Akvæði um vernd dýra í stjórnarskrá.

36. greinin í frumvarpi stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár hljóðar svona: Með lögum skal kveðið á um  vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.

Þessi grein er nýjung og sú spurning vaknar hvort nokkur ástæða sé til þess í kafla um mannréttindi og náttúru að kveða á um vernd dýra og meðferð á þeim. Eru ekki dýraverndunarlög í landinu?

Jú, það er rétt, en samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er engin skylda að hafa slík lög og heimilt að fella þau niður eða breyta þeim þannig að ill meðferð á dýrum sé leyfileg svo og að útrýma dýrategundum.

Ný reglugerð um meðferð dýra, sem lögð var fyrir í fyrra vakti mikil viðbrögð á Alþingi og víðar í samfélaginu, en þar er ætlun ráðuneytisfólks að leyfa illa meðferð í mörgum tilfellum á dýrum til dæmis með því að leyfa geldingar án deyfingar.

Það að auki átti að nema úr gildi heimild til að svipta þann eiganda dýra styrkjum til dýrahaldsins, sem bryti í bága við lögin og hvarvetna í þessari reglugerð skein mikið skeytingarleysi gagnvart líðan dýranna.

Þreföld ástæða er fyrir því að setja ákvæði í stjórnarskrá um dýravernd.

1. Til að tryggja það og gera að skyldu að setja dýraverndunarlög sem mæla skýrt fyrir um vellíðan dýra.

2. Ákvæðið er í mannréttinda/náttúru kaflanum til að benda á að ekki á frekar að leiða þjáningar yfir dýr heldur en menn, vegna þess að dýr upplifa vellíðan og áþján alveg eins og við.

3. Það eru mannréttindi að þurfa ekki að horfa upp á eða vita af því að sé níðst á dýrum.


mbl.is „Upplifa líka vellíðan og áþján“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiðir hugann að öðru; svokölluðum veiðum. Árlega vaða alls kyns fósar meira og minna undir áhrifum áfengis um landið með skotvopn sem duga myndu í hvaða íraksstríði sem er, skjótandi á allt sem hreyfist og líka það sem ekki hreyfist. Sem betur fer höfum við hér á landi nóg að borða og því er algjör óþarfi að "afla sér fæði" með þessum hætti. Byssur eru þess utan hættulegar, ekki síst í höndum óvita, hvort sem þeir eru það vegna ungs aldurs eða sálarástands. Það ætti því að vera sjálfsagður hlutur að banna allar skotveiðar á Íslandi. Byssueign verði bönnuð nema með þeirri undanteknu að sérsveit lögreglu megi undir sérstökum kringumstæðum bera slík vopn. Byssueign almennings verði bara alls ekki leyfð, enda algjör óþarfi. Með því móti mætti komast hjá því að fjöldi fugla og annarra dýra kveldist slösuð eftir misheppnuð byssuskot. Það þarf ekkert að skjóta refi og minka, náttúran hefur alla tíð séð sjálf um að halda jafnvægi milli þess sem étur og þess sem er étinn.

Díonýsos (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 05:23

2 identicon

ATH að "svokallaðar" veiðar innihalda þá líka fiskveiðar eða hvað? Og hvalveiðar, stangveiðar o.þ.h. Svo og ó-matartengdar veiðar á t.a.m. vargfugli, refi og mink. Og sá skratti er, ef óáreittur verður, í byggingarvinnu við það að koma á nýju jafnvægi, sem innifelur fullt af minki, og minna af fugli.
Byssulöggjöfin hérna er reyndar ágæt, og það væri einsdæmi á heimsvísu að ganga lengra í stívelsi en við gerum. En hver er annars "almenningur"? Allir nema sérsveitin? Eða má bæta við lögreglu? Bændum og Dýralæknum? Meindýraeyðum?
Ég held það Díon, að þú hafir ekki hugsað þetta nógsamlega....en....stórskothríð á fugla á flugi, þar sem helmingurinn særist, en sleppur er samt eitthvað sem er afar slæmt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband