Frábært andóf sem reynt verður að berja niður.

Frábært er að heyra ályktun íbúafundar í Skagafirði um Blöndulínu 3 þar sem dregin eru fram mjög sterk gagnrök gegn þeim rökum, flestum falsrökum, sem Landsnet hefur haft uppi varðandi lagningu risaháspennulína, sem reynt er að færa í búning lína, sem þurfi til að "tryggja afhendingaröryggi" fyrir almenning, en eru í raun ætlaðar fyrir stóriðjuna.  Annars þyrfti þær ekki og alla vega ekki nema brot af þeirri stærð sem verið er að þvinga fram.

Í útvarpsviðtali á dögunum gaf talsmaður risalínufíklanna það sterkt í skyn að verði ekki gengið að kröfum um slíkar línur muni íbúar viðkomandi landssvæða fá að sitja uppi með gamlar og lélegar línur sem brotni eins og eldspýtur þegar veður á borð við septemberveðrið í fyrra dynja á.

Annað hvort risalínur fyrir stóriðjuna eða ekki neitt.

En björninn er ekki unninn. Þegar íbúar í Vogum í Vatnsleysuströnd reyndu andóf settu stóriðjufíklarnir og áltrúarmennirnar af stað fádæma herferð þvingana og hótana sem urðu til þess að að lokum var valtað yfir íbúana.

Sama verður reynt fyrir norðan og öllum tiltækum ráðum beitt til að fá fram vilja stóriðjunnar með ofbeldi, þvingunum og hótunum.

Túrbínutrixið frá því í byrjun Laxárvirkjunar, uppkaup á lykilfólki og allur pakkinn mun þá verða opnaður til þess að stóriðjuhraðlestin geti brunað og eyðilegging einstæðrar náttúru Íslands kláruð eins og vilji stendur til.


mbl.is „Nóg komið af óarðbærum framkvæmdum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að skapi mínu Skagfirðingar,
skítbuxa þeir alla flengja,
þjarma að þeim þvergirðingar,
þindarlausir skúrka tengja.

Þorsteinn Briem, 1.4.2013 kl. 16:28

2 identicon

Þessar 220KV línur sem Landsnet áformar að reisa til þess að tengja Kárahnúkavirkjun við SV hornið og stórvirkjanir og stóriðju á Suðurlandi, eru flestar með uþb 500MW flutningsgetu en Suðurnesjalínan hefur rúmlega 600MW flutningsgetu. 400KV Heiðmerkurlínurnar afkasta 1.000MW hvor.

Til samanburðar er:

-Meðalálag raforkukerfisins uþb 2.000MW

-Aflþörf als Höfuðborgarsvæðisins 200MW

-Aflþörf Akureyrar (án Bekromal) 20MW

-Alcoa 650MW

-Rio Tinto 330MW (eru að stækka í 400MW)

Aflþörf allrar landsbyggðarinnar er álíka og höfuðborgarsvæðisins eða uþb 200MW og er spáð litlum vexti vegna lítillar fólksfjölgunar

Raflínan milli Varmahlíðar og Akureyrar er veikasti hlekkur Byggðarlínunnar með aðeins 100MW flutningsgetu en aðrir hlutar hennar geta afkstað uþb 150MW.

Enginn byggir flutningsmannvirki með 500MW flutningsgetu fyrir almenna raforkunotkun í dreifbýli og ekki einu sinni fyri Höfuðorgarsvæðið.

Hinsvegar rukkar ríkið 15% vörugjald af jarðstrengjum á meðan loftlínur eru gjaldfrjálsar.

Loftlínur verða eftirleiðis aðeins reistar til að tengja stóriðju og stórvirkjanir. Orkuflutningar til almennings eru við flestar aðstæður orðnir hagkvæmari með jarðstrengjum

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 17:05

3 identicon

Vert er að geta þess að Suðurnes og Suðurlandsundirlendið fá raforku utan hinnar eiginlegu Byggðarlínu og í því ljósi er fráleitt fyrir Landsnet að halda því fram að 220KV lína með 500MW flutningsgetu geti kallast "Styrking Byggðarlínu".

Þetta er heinræktað stóriðjumannvirki.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 17:34

4 identicon

sem flestar raflínur í jörð minni áföll og sjón mengun mun meyra öryggi . KV: GN.

Guðmundur G Norðdahl (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband