefur frá upphafi dreymt um að eiga slíkan bíl.

Þar stóð á söluspjaldinu í glugganum að hann væri framhjóladrifinn. Sem sagt, - hvorki eigandinn né bílasalinn vita að drifið er á afturhjólunum !


mbl.is Framhjóladrifinn BMW 1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er allt í lagi... ásinn er hvort eð er konubíll þær eru betur settar á framhjóladrifi allavega hérna í hálkunni... og alveg eflaust margir strákar sem keyra eins og vitleysingar heldur...

Ég hinsvegar myndi ekki kaupa bmw nema hann væri með drif á afturhjólum.  Þannig við skulum nú vona ða þeir fari ekki að láta vanvitum það eftir að skemmuleggja stærri bílana sína heldur.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 11:14

2 Smámynd: Benni

Ef skoðaðar eru auglýsingar bílasala á bilasolur.is þá er mjög algengt að sjá að Mercedes-Benz fólksbílar séu skráðir framhjóladrifnir þó svo að aðeins 2 gerðir séu það (A og B class).

Það kemur mér því ekki á óvart að Smart skuli líka vera skráður þannig....

Benni, 12.6.2012 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband