Tíminn vann með okkur.

Alex Jurshevski, sérfræðingur í skuldamálum þjóðríkja leggur aðaláherslu á það í hamingjuóskum sínum til okkar í tilefni af sigrinum fyrir EFTA dónstólnum, að tíminn og tafirnar á málinu hafi unnið með okkur og að hann hafi ráðlagt okkur á sínum tíma að hafa það í huga í málarekstrinum.

Þetta rímar við bloggpistil sem ég skrifaði í fyrradag þar sem ég gerði þetta að aðalumfjöllunarefni undir sömu fyrirsögn og nú.

Ýmsir ráku hins vegar hornin i þessi skrif mín eins og gengur og er svo sem ekkert við það að athuga, þótt ég leyfi mér að segja aftur það sama eftir að hafa sér ummæli Jurshevskís.


mbl.is Óskar Íslendingum til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ómar, ég tek undir með þér að tíminn hefur unnið með okkur.

Á sínum tíma þegar þriðji samningur um Icsave kom til kasta alþingis, þá þótti mér tími til komin að jafnvel samþykkja hann, til að fyrra þjóðina frekari vanda og fá festu í efnahagsmálin.

Á þeim tíma taldi ég að Bjarni Benediktsson sýndi ágætt fordæmi að fara fram gegn einhverjum úr elítunni og samþykkja þennan kost sem var í boði.

Það er alltaf þannig að eftir á geta menn sagt allt milli himins og jarðar í upphafningu yfir því að hafa haft rétt fyrir sér.

En það þurfti ekki mikið til að eitthvað í þessum dómi yrði okkur mótdrægt og þá hefði allt þetta mál haft annað yfirbragð.

Svona er lífið, þar eru alltaf margar hliðar að skoða, og ekkert auðvelt að taka réttar ákvarðanir og hafa alltaf á réttu að standa.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 30.1.2013 kl. 20:24

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það væri jafn sorglegt að Vigdís Finnbogadóttir færi að verja hroka Steingríms Sigfússonar og Svavars Gestssonar í Icesavemalinu og að Ómar Ragnarsson hefur ákveðið að reyna að verja dómgreindarleysi ríkisstjórnarinnar í þessu sama máli. Vigdís heldur sinni virðingu á sama tíma og Ómar Ragnarsson virðist haldinn einhvers konar sjálfseyðingarhvöt. Þetta er afar dapurt, því fáir Íslendingar hafa lagt jafn mikið m.a. til náttúruverndar og Ómar.

Ekki það að ég teldi það þjóðþrifamál að nýta reynslu og þekkingu Ómars til þess að vinna efni um Ísland. Til þess að slíkt þarf að útvega fjármagn. Vonandi getur það orðið að veruleika í tíð komandi ríkisstjórnar. Þó ég sé ekki alltaf sáttur við skoðanir Ómars vil ég að starfskraftar hans nýtist sem best. 

Sigurður Þorsteinsson, 30.1.2013 kl. 22:39

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig getur þú sagt það hafi verið "vörn gegn dómgreindarleysi ríkisstjórnarinnar" þegar ég skrifaði undir áskorun á forseta Íslands um að vísa Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu, auk þess sem ég bloggaði á þann veg að ég teldi ósanngjarnt og þess vegna ótækt, þótt AGS, Bretar, Hollendingar, ESB og Norðurlöndin beittu okkur þvílíkum þrýstingi allt frá október 2008, að aðstaða ráðamanna okkar og samningamanna væri hræðilega erfið, að hver íslenskur skattborgari ætti að borga 25 sinnum meira vegna þessa máls en hver skattborgari í Bretlandi og Hollandi?

Hvernig fer þetta saman við þá fullyrðingu þína að ég hafi verið að "verja dómgreindarleysi ríkisstjórnarinnar" og raunar líka ríkisstjórnarinnar á undan henni? 

Einn kosturinn sem ég  sá einmitt við það að halda þjóðaratkvæðagreiðslu var sá að þá tefðist málið án þess að Bretar og Hollendingar gætu nokkuð við því gert og að þá gæfist líka tími til að sækja málið með kynningu á erlendum vettvangi, meðal annars í fjölmiðljum, til þess að vinna málstað okkar fylgi.  

Ómar Ragnarsson, 30.1.2013 kl. 23:07

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.8.2009:

"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.

Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."

"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."

Þorsteinn Briem, 30.1.2013 kl. 23:17

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

EFTA dómstóllinn dæmdi eftir tilskipun frá 1994 sem var lögfest á Íslandi 1999.

Varla hefði hann dæmt öðruvísi eftir þeim árið 2009 heldur en árið 2013?

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2013 kl. 03:44

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingar vissu ekki hvernig dómur EFTA-dómstólsins yrði í þessu Icesave-máli og virtust almennt vera mjög undrandi á niðurstöðunni.

Þorsteinn Briem, 31.1.2013 kl. 04:21

7 Smámynd: K.H.S.

Það var ekki tíminn heldur við, við  sjálf sem ákváðum að standa í lappirnar sem unnum sigur. Þinn tími kemur ekki það er víst.

K.H.S., 31.1.2013 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband