Hver hefði trúað þessu fyrir nokkrum áratugum?

Á tímabilinu frá 1960 til 1995 voru tvær tegundir bila taldar svo bilanagjarnar, að önnur þeirra er nefnd "International joke" í stórri bílabók þegar hún fjallar um framleiðslu Skoda á þessum árum.

Það vantaði ekki að Jagúar framleiddi frábærlega hannaða bíla sem urðu klassískir eins og sportbílinn Jagúar E-type.

Til Íslands vorur Jagúarbílar, sem fluttir voru inn fyrst eftir stríð, teljandi á fingrum annarrar handar.

Þekktir voru Jagúarbílar Finnboga Rúts Valdimarssonar bankastjóra og Halldórs Laxness, og er það ágætt viðfangsefni fyrir sálfræðinga að finna út hvers vegna þessir hörðu talsmenn öreiganna löðuðust að þessu eðalmerki sem þá stefnd reyndar í mikla niðurlægingu vegna bilanatíðni.

Í laginu "Bjargráðin" eru Finnbogi Rútur og lúxusbíll hans nefndir, en hann var þá eiginmaður Huldu, bæjarstjóra í Kópavogi:

"...ég vildi heldur alþýðlegri útleggingu heyra.

Á öreiganna vit þessvegna flý.

Og fyrir verður sá er þeirra fremstur talinn er:

Finnbogi bæjarstýrumaður og bankakavaler.

Út um glugga Kádiljáks hann kyrjar upp með sér:

Ú, í, ú, a, a, ting-tang, vallavallabingbang..."

 

Það vegna notkunar stuðla sem orðið "Kádiljáks" varð fyrir valinu, enda var Cadillac með sæmdarheitið "The standard of the world."

Björgun Jagúars og Skoda varð svipuð, - Ford tók Jagúar að sér og Volkswagen Skoda.

Á undraskömmum tíma tókst hinum nýju eigendum að snúa ímyndinni algerleg við eins og sést af nýjustu könnun um það, hvaða bílar þykja nú bestir til eigu.

Hver hefði trúað því fyrir nokkrum áratugum?


mbl.is Forstjórarnir vilja Jagúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það held ég að hann Ingimar Eydal hefði orðið kátur ef hann hefði lifað það að eiga Skoda í þessum gæðaflokki sem hann vissulega er í dag.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 19:56

2 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Hehehe...!

Jaguar er líklegast besta farartæki sem breskaheimsveldið hefur framleitt... Og ég nefni sérstaklega eitt því til staðfestingar...

Í einu tryggingarsvikamálinu var eitt stk. Jaguar af eldri gerðinni, sem hafði verið "stolið" í Reykjarvík, dömpað fram af NATO-bryggjunni í Hvalfirði... Vaktmaður NATO í Hvalfirði var vitni af glæpnum og hringdi í lögreglu sem kom alla leið (náttúrulega) ofanaf Borgarnesi... Þegar lögregla loksins kom var Jagúarinn enn á floti útí miðjum firðinum... Bátur var fenginn, spotti settur í bílinn og hann svo var dreginn í land af þessum bát... Þegar tjónaeftirlitsmaður tryggingarfélagsins hafði svo skipt um kerti og kveikju í bílnum var honum svo ekið til Reykjarvíkur...

Sem sagt EÐALTÆKI...!

Ég er ekki einusinni viss um að skip breska flotans hafi farið jafn vel eftir jafnlanga viðveru í Norður-Atlantshafinu og þetta farartæki gerði... En auðvitað var engin Landhelgisgæsla inní Hvalfirði...

Tíhíhí...!

Sævar Óli Helgason, 23.6.2012 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband