"Fólk er fífl 3". Vonandi hægt að skipta um rafhlöðu.

Í fróðlegum erlendum sjónvarpsþætti var greint frá mörgum dæmum um það hvernig framleiðendur freistast til þess að útbúa vörur sínar þannig að þær endist örugglega ekki of lengi, til dæmis í aðeins eitt og hálft ár.

Meira að segja samkomulag framleiðenda ljósapera í heiminum 1920 um að engar perur entust meira en í 1000-1500 klukkustundir.  

Meðal annars var greint frá því að í fyrsta snjallsíma risaframleiðenda hefði rafhlaðan verið höfð þannig, að ekki væri hægt að skipta um hana og að hún entist ekki nema takmarkaðan tíma, þannig að þegar hún yrði ónýt, væri búið að læsa eigandann inni í nokkurs konar búri, þar sem hann þyrfti annað hvort að eyða hátt í verð nýs síma til að láta gera við hann eða kaupa sér annan síma.

Athugull kaupandi fór í mál við fyrirtækið í Bandaríkjunum út af þessu.

Sjálfur á ég nokkurra ára gamlan snjallsíma. Eftir að hafa átt hann í um eitt og hálft ár brá svo við að rafhlöðunni hrakaði hratt og varð síminn ónothæfur. Ég ætlaði þá að kaupa aðra rrafhlöðu en var sagt frá því, að það væri ekki hægt að skipta um rafhlöðu í þessum síma.

Nú var úr vöndu að ráða. Annað hvort að henda símanum, sem ég hafði keypt fyrir sjötíu þúsund krónur eða að taka boði um að láta gera við hann.  

Í bandaríska tilfellinu, sem greint var frá í sjónvarpsþættinum, var upplýst að rafhlöðurnar entust aðeins rétt fram fyrir þann tíma, sem síminn væri í ábyrgð, svo að kostnaðurinn lenti allur á kaupandanum.

Í mínu tilfelli kom í ljós að ég var svo ljónheppinn að sleppa rétt innan þess tíma sem ábyrgðin gilti, eða réttara sagt, vegna fjarvista að heiman og oft uppi í óbyggðum, varð ég að gera ráðstafanir strax. 

Ég komst svosem af, því að til vara átti ég 5000 króna síma frá sama framleiðanda 

Og hvernig fór þetta svo?  Jú, ég þurfti að vera án símans í næstum tvo mánuði, því að það þurfti að senda hann til Svíþjóðar til viðgerðar!  

Og síðan kom reikningur: 15 þúsund krónur! Ég fór að velta því fyrir mér hvað þetta hefði kostað ef síminn hefði ekki verið í ábyrgð.

Nú er ábyrgðin runnin út og það kemur væntanlega í ljós þegar rafhlaðan deyr næst hvernig ég fer út úr þessu þá. Mig er farið að gruna og er viðbúinn því að það muni gerast og veit, að það að eiga þennan síma áfram muni ekki  aðeins kosta mig 15 þúsund aukakrónur á hálfs annars árs fresti, heldur miklu meira. 

Þetta voru slæmu fréttirnar.

Góðar fréttir?

Já, með svona kerfi er hægt að skapa fjölda fólks vinnu við viðgerðir og vesen, sem grunnhyggnir neytendur borga, eða að lokka hina svekktu kaupendur til að kaupa nýja síma.

"Þú áttir að kynna þér símann og sjá í smáa letrinu að ekki væri hægt að skipta um rafhlöðu", var sagt við mig.

"Já, en ég var búinn að eiga fjölda farsíma í aldarfjórðung og þetta var sá fyrsti þar sem ekki var hægt að skipta um rafhlöðu," andmælti ég. Hvernig átti ég að vita það að þessu væri allt í einu búið að breyta?"

"Með því að kynna þér upplysingarnar um símann," var svarið.

Já, maður verður víst að sætta sig við það að um mann sjálfan gildi hið "fornkveðna":  "Fólk er fífl." 

Ég veit að Galaxy síminn, sem er undanfari Galaxy S4 er með sér rafhlöðu. Vonandi er sá nýi einnig þannig.  


mbl.is Hafa selt 10 milljónir Galaxy S4 síma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fólk vill hafa *þetta* svona, því fólk trúir ekki að afstaða þess skipti máli. Auk þess trúir fólk því að það sé upplýst á meðan það getur lært fyrir próf.

Þegar kennslukerfi fer að krefja kennara um að tengja ólíka þekkingu saman og prófin fara að endurspegla það, fer fólk að nota hausinn. Þegar við endurreisum raunlýðræði mun fólk sömuleiðis átta sig á að afstaða þess hefur vægi.

Þá fyrst mun styttast í að heimskerfi neytendahyggjunnar komist upp með að meðhöndla fólk sem fífl ... held ég, eða vona það.

Guðjón E. Hreinberg, 26.5.2013 kl. 20:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvað ætli Ómar Ragnarsson hafi að gera með snjallsíma, maður sem kann varla á tölvu?!

Ég keypti farsíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sjö þúsund krónur fyrir sex árum og hann er enn í góðu lagi.

En um að gera að kaupa snjallsíma fyrir sjötíu þúsund krónur, trúlega um eitthundrað þúsund krónur á núvirði, og henda honum svo jafnvel einu og hálfu ári síðar.

Það er snobb ef viðkomandi hefur ekkert með slíkan síma að gera.

Þorsteinn Briem, 26.5.2013 kl. 21:26

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Segðu mér, Steini, hvernig ég á að vera jafnsettur tæknilega í sambandi við umheiminn þá daga sem ég er uppi á Brúaröræfum eða annars staðar á slíkum slóðum eins og ég er í Reykjavík.

Ég er enn fréttamaður, þótt ég sé núna sjálfstæður á því sviði.

Ég keypti ódýrasta snjallsímann, sem þá var á boðstólum, í stað þess að kaupa stærri og dýrari spjaldtölvu, en það, að ég eigi ekki slíkan grip sem jafnvel flesti unglingar ganga með, þykir mikil sérviska og níska hjá mér.

Og flestir hlæja að 5000 króna símanum, sem er minn aðalsími.

Ómar Ragnarsson, 26.5.2013 kl. 21:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gott að þú getir notað þinn snjallsíma til góðra og skynsamlega verka, Ómar Ragnarsson.

Það eru ekki allir jafn snjallir og þú í þessum efnum.

Og það fólk sem hlær að þínum fimm þúsund króna farsíma er sjálft hlægilegt.

Þorsteinn Briem, 26.5.2013 kl. 22:20

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég er nýbúinn að uppfæra úr 7 ára gömlum Sony Ericsson upp í Galaxy S4. Það var orðið sambandsleysi í tökkum á þeim gamla, en rafhlaðan í fullu fjöri. Það er hægt að skipta um rafhlöðuna í þeim nýja og eitthvað segir mér að hún muni ekki duga í 7 ár. Það þarf að hlaða kvikindið mun oftar en þann gamla.

Brjánn Guðjónsson, 26.5.2013 kl. 22:40

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta kallast skipuleg úrelding upp á íslenskuna. Nánar um þetta hérna, http://en.wikipedia.org/wiki/Planned_obsolescence

Jón Frímann Jónsson, 26.5.2013 kl. 22:52

7 identicon

Nokia 6310i  sem tæplega 12 ára virkar fínt, keyptur í Skotlandi, þar er sparnaður og nýttni enn dygð.

Már

Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 22:52

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... til góðra og skynsamlegra verka ...," átti þetta að sjálfsögðu að vera.

Á baksíðu Moggans
átti eitt sinn að vera viðtal við Jón Sigurðsson, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um álver á Keilisnesi.

Ég les fréttina yfir en sé ekkert athugavert við hana, fyrir utan að þar stóð "Granges" en ekki "Gränges".

Ég bið um að þetta sé lagað og það var að sjálfsögðu lítið mál fyrir dömuna í lestrinum.

Þegar ég mæti svo aftur um morguninn er uppi fótur og fit, því þá var téður Jón Sigurðsson með langa veðurlýsingu inni í miðju viðtalinu í þrjátíu þúsund eintökum.

Styrmir ritstjóri
hafði eldsnemma um morguninn rekið augun í þetta óvænta blaður í Jóni um veðrið, lét stöðva prentunina í miðju kafi og prenta helminginn af Mogganum án þessarar veðurlýsingar Jóns en það kostaði margar milljónir króna.

Þorsteinn Briem, 26.5.2013 kl. 22:54

9 Smámynd: Snorri Hansson

Í þessu sambandi má benda á að þegar skrifað er um rafbíla er svo til eingöngu fjallað

um sparnað á eldsneytisnotkun en síður um endingu rafhlaða og kostnað við skifti.

Sem er auðvitað gríðarlegur.

Snorri Hansson, 27.5.2013 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband