Stórbrotið lífsstarf.

Sjaldgæft er ef ekki einsdæmi að ritröð sópi eins að sér bókmenntaverðlaunum og viðurkenningum og bækur Guðmundar Páls Ólafssonar hafa gert.

Guðmundur Páll ól þá von í brjósti að með því að leggja sitt af mörkum til að opna dýrð íslenskrar náttúru fyrir þjóðinni myndi hún taka sönsum varðandi ágengni sína, mætti jafnvel kalla það aðsúg, gagnvart þessu heimsverðmæti sem okkur hefur verið falið að varðveita fyrir afkomendur okkar og mannkyn allt.

Með aðförinni að Fögruhverum við Hágöngur varð mælirinn fullur í augum Guðmundar Páls.

Ég man vel þegar verið var að djöflast þar við að gera stíflu til að sökkva hverunum og ég fór nokkrar fréttaferðir þangað til að fjalla um þetta hervirki í fréttum og Dagsljósi. 

Tveimur árum fyrr hafði kynnst hverunum fyrst, þá í vetrarferð, þegar Fjalli vinur minn,  (Birgir Brynjólfsson, sem snemma fékk viðurnefnið Fjalla-Eyvindur og síðar Fjalli) jöklabílstjóri, sagði, að drekking þessara hvera myndi jaðra við geðveiki.

Enda var þetta eina hverasvæðið á landinu, sem var á áreyrum, og umhverfið magnað, Hágöngurnar, Vatnajökull, kvíslanet og þunnar gróðurþekjur í auðninni.

Þessar myndatökuferðir voru eitthvað svo vonlausar, - engir aðrir að fjalla um þetta eða skipta sér að því.

Í síðustu myndatökuferðinni var ætlunin að kvikmynda drekkinguna sjálfa og láta vatnið "taka sig" upp undir olboga.

Ljóst var að þar með yrði málinu lokið og "jarðaförin hefði farið fram í kyrrþey" en að vísu verið sýnd eftirá í sjónvarpi.

Mikil varð því undrun mín þegar á svæðið komu Guðmundur Páll Ólafsson og hópur skoðaansystkina hans og bjuggu til mótmælaathöfn sem varð að tímamótaviðburði í íslenskri náttúruverndarbaráttu.

Það þýddi, að nokkrum fréttapistlum var hægt að bæta við, og á svæðið komu Ragnar Axelsson ljósmyndari og fleiri.

Þegar Guðmundur Páll hafði lokið við stórvirkið Hálendið í náttúru Íslands, reif hann í viðtali í Sjónvarpinu þær blaðsíður úr bókinni sem sýndu þau svæði, sem verið var eða ætlunin var að eyðileggja. Það var magnaður og einstæður gerningur.

Eftir þetta var Guðmundur Páll ómetanlegur liðsmaður í náttúruverndarbaráttunni. Því miður lést hannum aldur fram en þó tókst að ljúka við stórvirkið um Vatnið í náttúru Ísland.

Það er stórbrotið lífsstarf sem sú bók er kórónan í.  


mbl.is Vertu óhrædd og djörf!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband