Engin skömm að tapa fyrir svona góðu liði.

Þýska kvennalandsliðið í knattpyrnu hefur ekki tapað í 59 leikjum í röð í 17 ár, og það var ekki við því að búast að sú ganga yrði rofin í leik við íslenska liðið í dag.

Allar tölurnar sýndu styrkleikamuninn, 2-22 og 1-12 ef ég man rétt varðandi skot að marki eða á mark og markatala var því eftir því.

Þýska liðið var það gott að það var ekki hægt að búast við að sleppa við refsingu fyrir hver ein mistök, eins og til dæmis mistök íslensks varnarmanns í aðdraganda annars marksins.

Stelpurnar börðust oft vel en mættu einfaldlega ofjörlum sínum. Engin skömm að tapa fyrir svona liði og nú er bara að ná góðum leik gegn hollenska liðinu.


mbl.is Öruggur 3:0 sigur Þjóðverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband