Þarf að skoða íþróttagreinarnar vel.

Ég var félagi í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1969 til 1976 og stóð að því með félögum mínum að velja íþróttamann ársins í sjö skipti. Valið var vandasamt þá og er það ekki síður enn vegna þess hve íþróttagreinum hefur fjölgað á þessum tíma í heiminum og þar með einnig hér á landi.

Eitt af því sem þarf að skoða vel er það hvaða íþróttagreinar og íþróttafólk koma til greina. 

Í þau 56 ár sem liðin eru síðan þessi viðurkenning var veitt í fyrsta skipti hafa oft komið upp álitamál hvað þetta varðar sem og það við hvað skuli miðað séu íþróttagreinin og íþróttamaðurinn á annað borð með í spilinu. 

Mér hefur alla tíð fundist nauðsynlegt að einskorða ekki valið við íþróttagreinar sem iðkaðar eru innan vébanda ÍSÍ og að sýna víðsýni í þessum efnum. 

Fyrir næsta val þarf að skoða nokkur atriði varðandi crossfit, sem ég vil að fái íslenskt nafn, til dæmis fjölþraut eða eitthvað í þá áttina. 

Hve margir stunda og keppa í þessari íþróttagrein í heiminum? Jafn margir og í handbolta? Íslenskum hestaíþróttum? 

En í þessum tveimur greinum hafa íþróttamenn verið valdir íþróttamenn ársins. 

Um síðustu áramót kom upp sú hugmynd að taka val Samtaka íþróttafréttamanna frá þeim og fela það sérsamböndunum. Enda val íþróttafréttamannanna oft umdeilanlegt. 

Ég tel að valið verði ekkert síður umdeilanlegt í höndum annarra en þeirra og jafnvel að það myndi geta valdið ósamkomulagi og óvissu.

Banda má á að í öðrum löndum hafa íþróttablaðamenn staðið að svona vali mun lengur en hér á landi.

En því skrifa ég þennan pistil að ég tel að fyrirfram eigi ekki að útiloka neina íþróttagrein og keppendur í henni frá þessu vali heldur skoða vandlega hvernig meta skuli árangur í hverri þeirri íþróttagrein sem fallið geti undir skilgreiningu á því hvað sé í eðli sínu íþrótt og þar með sambærilegt við þær greinar sem nú eru viðurkenndar og hvað ekki.  


mbl.is Annie Mist: Þetta er fáránlegt!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta krossfitt er eitthver bandarísk söluuppfinning bara í gær og keppt í einhver 4-5 skipti.

http://en.wikipedia.org/wiki/CrossFit

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.7.2012 kl. 14:42

2 identicon

Sæll Ómar og takk fyrir áhugaverðan pistil.

CrossFit er vörumerki í eigu CrossFit Inc., í Bandaríkjunum.

Vissulega er hér um nýja íþrótt ræða eins og Ómar Bjarki bendir á en í ár fóru 6. leikarnir fram. Þetta er í þriðja skipti sem leikarnir eru haldnir í Home Depot Center í Carson í Kaliforníu.

Yngsti keppandinn á þessum leikum var Colleen Maher, 17 ára og sá elsti var Jacinto Bonilla, 72 ára.

Til þess að komast á heimsmótið þarf fyrst að taka þátt í úrtökumóti sem byrjaði 22. febrúar sl. og stóð i 5 vikur. Í ár tóku 69.374 einstaklingar þátt í úrtökumótinu. Þurftu þáttakendur að gera eina æfingu í viku í 5 vikur og þeir 60 einstaklingar af hvoru kyni sem stóðu sig best í þeim var boðið að taka þátt í svæða mótum. Á svæða mótunum voru það 3 efstu af hvoru kyni sem var boðið til þátttöku á heimsleikunum.

Það er því enginn leikur að komast á heimsmótið til að byrja með.

Í CrossFit er unnið með hagnýtar, náttúrulegar hreyfingar líkamans. Æfingarnar miðast allar við að vinna með sem flesta vöðvahópa í einu. Til þess er tekið sitt lítið af hverju úr fimleikaæfingum, ólympískum lyftingum, kraftlyftingum, þolæfingum, ketilbjöllum osfrv.

Vissulega er CrossFit ný íþrótt en spennandi er hún og þarf ekki að horfa á margar greinar (http://games.crossfit.com/archive) til að sannfærast um skemmtanagildi og virkni greinarinnar.

Reebok hefur ákveðið að staðsetja sig með CrossFit við uppbyggingu íþróttarinnar sem greinilega á framtíðina fyrir sér og skora ég á hvern þann sem les þennan póst að kíkja á http://games.crossfit.com/video/medball-handstand-push-women-heat-3 njóta.

Vilhelm Patrick Bernhöft (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 15:08

3 identicon

Setti inn rangan hlekk þarna í restina. Þetta átti að vera http://games.crossfit.com/video/medball-handstand-push-women-heat-4

Vilhelm Patrick Bernhöft (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 15:09

4 identicon

Ég held það sé óhætt að segja að CrossFit sé ein mest vaxandi íþrótt í heiminum í dag, þó hún eigi sér ekki langa sögu.

Varðandi það hvort CrossFit sé íþrótt þá langar mig að benda á greinina "Er CrossFit íþrótt?" eftir Leif Geir Hafsteinsson sem hann skrifaði eftir heimsleikana 2011. Einnig má þarna finna greinina "Sorglegur misskilningur í kjöri á íþróttamanni ársins 2011" sem kemur inn á margar pælingar varðandi val á íþróttamanni ársins.

Sjá hérna: http://www.facebook.com/crossfitsport/notes

Langar svo bara að benda á að yngsti keppandinn á þessum leikum var hin íslenska Lilja Lind Helgadóttir sem keppti með liði CrossFit Sport, en hún er eingöngu 15 ára :) Colleen Maher var yngsti keppandinn í einstaklingskeppninni.

Fríða Ammendrup (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 16:03

5 identicon

Hvað er að mér!!! Gleymdi Lilju Lind... svona er að treysta Media kittinu of mikið :)

Vilhelm Patrick Bernhöft (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 16:38

6 identicon

Hér er yfirsýn yfir leikana núna sem varpa verulegu ljósi á afhverju þetta er ein hraðast vaxandi íþrótt í heimi http://youtu.be/924uWscTEd0

Vilhelm Patrick Bernhöft (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 16:43

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Annie Mist er klárlega mesti íþróttamaður sem Ísland hefur alið. Hún og Gunnar Nelson bera af íslensku íþróttafólki í dag og fáránlegt að hvorugt þeirra komi til greina sem íþróttamaður ársins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.7.2012 kl. 17:54

8 identicon

Gunnar. Vissulega eru þau frábær. En það er aldrei hægt að koma með svona fullyrðingar. Við höfum átt fullt af frábæru íþróttafólki. Allir þeir sem stunda heiðarlegar íþróttir eru mestu íþróttamenn sem Ísland hefur alið.

Sveinn (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 18:50

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég fullyrði að þetta er mín skoðun

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.7.2012 kl. 20:09

10 identicon

Staðreyndin er hinsvegar sú að "Crossfit" er í eigu fjölskyldu í USA og þau ákveða allt sem þessu viðkemur. Þau ákveða greinarnar sem framkvæmdar eru á leikunum (eða leggja blessun sína yfir þær)

Annie Mist er frábær einstaklingur og við erum öll hreykin af því að EIGA hana. Það breytir hinsvegar ekki þessum staðreyndum. Það segir svolítið um greinina að sá sem sigrar fær titilinn "Fittest man/woman on earth" Það eru fjandi margar greinar sem geta smellt þessum titli á sitt íþróttafólk.

Ég væri hinsvegar sá fyrsti til að gefa henni mitt atkvæði, en það er bara af því að mér finnst hún frábær, kemur crossfit ekkert við.

Birgir Skúlason (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 11:22

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tel að Vilhjálmur Einarsson og Örn Clausen séu mestu íþróttamenn sem Ísland hefur alið. Þar vegur þungt hve frjálsar íþróttir eru mikið stundaðar um allan heim og halda áfram að verða aðal íþróttagrein Ólympíuleikanna.

Af hverju nefni ég Örn Clausen?  Örn er eini Íslendingurinn sem hefur verið handhafi gildandi heimsmets í frjálsíþróttagrein, að vísu í boðhlaupi ásamt þremur útlendingum.

En einkum vegna þessarar staðreyndar: Örn var í 2. til 3ja sæti á heimsafrekaskránni í tugþraut í þrjú ár í röð, 1949, 1950 og 1951.

Ómar Ragnarsson, 17.7.2012 kl. 14:12

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Árin upp úr seinni heimsstyrjöldinni vor dálítið sérstök fyrir Íslendinga, bæði í flokka og einstaklingsíþróttum. Gríðarleg afföll urðu á ungum mönnum og Evrópa var hálfgerð rúst, bæði í eiginlegri merkingu og í efnahagslegri.

Íþróttakeppnir á þessum árum var ekki svipur hjá sjón og almenn þátttaka meðal keppenda og áhugi almennings var í lágmarki. Íslendingar græddu á þessu ástandi í íþróttalegu tilliti. Svipað og Vala Flosadóttir græddi á því að vera meðal fyrstu kvenna til að stunda stangarstökk af alvöru.

Þess vegna er erfitt að bera saman árangur íslenskra íþróttamanna á fimmta áratugnum og fram á þann sjötta, við nútímann. Þegar Evrópa og heimurinn allur hafði jafnað sig á stríðshörmungunum, áttu Íslendingar lítinn séns á íþróttavellinum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.7.2012 kl. 18:11

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gísli Ásgeirsson sýnir vel fáránleikann í vali íþróttamanns ársins, að nóg sé að hann hafi setið á varamannabekknum hjá einhverju stórliði og þegið fyrir það ofurlaun. Þrátt fyrir að Ísland sé svo neðarlega á FIFA-listanum að það sjáist ekki í sjónauka! Sjá HÉR.

Theódór Norðkvist, 18.7.2012 kl. 00:29

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Heimsmeistarar í afar erfiðri íþróttagrein koma auðvitað ekki til greina.

Theódór Norðkvist, 18.7.2012 kl. 00:30

15 identicon

Nánar hér: http://games.crossfit.com/about-the-games/history

Vilhelm Patrick Bernhöft (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband