Stödd á langri leið en stefnan er rétt.

Samtökin SÁA mörkuðu tímamót í íslenskum heilbrigðismálum og þjóðlfíi af því að með þeim var mynduð breiðfylking gegn hinum ógnarstóra en mjög svo dulda vágesti sem áfengissýkin er.

Þegar skoðuð er sú stóra tala að einhvers staðar á milli 10 og 13 prósent fólks eigi í vanda vegna áfengisfíknar er samt verið að nefna alltof lágar tölur, því að að bak við hvern fíkil eru fjölskylda og vinir sem sennilega tvöfalda þessa tölu.

Vandi fíklanna sjálfra var loksins almennt greindur og tekist á við hann með tilkomu SÁÁ en enda þótt það sé hluti af meðferð hvers fíkils að reyna helst að ná til þeirra nánustu er vafalaust enn mikið óunnið í þeim efnum af því að þrátt fyrir alla fræðsluna er enn ríkjandi gömul feimni varðandi þetta böl sem verður að taka á.

Því er það vel að nú sé kastlljósinu beint að börnum vímuefnafíkla og ætti raunar að vera forgangsverkefni, því að óumdeilanlega eru þau berskjölduðust gegn þessu böli í sakleysi sínu.   


mbl.is Þúsund fögnuðu 35 ára afmæli SÁÁ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þeir alls ekki á réttri leið. Mér finnst AA-samtökin (prógramið sem SÁÁ fer eftir). Vera beinlýnis trúarkölt. Af hverju er ekki unnið meira með fólkinu og reynt að kryfja rætur vandans með sálfræðingum, geðlæknum og félagsráðgjöfum? Í stað þess að hrúga þeim öllum inn í herbergi og segja: Þið verðið að trúa á æðri mátt til þess að ná bata. Þetta er bara ekki kostur fyrir trúlausa, það er bara þannig. Á meðan hin hundgömlu og drepleiðinlegu AA fræði er megin undirstaða meðferðarinnar.

Hella (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 21:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Margir misskilja gersamlega tilgang SÁÁ með þessu útspili, telja samtökin gera þetta í eiginhagsmunatilgangi, sem er auðvitað alrangt sem allir hljóta að sjá opni þeir aðeins augun áður en þeir tjá sig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2012 kl. 23:44

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sé hvergi í meðferðaraðferðunum , sem ég hef kynnst nokkuð vel, að gert sé að skilyrði að fólk sé það sem kallað er "trúfólk" og það "verði að trúa á æðri mátt" . Hins vegar hefur reynslan sýnt að fyrir mjög margt fólk sem hefur trúarþörf, sýnilega eða dulda, hjálpar trúin þeim og mér finnst  sjálfsagt að því sé því sé leyft að nýta sér það.

Af hverju á að banna fólki að ná árangri ef það sem einstaklingar er þannig, að trúin hjálpi því? 

Síðan eru fjöldamargir, sem ekki hafa talið sig þurfa að leita á náðir trúarinnar, sem hafa náð árangri þannig að þetta er ákaflega einstaklingsbundið.

Aðalatriðið er að sá sem "fer í meðferð" vilji það sjálfur og geri það fyrst og fremst fyrir sjálfan sig.

Og hvers vegna að öfunda þetta fólk af því að það nær árangri á þann hátt?

Ómar Ragnarsson, 7.10.2012 kl. 02:25

4 identicon

Ég öfunda svo sannarlega ekki sjúklinga á Vogi, fremur en aðra sjúklinga. Hinsvegar eru öll meðferðarúrræði sem ég þekki tengd þessu tólf spora kerfi eða öðrum kristilegum samkomum. Er þjóðin svona sérlega trúuð af mér óvitandi að það sé bara málið fyrir flesta að gangast við ,,Við fórum að trúa því að máttur okkur æðri gæti gert okkur andlega heilbrigð að nýju.?

 Það er ekkert nema gott mál ef að fólk finnur sér æðri mátt sem það trúir að það geti gert þetta. Ég hef ekkert á móti sporunum, ég er bara á móti því að þetta sé eina meðferðarúrræðið fyrir fársjúkt fólk, sem drekkur kannski vegna áfalla sem hægt er að vinna með á annan og faglegri hátt en með trúboði. Ég held að það sé ekki til sú meðferðarstofnun á Íslandi sem mæli ekki með kristilegum samkomum eða AA fundum eftir meðferð. 

Hella (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 02:48

5 identicon

Af hverju í ósköpunum þarf sífellt að blanda áfengis- og/eða vímuefnameðferð við trú?

Hvers eiga þeir trúlausu að gjalda? Af hverju þurfa þeir trúlausu að hlusta á það daginn út og daginn inn, jarmið um trúna sem heldur fólki á beinu brautinni? Hvers vegna er ekki hægt að segja hlutina eins og þeir eru, að sumir eru bara veikir fyrir, þola ekki áfengi eða önnur vímuefni og þurfa að taka á stóra sínum til að forðast þessi efni og á meðan á meðferð stendur, hafa viljastyrkinn til þess að afeitra sig og venja sig af eitrinu.

 Það kemur enginn guð þarna inn í, það er enginn æðri máttur, eini mátturinn er manneskjan sjálf. Allt hitt kallast self soothing, sumsé snudda fyrir fullorðna.

Lange (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 02:58

6 identicon

Hvaða bull er þetta , Sáá eða 12 sporin eru ekki á neinn hátt trúarleg, heldur er þetta andleg hreyfing . Æðri máttur má vera hvað sem er og þarf viðkomandi  gestur  12 sporana ekki að deila því með öðrum hvaða æðri kraftur skapaði hann eða lætur hann þroskast vaxa og blómstra til bata..  12sporinn fjalla um andlegan bata 12 sporana og hluti af heiluninn er að koma sér uppúr skilirtu munstri sjálfhverfunar og  byrja að þjóna , viðkomandi einstaklingur lærir kannski mest á því að þjóna óskilirt alveg óháð hvaða trú hann setur í sinn lífsgrunn,, en hrynjandi samtakana  og líkist samt  á engan hátt trúarhreyfingu, hvað þá kulti eða þröngsýnum   sértrúarflokki.  Ég hlýt að spyrja hefurðu einhver-tíman stundað eða kynnt þér 12 sporin eða sótt einhverja fundi.  Leiðinlegt þegar þegar fólk er að  skrifa til að sannfæra sjálfan sig út frá einhverri ómálefnalegri loftbólu .  Það eru til  margar ólíkar  leiðir á ólíkum  grunnum hjá öðrum félögum sem  hægt er að sækja þe  12 sporin eru ekki eina leiðin sem er í boði. En 12 spora bata leiðin hefur bara skilað líklega  besta áranginum.  Hvaða  trú sem  fólk setur í grunninn eða ekki trú ,þá held ég að við séum andlegar vegur  á veraldlegri vegferð.  Kærleikurinn er svarið,,,,,,,,,,,,,, en fyrirgefðu kall,, ég bara skil ekki spurninguna þína???

droplaugur (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 08:07

7 identicon

Æðri máttur, þ,e máttur ofar manni sjálfum sem hlýtur að vera yfirnáttúrulegur er trú, ekkert flókið við það.Sumir trúa einhfaldlega ekki á æðri mátt sjáðu til, sama hvers eðlis hann er þeir eru kallaðir oft nefndir trúleysingjar Ég hef sótt AA fundi og kynnt mér starfsemina, þetta er víst költ. Gæti svo sem farið að grafa upp skít um Oxford hreyfinguna og hvernig þessi vafasömu samtök hafa lagt undir sig allt meðferðarstarf, en ég nenni því ekki. Get hinsvegar bent þér á bók ef þú hefur áhuga á því, hún heitir Alkasamfélagið og er eftir Orra Harðarson. Mér var einmitt tjáð þegar ég heimsótti þessa fundi að æðri máttur mætti vera hvað sem er, þess vegna hurðahúnn. Hvernig í ÓSKÖPUNUM á hurðahúnn að vera mér æðri máttur, eitthvað sem ég get haft í forgrunni fyrir bata mínum frá alvarlegri drykkjusýki eða vímuefnafíkn? Það vill skemmtilega til að orðið Guð, kemur fyrir 6x í þessum 12 reynslusporum. Sporin snúast út á það að þú finnir Guð.

Hella (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 12:29

8 identicon

Já og getur þú bent mér á þá meðferðarstofnun sem mælir ekki með ástundun AA funda í og eftir meðferð, og styðst á engann hátt við 12 sporin?

Hella (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband