Er meiri möguleiki á víðtækri "sátt" núna en síðustu 65 ár?

Í 65 ár hafa fjölmargar tilraunir til að ná "sátt" um nýja stjórnarskrá runnið út í sandinn vegna þess að ævinlega var einhver, sem beitti neitunarvaldi vegna ákveðinna forréttinda og hagsmuna.

Einu umtalsverðu umbæturnar, í kaflanum um kosningar til Alþingis, hafa náðst í hatrammri andstöðu og neitunarvald einhvers hefur ævinlega komið í veg fyrir að ný stjórnarskrá liti dagsins ljós eins og var almenn skoðun helstu stjórnmálaforingja landsins við lýðveldisstofnun.

Eru meiri líkur á allsherjar sátt núna núna en verið hafa síðustu 65 ár? Það er ekki svo að sjá og þeir, sem nú vilja drepa málum á dreif með því að gera allsherjar sátt að skilyrði, eru í raun að biðja um óbreytt ástand, kannski næstu 70 ár.

17 mánuðir eru síðan frumvarp um nýja stjórnarskrá kom fram, og fyrst nú eru sumir að setja fram nýjar aðfinnslur, sem flestar felast í hártogunum, útúrsnúningum og rangfærslum.

Í nýjársávarpi sínu 1949 brýndi þáverandi forseti Íslands foringjana til að standa við stóru orðin um heila, nýja stjórnarskrá.

1953 var endurskoðun komin nokkuð á veg í stjórnarskrárnefnd undir forystu Bjarna Benediktssonar og á Varðarfundi lýsti hann tillögum sem um ótrúlega margt voru þær sömu og stjórnlagaráð setur fram nú.

En þá strandaði framgangur málsins á því að ekki náðist "sátt" um þær umbætur sem nauðsynlegar voru á afar ranglátum kafla um kosningar til Alþingis, en það var mál sem Framsóknarflokkurinn hafði barist hatrammlega á móti í aldarfjórðung.

 Aldrei hafði náðst æskileg "sátt"um þetta mál og varð að lappa upp á það 1942 í fullkominni andstöðu við Framsóknarflokkinn.

Ef þess hefði verið krafist á sjötta áratugnum að ekki mæti breyta stjórnarskránni nema í fullkominni sátt eins og nú er talað um, hefðu þessar umbætur aldrei fengist fram og við sætum enn uppi með stjórnarskrá þar sem þriðjungur atkvæða gæti skapað þingmeirihluta og 400 kjósendur í einu þorpi gætu fengið tvo þingmenn.

Allan lýðveldistímann hefur það staðið í vegi fyrir nýrri og betri stjórnarskrá að aldrei hefur fengist "sátt" um hana þrátt fyrir margar tilraunir stjórnarskrárnefnda.

Ástandið nú virðist vera sams konar ástand og var á árunum 1927-59, nema að nú er það fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn sem er kominn í hlutverk Framsóknarflokksins þá.

Og reynslan sýnir, að þegar hagsmunirnir eru miklir af því að koma í veg fyrir umbætur, verður engu tauti við þá komið sem hafa einsett sér að koma í veg fyrir þær umbætur með öllum tiltækum ráðum.  

Ástæðan nú er svipuð og ævinlega; - umbæturnar hreyfa við hagsmunum þeirra, sem hafa hagnast á óbreyttu ástandi og notið forréttinda.


mbl.is „Margt óskýrt og flókið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

100% sammála þér Ómar, gott hjá þér að rifja þetta upp.

Þórður Sig. (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 21:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bústinn er og böllur stór,
á Bessastaðamórans kór,
ógnarstóran Óla flór,
Ómar mokaði og fór.

Þorsteinn Briem, 2.1.2013 kl. 00:48

3 identicon

Orð að sönnnu Ómar. Það er erfitt að eiga við þessa ands.... sérstaklega ef þeir eru með gott tak á spenanum.

Hjörtur Sævar Steinason (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 01:14

4 identicon

"M.ö.o. mætti hugsa sér – eins og ég hef reifað áður – að bæta við frumvarp stjórnlagaráðs bráðabirgðaákvæði þess efnis að þegar stjórnarskráin hafi tekið gildi (t.d. á sjötugsafmæli þeirrar sem nú gildir, 17. júní 2014) skuli kosið að nýju á grundvelli (lítið) breyttrar stjórnskipunar og breyttra reglna um persónukjör

1. til Alþingis,

2. til embættis forseta Íslands (sem í frægri ræðu sinni í fyrra gaf einmitt til kynna að hann gæti hugsað sér að sitja skemur en fjögur ár – t.d. þar til ný stjórnarskrá væri í höfn) og

3. jafnvel skipað að nýju í Hæstarétt."

http://blog.pressan.is/gislit/2013/01/02/forseti-vanhaefur-i-stjornarskrarmalinu/

Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 07:10

5 identicon

Forsetinn, forseta ræfillinn, er orðinn einn af hættulegustu afturhaldsskörfum samfélagsins.

Nálgast orðið vin sinn Davíð Oddsson.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband