Mun vantraustsumræða gefa afsökun fyrir uppgjöf?

Það er rætt um að engan tíma megi missa til að klára stjórnarskrármálið á þessu þingi. 

Ljóst er að ef þingið þarf að fara eyða tíma í umræðu um vantrauststillögu verður hann ekki notaður í annað á meðan.

Þess vegna er ástæða til að óttast það að vantrauststillaga, hvort sem hún verði samþykkt eða ekki, muni gefa þinginu afsökun fyrir að klára málið ekki á þeim forsendum að með umræðunni um hana hafi farið dýrmætur tími í súginn.

Þar með yrði það aldrei sannað af eða á, hvort málið hefði hvort eð er fallið á tíma eða ekki.

Ég held að með vantraustsumræðu og atkvæðagreiðslu um hana sé allt of mikil áhætta tekin, þó ekki sé nema varðandi þann tíma sem í hana myndi fara.  

Eina leiðin til að finna út hvort þingmeirihlutinn muni afgreiða stjórnarskrármálið er að gefa honum eins mikinn tíma og frið til þess og unnt er.

Kannski eru vangaveltur Árna Páls Árnasonar liður í því að undirbúa jarðveg eftir kosningar með einhvers konar millilendingu eða meðalvegi, því það þing, sem þá verður kosið, mun hvort eð er verða að taka málið til afgreiðslu. Með því að taka nokkra kafla út úr og samþykkja þá nú, verði hægt að afgreiða þá stjórnarskrárbreytingu endanlega eftir kosningar. 

Þetta er sjónarmið og matsatriði út af fyrir sig en ég held hins vegar að ástæða sé til að efast um að það geri málinu meira gagn en að fara að vilja yfirgnæfandi meirihlluta í þjóðaratkvæðagreiðslu í haust og samþykkja það frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem nú er búið að ganga frá. Það hlýtur að vera augljós skylda þess þingmeirihluta sem stóð að þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. 

Ef meirihluti komandi þings verður á þeirri skoðun að nokkrir kaflar sem fengu afgerandi meirihluta í sérstökum spurningum um þá í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þ. e. mannréttinda- og auðlindakaflinn, beint lýðræði, kaflinn um alþingiskosningar og í viðbót ákvæðið um sómstóla og afsal ríkisvalds, ætti þessi komandi meirihluti að geta samþykkt þá kafla, hvort sem þeir hafa verið samþykktir sér fyrir kosningar eða ekki.

Þá myndi málið allt vera tekið upp að nýju, en afgreiðsla þess að vísu dragast um eitt stykki Alþingiskosningar.    

  


mbl.is Vaxandi líkur á vantrausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þór Saari verður banabiti allra tilrauna til stjórnarskrárbreytinga láti hann verða af þessu. Sannkölluð fimmta herdeild í herbúðum íhaldsaflanna sem engu vilja breyta.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 17:46

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hugsið þið stjórnarskrárspekingar aldrei út í það að næsta þing geti hreinlega fellt þetta stjórnlagafrumvarp hvað sem Þór Saari vill núna? Þetta er ekki plagg sem þjóðin er sátt við. Það er allt í lagi að hafa gömlu skrána áfram, það er ekkert stórvægilegt að henni sem ekki má redda ef þarf.

Halldór Jónsson, 2.3.2013 kl. 19:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Niðurstaða talningar atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október síðastliðinn um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga:

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?


Já sögðu
73.408 eða 64,2%."

Þorsteinn Briem, 2.3.2013 kl. 19:26

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forsætisráðherra hefur þingrofsvaldið, alþingiskosningar verða 27. apríl næstkomandi og enda þótt áætlað sé að Alþingi starfi fram í miðjan mars getur það starfað mun lengur.

"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boðaði til þingkosninga 25. apríl [2009] og rauf þing frá og með þeim degi."

"Á vorþingi 2009 var þingrof tilkynnt 13. mars en þingið starfaði fram til 17. apríl og var fjöldi mála afgreiddur á þessum tíma.

Forsætisráðherra tók það raunar fram þegar tilkynnt var um þingrofið að "engar hömlur" væru "á umboði þingmanna á þessu tímabili", unnt væri að leggja fram ný mál, enda þótt tilkynnt hafi verið um þingrof og hægt væri að afgreiða bæði almenn lög og stjórnskipunarlög."

"Þingstörfum var frestað aðeins rúmri viku fyrir kjördag."

Þorsteinn Briem, 2.3.2013 kl. 19:33

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Enn og aftur gæti Steini Briem haft rétt fyrir sér. Þinglok gætu orðið eftir páska? Ef svo er stígur formaðurinn ekki í takt við konurnar í flokkunum. Valkyrjurnar sem hafa ýtt stjórnarskráfrumvarpinu á undan sér gætu líka samið um mál við Hreyfinguna.

Málamiðlun eða samráð við stjórnarandstöðuna er ekki útilokað. Óklárað stjórnarskrámál mun verða dragbítur á stjórnmálaumræðuna í nálægri framtíð. Vilji hátt í 75% kjósenda verður varla hundsaður.

Sigurður Antonsson, 2.3.2013 kl. 20:41

6 identicon

Næsta ríkiörgsstjórn mun akkert samþykkja þessa stjórnarskrá óbreytta.

Þetta vita allir, og þú líka Ómar.

Til hvers að halda áfram að sóa tíma Alþingis í þetta á meðan fjölmörg miklu mikilbægari verk bíða?

Þetta er gæluverkefni sem er fyri löngu búið að klúðra til andskotans.

Sigurður (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 21:08

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður,

Það er hvorki núverandi né næstu ríkisstjórnar að samþykkja breytingar á stjórnarskránni, heldur meirihluta Alþingis fyrir og eftir alþingiskosningar.

Og þú veist ekki frekar en aðrir hverjir verða í ríkisstjórn eftir kosningarnar.

Framkvæmdarvaldið breytir ekki stjórnarskránni og núverandi formaður Samfylkingarinnar á ekki sæti í ríkisstjórninni.

Ef samþykkt yrði vantraust á ríkisstjórnina gæti tekið við starfsstjórn fram að alþingiskosningunum nú í vor og sú ríkisstjórn tæki engar meiriháttar ákvarðanir.

"Starfsstjórn er það gjarnan kallað þegar ríkisstjórn hérlendis eða erlendis hefur beðist lausnar en forseti (eða annar sem fer með þjóðhöfðingjahlutverk) biður ríkisstjórnina að sitja áfram meðan ný (þingræðis)stjórn er skipuð.

Slík stjórn er gjarnan talin hafa takmarkaðra umboð
en ofangreindar stjórnir til veigamikilla ráðstafana."

Þjóðstjórn, starfsstjórn, utanþingsstjórn o.fl. hugtök - Gísli Tryggvason


20.2.2013:


Þór Saari vill þingrof og starfsstjórn

Þorsteinn Briem, 2.3.2013 kl. 22:24

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú eru þingkosningar áætlaðar 27. apríl. Mín vegna mætti þing standa til 26. apríl. Ljúka mætti þá fleiri málum, ekki veitir af, en ef á að hætta í miðjum klíðum um miðjan manuðinn.

Nú eru þingmenn eiginlega hátekjumenn, fá milli 500 og 600 þúsund á mánuði. Þannig að þeir teljast vart á flæðiskeri staddir. Fram til 1963 voru þeir á n.k. dagsbrúnartöxtum, fengu greitt miðað við hvern dag sem þing starfaði. Voru þeir n.k. daglaunamenn. Viðreisnarstjórnin breytti þessu og gerði þingmenn að mánaðarkaupsmönnum.

Þess má geta að 37.5% starf við að gæta barna í skólaseli gefur af sér um 90 þús. á mánuði eða rúmlega hálfum atvinnuleysisbótum. Kannski meiri kröfur séu gerðar til þess starfa en þeirra sem leyfa sér stundum að haga sér eins og kjánar í þingsölunum.

Guðjón Sigþór Jensson, 2.3.2013 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband