Rök hvalveiðimanna fyrir fækkun hvalanna standast ekki.

Hvalveiðimenn halda fram þeim rökum varðandi fækkun þeirra hvala sem sjáist að meðaltali í hverri hvalaskoðunarferð á Faxaflóa, að það séu hvalaskoðunarbátarnir, sem fæli hvalina í burt.

Ef þetta væri rétt liggur í augum uppi að margfalt meiri hvalaskoðun á Skjálfandaflóa í áraragðir væri búin að fæla burt alla hvali þar. En svo er ekki eins og sást vel á myndum sem teknar voru í ferð Yngva Hrafns Jónssonar á Skjálfanda og sýndar í sjónvarpi.

Þau rök að veiða þurfi hvali til þess að koma í veg fyrir að þeir útrými fiskistofnunum standast heldur ekki.

Til þess að hægt væri að fækka hvölum það mikið að það hefði áhrif á át þeirra, þyrfti að tífalda veiðarnar, annars sæist ekki högg á vatni.

Hvalasérfræðingar segja að náttúran sjálf sjái um að búa til nýtt jafnvægi ef menn hætti að veiða hvali, því að ætið fyrir hvern hval minnkar með fjölgun þeirra uns nýju jafnvægi sé náð.

Eða hvernig fóru fiskistofnarnir að því að lifa áður en hvalveiðar hófust í stórum stíl á síðari hluta 19.aldar?

Þetta mál snýst ekki lengur um það hvort hvalveiðar séu ómannúðlegri eða ósjálfbærari en aðrar veiðar heldur er um hreina viðskiptahagsmuni, þar sem óskynsamlegt er að láta afar litla hagsmuni valta yfir margfalt meiri hagsmuni.

Í viðskiptum gildir lögmálið að viðskiptavinurinn hefur rétt fyrir sér, - ekki seljandinn. Það er ekki hægt að selja viðskiptavininum vöru sem hann vill ekki.

Hvort sem okkur líkar það betur eða ver er almenningsálitið hjá helstu viðskiptaþjóðum okkar mjög andsnúið hvalveiðum þótt meirihluti Íslendinga telji þær sjálfbærar og ekkert ómannúðlegri en hverjar aðrar veiðar.

Það er kominn tími til að menn horfist í augu við þá staðreynd að hvalveiðar valda okkur tjóni og meira að segja vaxandi tjóni ef valta á yfir hagsmuni hvalaskoðunarfyrirtækja við Faxaflóa og hagsmuni ferðaþjónustunnar almennt.

 


mbl.is Hvalveiðar ekki réttlætanlegar á Faxaflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef hvalaskoðun er stöðugt vaxandi atvinnugrein, hvernig má þá vera að hvalveiðar valdi þeim tjóni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.7.2013 kl. 10:48

2 Smámynd: Már Elíson

Afþví að hvalir eru ekki bara hvalir.

Már Elíson, 28.7.2013 kl. 12:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einungis tveir litlir bátar hafa veitt hrefnur hér við Ísland nú í sumar, Hrafnreyður frá Kópavogi og Hafsteinn SK.

Og hrefnurnar hafa farið í kjötvinnslu í Hafnarfirði.

Hrefnuveiðar hér við land nú í sumar hófust 9. maí og veiddar höfðu verið 25 hrefnur síðastliðinn mánudag, 22. júlí.

Sem sagt fimm hrefnur veiddar að meðaltali á mánuði af hvorum báti fyrir sig.

Hvalaskoðun
frá Reykjavík er hins vegar nú með árlega veltu upp á einn milljarð króna og skapar hundruð starfa."

Fordæma minnkun hvalaskoðunarsvæðis


Hvalaskoðunarfyrirtækin í Reykjavík gætu þess vegna greitt útgerðum hrefnubátanna fyrir að hætta veiðum á hrefnu.

Þar að auki eru hrefnuveiðarnar ekki þjóðhagslega hagkvæmar, þar sem hrefnukjötið kemur í stað kjöts frá íslenskum bændum.

Árin 2011 og 2012 var hrefnukvótinn hér við land 216 dýr á ári en einungis voru veiddar hér 58 hrefnur árið 2011 og 52 árið 2012, eða 0,1% af hrefnustofninum hér við Ísland, samkvæmt hvalatalningum Hafrannsóknastofnunar.

Hrefnur éta
þar að auki mjög lítið af verðmætasta fiskinum og enda þótt hér yrðu veiddar 200 hrefnur á ári skiptir það nánast engu máli fyrir lífríkið í hafinu.

Af fæðu hrefnunnar
er ljósáta 35%, loðna 23%, síli 33% og þorskfiskar 6%.

13.6.2012
:

"Heildarkvóti á hrefnu þetta árið er 216 dýr og klárt mál að því verður ekki náð - enda einungis unnið fyrir innanlandsmarkað."

Hrefnukvóti norskra báta var hins vegar 1.286 dýr á ári 2011 og 2012 en markaðir fyrir hrefnukjöt erlendis eru einungis í Noregi og Japan, sem heimamenn sinna sjálfir.

Þorsteinn Briem, 28.7.2013 kl. 12:31

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Veiði fimm hrefna á mánuði getur ekki valdið því, að þær hrekist af Faxaflóa.

Hins vegar eru daglegar hvalaskoðunarferðir út á flóann sennilega þónokkrar á hverjum slíkum báti á dag og það miklu líklegra til að fæla hvalina burt, hvað sem þú segir um Húsvíkinga, Ómar, en þeir hafa stundað þetta lengur og gera það e.t.v. með varkárari hætti.

Faxaflói er geysistór og engin ástæða fyrir hvalaskoðara að eigna sér hann allan. Ég stend alveg með Sigurði Inga Jóhannssyni í þessu máli, enda var ákvörðun fyrri ráðherra fremur nýleg og var ekki ástæðan fyrir vexti þessara skoðunaferða í mörg ár þar á undan.

Og ástæðan fyrir því, að Norðmenn geta ekki torgað meiri hrefnu (reyndar mætti markaðssetja hana betur) er fyrst og fremst sú, að þeir veiða margfalt meira af henni en við.

Jón Valur Jensson, 28.7.2013 kl. 13:25

5 identicon

"Hvort sem okkur líkar það betur eða ver er almenningsálitið hjá helstu viðskiptaþjóðum okkar mjög andsnúið hvalveiðum". Ef maður les blöð / fylgist með fréttum, frá evrópu, þá sér maður helst ekkert um hvalveiðar. Þegar svona fullyrðingar koma þá eru þær yfirleitt byggðar á könnunum sem friðunarsinnar láta gera, almenningur er ekki að pæla neitt í hvalveiðum íslendinga.

Steini Briem, af hverju segir þú að hrefnukjötið komi í stað annars kjöts, er það ekki bara viðbót við aðra kjötsölu? Varðandi fæðu hrefnunar, eru þetta flottar tölur, það er betra að hrefnan éti þetta heldur en þorskur og ufsi (ýsan er hrææta og étur mest af borninum) þannig að nytjafiskarnir okkar svelti.

Í fyrsta skipti í veraldarsögunni er ég sammála Jóni Val, mér finnst ótrúlegt að veiðar á fimm hrefnum á mánuði nái að hrekja alla hrefnu burt af jafnstóru svæði og flóinn er. Það væri gaman að fá samanburð á sigldri vegalengd hjá skoðunarbátum annars vegar og veiðibátum hins vegar. Það skyldi þó ekki vera að skoðunarbátarnir séu sjálfir að hrekja hana burt???????

Larus (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 14:07

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Skjálfandaflóa koma hrefnur alveg upp að hvalaskoðunarbátunum, enda hafa hvalir enga ástæðu til að óttast þar báta.

Hvalir eru spendýr og langt frá því af vera jafn heimskir og Framsóknarflokkurinn.

"Reglubundnar hvalaskoðunarferðir í Skjálfandaflóa hófust á Knerrinum árið 1995."

"Í upphafi var hrefnan algengasti hvalurinn í flóanum en á síðari árum hafa fleiri tegundir bæst í hópinn."

"Hrefnur eiga til að koma alveg upp að hvalaskoðunarbátunum [í Skjálfandaflóa] til að virða fyrir sér fólkið eða skoða bátana, sem þær eru farnar að þekkja eftir áralangar samvistir."

Hvalaskoðun í Skjálfandaflóa - Myndir af hrefnum við hvalaskoðunarbáta

Þorsteinn Briem, 28.7.2013 kl. 14:09

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Larus" heldur náttúrlega að hrefnukjöt komi í staðinn fyrir súkkulaðikex og hrefnukjötsætur éti meira en venjulega þegar þær graðga í sig hrefnukjöt.

Þorsteinn Briem, 28.7.2013 kl. 14:19

8 identicon

Þú hefur rétt fyrir þér Steini með hvalina og framsóknarflokkinn :)

En það er líka ein spurning í viðbót, sem væri líka gaman að skoða. Er það rétt hjá mér að fyrir norðan séu bara notaðir "gamlir" bátar sem fara hægt yfir á meðan á Faxaflóanum séu líka hraðbátar? Það var velþekkt fyrirbæri hér við land (sérstaklega á síldarárunum) að bátar gefa frá sér mismunandi hljóð (skrúfuhljóð) og þegar sumir bátar komu inná firði fyrir austan, þá hvarf síldin vegna hávaða. Hefur einhver pælt í því að þessir gömlu bátar voru byggðir líka með þetta í huga en í dag er bara pælt í hraða vs eyðslu.

Larus (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 14:30

9 identicon

Takk fyrir kommentið (þetta nr.7) Steini. Það voru góð rök í því :)

Larus (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 14:51

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gentle Giants Whale Watching á Húsavík hefur einnig notað opna slöngubáta (RIB-báta).

"RIBs, sometimes known as rigid inflatable boats, rigid hull inflatable boats, or RHIBs, are powerboats fitted with inflatable collars or tubes."

Opinn slöngubátur (RIB-bátur) - Mynd

Þorsteinn Briem, 28.7.2013 kl. 15:08

11 identicon

Hér er gömul grein:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1111216/

Jóhann (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 17:35

12 identicon

04.07.2011 | 21:30

Iceland Rewew


New Study: Whale Watching Disturbing for Whales
 
 http://www.icelandreview.com/icelandreview/daily_news/New_Study_Whale_Watching_Disturbing_for_Whales_0_379731.news.aspx

A new study conducted at the University of Iceland Research Center for Marine Mammal Biology in Húsavík, northeast Iceland, indicates that minke whales change their conventional behavioral pattern when approached by whale watching boats.

whalewatching_ps

Right Turism.

Whale watching is the fastest growing form of ecotourism. With millions of participants, the industry is worth billions of dollars annually. Whale watching can help incentivise the protection of whales, by providing local income and employment opportunities. However, whale watching needs to be carefully organised, in order to prevent disturbance and injury to the whales.

Whale watching disturb humpback whales

The whale watching vessels circle a hump back whale,  Nuup Kangerlua 2009 Photo: Tenna Boye
The whale watching vessels circle a hump back whale, Nuup Kangerlua 2009 Photo: Tenna Boye
Lunch is served! Hump back whale foraging in the surface Nuup Kangerlua 2009 Photo: Tenna Boye
Lunch is served! Hump back whale foraging in the surface Nuup Kangerlua 2009 Photo: Tenna Boye
Hum back whales show their tail before a deep dive Photo: Tenna Boye
Hump back whales show their tail before a deep dive Photo: Tenna Boye

Greenland Institute of Natural Ressources and outfitters in Nuuk study the effects of whale watching on hump back whales this summer. 

As in many other places, whale watching in Greenland is a growing activity. A study carried out during 2007 and 2008 showed that the feeding dives of humpback whales in Nuuk were shorter in the presence of whale watching boats. This summer, the research will be carried one step forward to test if whales are less affected when boat drivers follow a simple set of rules when approaching the animals. By measuring time periods that whales spend between each time they come to the surface to breath, biologists will search for differences in surface behaviour of whales under the influence of whale watching boats following the proposed code of conduct, whale watching boats not following these guidelines and whales under no influence of boats. The ultimate goal is to produce a set of guidelines for whale watching that results in minimal disturbance to the whales.

 http://www.natur.gl/en/birds-and-mammals/marine-mammals/pukkelhval/whale-watching-disturb-humpback-whales/

Karl Birgis (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 17:56

13 identicon

Takk fyrir þetta Steini, ég vissi ekki að það væru líka notaðir svona hraðbátar fyrir norðan.

Góð grein frá Karli.

Hversu miklum sköttum (beinum sköttum) skila þessi fyrirtæki í kassan? Hversu miklum virðisaukaskatti skila þau í kassann?

Larus (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 18:34

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Myndir af hvölum sem koma alveg upp að hvalaskoðunarbátum í Skjálfandaflóa og frásagnir margra þúsunda sem farið hafa þar í hvalaskoðunarferðir segja sína sögu.

Hvalaskoðun í Skjálfandaflóa - Myndir af hrefnum við hvalaskoðunarbáta

Þar að auki er meira "disturbing" að vera skotinn en skoðaður.


Hvalaskoðun frá Reykjavík er með árlega veltu upp á einn milljarð króna og skapar hundruð starfa.

Og þeir sem starfa við hvalaskoðun greiða að sjálfsögðu tekjuskatt til íslenska ríkisins og útsvar til síns sveitarfélags.

Örfáir
starfa hins vegar við hrefnuveiðar hér við Ísland.

Þorsteinn Briem, 28.7.2013 kl. 20:26

15 identicon

Nú veit ég ekki hvað þetta innslag frá Karli Birgis á að fyrirstilla.

Eftir að hafa gúglað "University of Iceland Research Center for Marine Mammal Biology", þá fékk ég enga hreina niðurstöðu.

En að halda því fram, að vegna þess að hvalaskoðun trufli mögulega atferli hvala, þá sé réttara að skjóta þá, er heimskulegra en að tali taki.

Jóhann (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 20:51

16 identicon

Troðum kjötinu af öllum langreyðum sem Kristján Loftsson er búinn að drepa upp í rassgatið á honum og málið er endanlega úr sögunni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 21:04

17 identicon

Ef Krisján Loftson vill í raun hagnast á hvölum, þá er hann í raun með í höndunum hreina gullnámu.

Sú felst í því að gera hvalveiðistöðina að safni og nota skip sín til skoðunaferða.

Það gæti enginn toppað  það. 

Jóhann (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 21:11

18 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Jóhann hittir naglann á höfuðið - þetta snýst allt um þrjósku í einum manni! Einum gömlum þvergarði sem virðist eiga ótakmarkað fé í kistubotninum til að þola taprekstur í áratugi. Gaman væri ef einhver gerði úttekt á fjárhagsstöðu Hvals hf. gegnum tíðina.

Annars finnst mér vanta í þessa umræðu hvert orsakasamhengið ætti að vera. Það er ljóst að vélarhljóð geta fælt dýr, en hvalir virðast af dæmum að telja geta gert greinarmun á hvalaskoðun og hvalveiðum! En hvernig vita "eftirlifandi" hvalir að tiltekinn bátur er hættulegur, en aðrir ekki? Hvernig "læra" þeir að halda sig frá veiðisvæðum? Eflaust mætti finna skýringu á því, en enn hef ég ekki séð neina slíka.

Náttúran leynir oft á sér - og dýrin virðast stundum skilja meira en við höldum. Sem ungur maður tók ég reglulega rútu fyrir Hvalfjörðinn, einn morguninn heyrum við Pétur Pétursson tilkynna í útvarpinu að Hvalur 1 sé á leið í land með fyrstu hrefnu sumarsins. Þegar við beygðum inn í Botnsfjörð var hann svo þéttsetinn af fugli að ég hef aldrei séð annað eins. Þúsundir máva sátu í makindum á firðinum og biðu eftir að hvalbáturinn kæmi í land svo veislan gæti hafist. Helst var það rætt í rútunni að mávarnir hlytu að hafa hlustað á útvarpið!

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.7.2013 kl. 07:39

19 identicon

Gott fólk! Nú er ég ekkert endilega fylgjandi banni á hrefnuveiðum en mér finnst að hrefnuveiðar ættu ekki að vera stundaðar nálægt svæðum hvalaskoðunarfyrirtækja. Ég var algerlega andsnúinn því þegar sjávarútvegsráðherra minnkaði friðarsvæðið á Faxaflóa og sýnir það í raun þekkingarleysi hans á greininni og það vekur ugg minn.

Varðandi þau rök Ómars að rök hvalveiðimana um fækkun hvala standist ekki þá er ég sammála honum. Ég hef mjög oft heyrt þessi rök frá hvalveiðisinnum.

Tökum dæmi um hreindýrastofninn á Íslandi hann telur um 4500 dýr og leyfilegt er að veiða um 1300 dýr á ári(breytilegt eftir árum en munar ekki svo miklu þó). Þetta er um 28% af stofninum og samt virðist stofninn vera að stækka.

Ef við heimfærum þetta yfir á hrefnustofninn þá sé ég á netinu a hann telur um 56.000 dýr í landgrunni Íslands. Ef sama hlutfall af hrefnu yrði drepið eins og af hreindýrum(og samt mun stofninn stækka) þá þarf að drepa meira en 16500 dýr!! Það er nú svolítið mikið og efast ég stórlega um að hægt væri að koma öllu því kjöti sem þar yrði til í verð. En munið að það mun samt ekki halda stofninum í skefjum heldur mun hann samt stækka. Þannig að allt tal um að hrefnuveiðimenn séu að gera náttúrunni gagn er bara bull. Mér finnst samt hrefnukjöt herramanns matur en ég geri mér alveg grein fyrir staðreyndum í málinu og reyni ekkert að fegra hlutina fyrir mér.

Það er ekki hægt að líta framhjá þeim tekjum sem Íslendingar hafa af hvalaskoðun og mér finnst að hvalveiðimenn verði að taka fullt tillit til hvalaskoðunarfyrirtækja því hrefnuveiðimenn eru ekki að hala nærri jafn mikið inn fyrir þjóðarbúið eins og hvalaskoðun.

Þeirra rök hafa oft verið að þeir séu að gera þjóðarbúinu svo mikinn greiða með því að drepa hrefnu sem gengur of mikið á fiskistofnana í kringum landið. Staðreyndin er sú að þeir(hrefnuveiðimenn) eru bara með smá klór á yfirborðinu sem hefur nákvæmlega engin áhrif á stærð hrefnustofnssins.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 10:22

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú leggur ekki að jöfnu viðkomutölur (frjósemi) hreindýra og hvala.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.7.2013 kl. 12:07

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir eru MARGIR Íslendingarnir sem hafa viðurværi sitt af hvalveiðum, ekki Kristján Loftsson einn saman, sá ágæti maður.

Jón Valur Jensson, 2.8.2013 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband