Heitir landið ekki Ísland ?

Samkvæmt veðurspá mun veðrið um næstu helgi verða eitthvað aðeins hlýrra en í meðalári. En við erum orðin svon góðu vön það sem af er árs að smá norðanhvellur, sem verður næstu daga, virkar á okkur sem hálfgerð svik og "algjör umskipti". 

Á sunnanverðu landinu er ekki spáð snjókomu nema afar takmarkaðan tíma þessara daga, sem framundan eru.

Hálfur bílaflotinn á höfuðborgarsvæðinu, ca 60 þúsund bílar, eru búnir að lemja lélegt slitlag gatnakerfisins með óþörfum nöglum í mestallan vetur og slíta honum upp svo nemur hundraða milljóna kostnaði.

Á Sauðárflugvelli í 660 metra hæð inni á miðju austurhálendinu hefur verið allt upp í sex stiga hiti alla daga nema einn í meira en hálfan mánuð.  

Landið heitir jú Ísland, er það ekki?  Við erum með mesta ísskjöld á norðuhveli jarðar í aðeins 285 kílómetra fjarlægð frá Hornströndum og það er hindrunarlaus leið fyrir íslkald loftið á norðurpólnum, þar sem enn er nótt allan sólaringiinn til að blása sér yfir ís og sjó alla leið frá þaðan til okkar.

 


mbl.is Algjör umskipti í veðrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er nú ekkert!

Ég var fermdur um miðjan júní í stórhríð í Svarfaðardal.

Halda átti fermingarbarnamót í Hrísey en því var aflýst vegna veðurs.

Bekkjarbróðir minn, Hjöri á Tjörn, aftari helmingurinn á Hundi í óskilum, lét hins vegar ekki ferma sig, enda kommúnisti.

Þorsteinn Briem, 3.3.2013 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband