Smámál að lengja ferðaleiðina fram og til baka um 172 kílómetra.

Það er fróðlegt að sjá því haldið fram að það sé smámál fyrir Akureyringa að ferðaleiðin til Reykjavíkur á landi og í lofti sé lengd alls um alls 86 kílómetra, þannig að Akureyringur, sem þarf að fara til Reykjavíkur og til baka aftur fari 172 kílómetrum lengri leið en áður.

Þetta er meira en tvöfalt meiri lenging ferðaleiðar en ef Hvalfjarðargöngin yrðu lögð niður og farið yrði að nýju um Hvalfjörð.

Einnig gleymist það að leiðin lengist raunar líka um þessa vegalengd fyrir Reykvíkinga, sem þurfa að fara norður, en það skiptir víst ekki nokkru máli.


mbl.is „Ég hata landsbyggðina ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég vil endilega að ríkið, sem á og rekur Reykjavíkurflugvöll, finni nýjan stað fyrir flugvöllinn sem er annaðhvort í höfuðborginni eða í góðum tengslum við hana," segir Gísli Marteinn Baldursson.

Flugvöllur á Hólmsheiði yrði í einungis 15 kílómetra fjarlægð frá Lækjartorgi og áætlaður ferðatími þangað frá flugvellinum er 15 mínútur, samkvæmt skýrslu frá september 2006 um framtíðarflugvallarstæði í Reykjavík.

Hæð yfir sjó yrði 135 metrar, en Keflavíkurflugvöllur er í 52ja metra hæð, og aðalbraut lægi AV en þverbraut NS.

Blindaðflug yrði mögulegt úr austri og vestri og Hólmsheiði fær góða eða þokkalega einkunn fyrir alla flugstarfsemi, þar með talið sjúkraflug, sem fær þokkalega einkunn.

Heildarkostnaður við flugvöllinn yrði um tíu milljarðar króna en frá þeirri upphæð dregst andvirði verðmætasta byggingarlandsins í Reykjavík, 135 hektarar innan girðingar í Vatnsmýrinni, og Samtök um betri byggð töldu árið 2001 að það byggingarland væri að minnsta kosti fjörutíu milljarða króna virði.

Þorsteinn Briem, 14.12.2012 kl. 19:27

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og 40 milljarðarnir detta víst af himnum ofan en byggingarland á Hólmsheiði er víst ekki krónu virði.

Síðan er talan 135 hektarar röng, vallarsvæðið innan girðingar er rúmlega 100 hektarar og hægt væri að minnka það niður í 75 hektara með breytingu á brautum vallarins.

Ómar Ragnarsson, 14.12.2012 kl. 21:01

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að flugveðurskilyrði á Keflavíkurflugvelli eru verri en í Reykjavik, meðal annars vegna þess að Keflavíkurflugvöllur liggur aðeins 40 metrum hærra.  

Ómar Ragnarsson, 14.12.2012 kl. 21:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lóðir á Vatnsmýrarsvæðinu yrðu mun dýrari en á Hólmsheiði en það skilur Ómar Ragnarsson engan veginn.

16.6.2012:


"Sérbýli sem kostar 40 milljónir í Hvarfahverfi myndi kosta 65,6 milljónir ef það væri í Þingholtunum.

Íbúð í fjölbýli sem í Hvörfum væri metin á 19,8 milljónir kostaði 29,4 milljónir í Þingholtunum, sem er dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu."

Þingholtin eru dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu

Þorsteinn Briem, 14.12.2012 kl. 22:40

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Hólmsheiði var meðalhitinn 4,5 gráður á árunum 2006 og 2007, eða 1,1 gráðu lægri en á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli.

Veðurmælingar á Hólmsheiði, Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli


Meðalhitinn á Hólmsheiði árin 2006 og 2007 var því trúlega eins og hann var á Reykjavíkurflugvelli árið 1975
.

Hlýnað hefur hérlendis um 0,35°C á áratug frá árinu 1975, um 1,1 gráðu, sem er nokkru meira en hnattræn hlýnun á sama tímabili.

Veðurstofa Íslands - Loftslagsbreytingar


Meðalhiti eftir mánuðum
í Reykjavík á árunum 1961-1990 var á bilinu 0-10°C.

Og búast má við áframhaldandi hlýnun í Reykjavík næstu áratugina.

Veðurstofa Íslands - Hnattrænar breytingar loftslags og áhrif þeirra á Íslandi - Sjá bls. 17

Þorsteinn Briem, 14.12.2012 kl. 22:47

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagfræðistofnun reiknaði með 38 milljarða króna þjóðhagslegum ábata af flugvelli á Hólmsheiði og 18 milljarða hagnaði ríkissjóðs, 26 milljarða hagnaði borgarsjóðs og 11,5 milljarða hagnaði íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Hins vegar yrði töluvert minni ábati af flugvelli á Lönguskerjum.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar - Sjá bls. 87


Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar.


Þar var að meðaltali 79,8% loftraki árin 2006 og 2007 en 75,3% í Vatnsmýrinni.

Meðalvindhraði
á Hólmsheiðinni á þessu tímabili var 6,6 m/s en í Vatnsmýrinni 5,4 m/s og tíðni vindátta var áþekk.

Þorsteinn Briem, 14.12.2012 kl. 22:55

7 identicon

Ef menn vilja flytja flugið til keflavíkur er þá ekki réttast að byggja nýja hátækni sjúkrahúsið allra landsmann þar, það er alveg tímabært að Reykvíkingar geri sér ljóst að þeir þurfa að leggja eitthvað af mörkum fyrir það að hafa hjá sér alla stjórnsýsluna og heilbrigðiskerfið og öll störfin sem það skapar. fyrir utan það að Ríkið á mest allt landið undir Reykjavíkur flugvelli.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 23:09

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ákveðið hefur verið að Landspítalinn verði við Hringbraut og Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur af Vatnsmýrarsvæðinu.

Hins vegar hefur enginn ákveðið að innanlandsflugið verði flutt frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar.

14.12.2012 (í dag):


"Ég vil endilega að ríkið, sem á og rekur Reykjavíkurflugvöll, finni nýjan stað fyrir flugvöllinn sem er annaðhvort í höfuðborginni eða í góðum tengslum við hana," segir Gísli Marteinn Baldursson.

13.12.2012 (í gær):


Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt

Þorsteinn Briem, 14.12.2012 kl. 23:40

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.2.2012:

"Reykjavíkurborg eigi, ásamt einkaaðilum, meirihluta þessa lands, eða 87 ferkílómetra af þeim 150 sem Vatnsmýrin telur.

Ríkið eigi því ekki einu sinni helming landsins og borgarfulltrúinn bendir á að svæði ríkisins minnki enn frekar sé tillit tekið til friðlands fugla og jaðars Öskjuhlíðar."

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Kort


Reykjavíkurflugvöllur fer af Vatnsmýrarsvæðinu samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002, afgreitt af Skipulagsstofnun til staðfestingar umhverfisráðherra 19. desember 2002 og staðfest af umhverfisráðherra 20. desember 2002.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024


11.7.2012:


"Reykjavíkurborg fer með skipulagsvald á flugvallarsvæðinu og það verður innanríkisráðherra að virða eins og aðrir.

Þetta segir formaður borgarráðs sem telur að áætlanir um íbúðabyggð í Vatnsmýrinni standist og flugvöllurinn verði farinn þaðan árið 2024."

Segir innanríkisráðherra þurfa að virða skipulagsvald Reykjavíkur

Þorsteinn Briem, 15.12.2012 kl. 00:45

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Reykjavíkurborg eigi, ásamt einkaaðilum, meirihluta þessa lands, eða 87 ferkílómetra af þeim 150 sem Vatnsmýrin telur."

Hér er átt við hektara en ekki ferkílómetra, þar sem eitt hundrað hektarar eru í einum ferkílómetra.

Þorsteinn Briem, 15.12.2012 kl. 01:33

11 Smámynd: Frosti Heimisson

Eigum við ekki bara að byrja á byrjuninni? Halda löglega kosningu sem yrði þá bindandi og sjá hvað ítreka úr henni kæmi? Held að það myndi slökkva á þessari vitleysu í eitt skipti fyrir öll. Þetta hefði mátt gera í upphafi.

Frosti Heimisson, 15.12.2012 kl. 09:39

12 Smámynd: Frosti Heimisson

Ítreka-> úr ... farsíminn að skipta sér af.

Frosti Heimisson, 15.12.2012 kl. 09:43

13 identicon

Það er eins og mig minni að höfuðborg Íslands sé Reykjavík. Ætlar hún að svíkjast undan því.

Þetta með að þétta byggð út á nesi er í raun afleit hugmynd. Umferðarþvagan er þegar nógu slæm.

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband